Trump jós Xi Jinping lofi Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2017 12:00 Donald Trump og Xi Jinping. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, jós Xi Jinping, forseta Kína, lofi í nótt. Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. Í nótt gagnrýndi hann Kína og sagði viðskiptasamband ríkjanna vera ósanngjarnt gagnvart Bandaríkjunum. Hann sagðist hins vegar ekki geta kennt Kína um það. „Hver getur kennt ríki um að nota sér annað ríki í þágu eigin þegna? Kína á hrós skilið,“ sagði Trump á fundi með leiðtogum viðskiptalífsins í Kína og Xi. Í kosningabaráttunni talaði Trump ítrekað um viðskiptahallan og sakaði hann Kína meðal annars um að „nauðga“ efnahagi Bandaríkjanna og að halda gjaldmiðli sínum niðri til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Bandaríkjunum og að skattleggja vörur frá Bandaríkjunum úr hófi.Í stað þess að kenna Kína um viðskiptahallann og þjófnað hugverka, vara og höfundaréttarvarins efnis, kenndi hann fyrrverandi stjórnendum Bandaríkjanna um. Trump sagði að hann og Xi myndu laga þetta og gera samband ríkjanna sanngjarnt. „Við gerum þetta sanngjarnt og það verður frábært fyrir okkur báða. Mér líkar mjög vel við þig. Við eigum frábært samband. Við munum gera stórkostlega hluti, Kína og Bandaríkin,“ sagði Trump. Trump þakkaði Xi einnig fyrir að bjóða honum og Melaniu Trump til kvöldverðar. Hann sagði að kvöldverðurinn hefði bara átt að vera um hálftíma langur, vegna þess hve þreyttur Trump hefði verið eftir ferðalög sín. Hins vegar hefði kvöldverðurinn staðið yfir í rúma tvo tíma. „Ég naut hverrar mínútu,“ sagði Trump. Skömmu seinna sagði Trump við Xi að hann væri „mjög sérstakur“ maður. Xi hét því að opna markaði Kína frekar og gera bandarískum fyrirtækjum auðveldara að koma sér fyrir þar. Eins og AP fréttaveitan bendir á hafa slík loforð hins vegar verið gefin áður, án þess að staðið hafi verið við þau. Sömuleiðis ræddi Xi samstarf ríkjanna, en ekki á jafn persónulegum nótum. Hann nefndi til dæmis ekki samband forsetanna tveggja. Hvorugur þeirra svaraði spurningum fjölmiðla, sem Washington Post segir að hafa verið ákveðinn sigur fyrir Xi Jinping. Hann stjórni ríki þar sem hart hefur verið farið fram gegn tjáningarfrelsi og frjálsum fjölmiðlum. Í grein Politico segir að tónn Trump gagnvart Jinping eigi líklegast eftir að fara öfugt ofan í marga íhaldssama stuðningsmenn hans. Þar á meðal Stephen Bannon, sem hafi ítrekað kallað eftir því að Bandaríkin taki upp strangari stefnu varðandi Kína. Donald Trump Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, jós Xi Jinping, forseta Kína, lofi í nótt. Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. Í nótt gagnrýndi hann Kína og sagði viðskiptasamband ríkjanna vera ósanngjarnt gagnvart Bandaríkjunum. Hann sagðist hins vegar ekki geta kennt Kína um það. „Hver getur kennt ríki um að nota sér annað ríki í þágu eigin þegna? Kína á hrós skilið,“ sagði Trump á fundi með leiðtogum viðskiptalífsins í Kína og Xi. Í kosningabaráttunni talaði Trump ítrekað um viðskiptahallan og sakaði hann Kína meðal annars um að „nauðga“ efnahagi Bandaríkjanna og að halda gjaldmiðli sínum niðri til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Bandaríkjunum og að skattleggja vörur frá Bandaríkjunum úr hófi.Í stað þess að kenna Kína um viðskiptahallann og þjófnað hugverka, vara og höfundaréttarvarins efnis, kenndi hann fyrrverandi stjórnendum Bandaríkjanna um. Trump sagði að hann og Xi myndu laga þetta og gera samband ríkjanna sanngjarnt. „Við gerum þetta sanngjarnt og það verður frábært fyrir okkur báða. Mér líkar mjög vel við þig. Við eigum frábært samband. Við munum gera stórkostlega hluti, Kína og Bandaríkin,“ sagði Trump. Trump þakkaði Xi einnig fyrir að bjóða honum og Melaniu Trump til kvöldverðar. Hann sagði að kvöldverðurinn hefði bara átt að vera um hálftíma langur, vegna þess hve þreyttur Trump hefði verið eftir ferðalög sín. Hins vegar hefði kvöldverðurinn staðið yfir í rúma tvo tíma. „Ég naut hverrar mínútu,“ sagði Trump. Skömmu seinna sagði Trump við Xi að hann væri „mjög sérstakur“ maður. Xi hét því að opna markaði Kína frekar og gera bandarískum fyrirtækjum auðveldara að koma sér fyrir þar. Eins og AP fréttaveitan bendir á hafa slík loforð hins vegar verið gefin áður, án þess að staðið hafi verið við þau. Sömuleiðis ræddi Xi samstarf ríkjanna, en ekki á jafn persónulegum nótum. Hann nefndi til dæmis ekki samband forsetanna tveggja. Hvorugur þeirra svaraði spurningum fjölmiðla, sem Washington Post segir að hafa verið ákveðinn sigur fyrir Xi Jinping. Hann stjórni ríki þar sem hart hefur verið farið fram gegn tjáningarfrelsi og frjálsum fjölmiðlum. Í grein Politico segir að tónn Trump gagnvart Jinping eigi líklegast eftir að fara öfugt ofan í marga íhaldssama stuðningsmenn hans. Þar á meðal Stephen Bannon, sem hafi ítrekað kallað eftir því að Bandaríkin taki upp strangari stefnu varðandi Kína.
Donald Trump Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira