Umbrot Ari Trausti Guðmundsson skrifar 30. október 2017 07:00 Í umbrotunum á undan kosningunum bar nokkuð á því að sumar megineldstöðvar landsins minntu á sig. Vöktunarkerfi Veðurstofunnar er mjög gott og veitir vefsíða hennar okkur sjaldgæfa innsýn í snörl og hristing í innviðum helstu eldstöðvakerfa landsins, einkum í virkni í miðlægum eldfjöllum (megineldstöðvunum). Jarðskjálftavirkni er lífleg á Íslandi. Það sést glöggt á vefsíðunni góðu og má rekja mest af skjálftum til hreyfinga jarðflekanna sem mjakast í gagnstæðar áttir um svæði sem liggur á ská þvert yfir landið og á Suðurlandi og úti fyrir Norðausturlandi. Nú er vert að fylgjast vel með fimm megineldstöðvum: Heklu, Bárðarbungu, Grímsvötnum, Kötlu og Öræfajökli. Í Heklu hefur smáskjálftavirkni aukist nokkuð undanfarið og fjallið er bólgnara en það var fyrir eldgosið 2000. Bárðarbunga hristist og þeim fjölgar heldur skjálftunum yfir 3 og 4 að stærð. Dýpi á allmargra smærri skjálfta bendir til innkomu kviku í jarðlög undir fjallinu. Hlíðar þess lyftast, og öskjubotninn hreyfist, Grímsvötn er sú megineldstöð sem oftast gýs og minna gos 1998, 2004 og 2011 á það. Þar stefnir brátt í einhver umbrot, ef að líkum lætur. Katla hefur verið að hitna í bráðum tvo áratugi sem sést á fjölgun háhitasvæða undir jökli. Nokkurt landris hefur mælst þar, sem að hluta stafar af rýrnun jökulsins. Tíðni allharðra skjálfta í öskju eldfjallsins eykst og dýpi á suma smærri skjálftana er á bilinu 15-25 km. Það getur einna helst vísað til kviku á ferð. Frammi fyrir því er mikilvægt að hækka og styrkja veggarð við fjallsendann skammt frá Höfðabrekku sem á að varna vatnsflaumi leið inn að Vík. Undanfarin tæp tvö ár er tekið að bera á smáskjálftum í Öræfajökli sem ekki stafa af hruni í skriðjöklum og þar hefur mælst jarðskjálfti yfir 3 að stærð. Hér verður löng saga eldstöðvanna og geta þeirra til umbrota ekki rakin en minnt á að við erum að mörgu leyti vel undir eldgos búin. Gosin eru engu að síður ávallt óskrifað blað og gott að efla vöktun, rannsóknir og viðbúnað.Höfundur er jarðvísinda- og þingmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í umbrotunum á undan kosningunum bar nokkuð á því að sumar megineldstöðvar landsins minntu á sig. Vöktunarkerfi Veðurstofunnar er mjög gott og veitir vefsíða hennar okkur sjaldgæfa innsýn í snörl og hristing í innviðum helstu eldstöðvakerfa landsins, einkum í virkni í miðlægum eldfjöllum (megineldstöðvunum). Jarðskjálftavirkni er lífleg á Íslandi. Það sést glöggt á vefsíðunni góðu og má rekja mest af skjálftum til hreyfinga jarðflekanna sem mjakast í gagnstæðar áttir um svæði sem liggur á ská þvert yfir landið og á Suðurlandi og úti fyrir Norðausturlandi. Nú er vert að fylgjast vel með fimm megineldstöðvum: Heklu, Bárðarbungu, Grímsvötnum, Kötlu og Öræfajökli. Í Heklu hefur smáskjálftavirkni aukist nokkuð undanfarið og fjallið er bólgnara en það var fyrir eldgosið 2000. Bárðarbunga hristist og þeim fjölgar heldur skjálftunum yfir 3 og 4 að stærð. Dýpi á allmargra smærri skjálfta bendir til innkomu kviku í jarðlög undir fjallinu. Hlíðar þess lyftast, og öskjubotninn hreyfist, Grímsvötn er sú megineldstöð sem oftast gýs og minna gos 1998, 2004 og 2011 á það. Þar stefnir brátt í einhver umbrot, ef að líkum lætur. Katla hefur verið að hitna í bráðum tvo áratugi sem sést á fjölgun háhitasvæða undir jökli. Nokkurt landris hefur mælst þar, sem að hluta stafar af rýrnun jökulsins. Tíðni allharðra skjálfta í öskju eldfjallsins eykst og dýpi á suma smærri skjálftana er á bilinu 15-25 km. Það getur einna helst vísað til kviku á ferð. Frammi fyrir því er mikilvægt að hækka og styrkja veggarð við fjallsendann skammt frá Höfðabrekku sem á að varna vatnsflaumi leið inn að Vík. Undanfarin tæp tvö ár er tekið að bera á smáskjálftum í Öræfajökli sem ekki stafa af hruni í skriðjöklum og þar hefur mælst jarðskjálfti yfir 3 að stærð. Hér verður löng saga eldstöðvanna og geta þeirra til umbrota ekki rakin en minnt á að við erum að mörgu leyti vel undir eldgos búin. Gosin eru engu að síður ávallt óskrifað blað og gott að efla vöktun, rannsóknir og viðbúnað.Höfundur er jarðvísinda- og þingmaður
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun