Konur og frjálslyndir hrynja af þinginu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. október 2017 07:00 Þessar breytingar urðu á þinginu. „Þetta er skref aftur á bak. Það er sorglegt,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi þingmaður, um hlut kvenna í kosningunum. Hún er ein sjö kvenna sem ekki náðu kjöri. Nýtt þing er skipað 39 körlum og 24 konum. Fyrra þing var skipað 33 körlum og 30 konum. Ekki hefur hallað jafn mikið á konur í tíu ár. Kynjahallinn er mestur innan Miðflokksins sem fékk sjö þingmenn kjörna; sex karla á móti einni konu. Þar á eftir koma Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins. Ein kona, Inga Sæland, sest á þing fyrir Flokk fólksins af fjórum þingmönnum. „Fyrir Viðreisn, sem hefur lagt áherslu á kynjasjónarmiðin í stefnu og öllu okkar starfi, þá er þetta ekki eins og maður hefði viljað,“ segir Jóna Sólveig. Í sama streng tekur Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis. Hún var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. Efstu þrjú sætin skipa Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason sem náðu allir kjöri.Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar.„Maður var afar stoltur af stöðu kynjanna eins og hún var. Þetta er afturför,“ segir Unnur Brá. Í fimm af þeim átta flokkum sem mynda nýtt þing hallar á konur. Unnur Brá segir ljóst að konur endist ekki vel í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. „Við þurfum að átta okkur á hvað við getum gert. Það er ekki bara hlutverk kvenna, heldur hlutverk alls flokksins.“ Jóna Sólveig segir stuðningsmenn frjálslyndis hafa borið skarðan hlut frá borði. „Frjálslyndir þingmenn hrynja út af þingi og þingmenn sem kenna sig við eitthvað allt annað en frjálslyndi eru að koma í staðinn,“ segir hún. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir erfitt að benda á heildstæða línu sem kjósendur hafi tekið. „Aðra en þá að það er íhaldssveifla. Frá frjálslyndi til meiri íhaldssemi.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Þetta er skref aftur á bak. Það er sorglegt,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi þingmaður, um hlut kvenna í kosningunum. Hún er ein sjö kvenna sem ekki náðu kjöri. Nýtt þing er skipað 39 körlum og 24 konum. Fyrra þing var skipað 33 körlum og 30 konum. Ekki hefur hallað jafn mikið á konur í tíu ár. Kynjahallinn er mestur innan Miðflokksins sem fékk sjö þingmenn kjörna; sex karla á móti einni konu. Þar á eftir koma Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins. Ein kona, Inga Sæland, sest á þing fyrir Flokk fólksins af fjórum þingmönnum. „Fyrir Viðreisn, sem hefur lagt áherslu á kynjasjónarmiðin í stefnu og öllu okkar starfi, þá er þetta ekki eins og maður hefði viljað,“ segir Jóna Sólveig. Í sama streng tekur Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis. Hún var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. Efstu þrjú sætin skipa Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason sem náðu allir kjöri.Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar.„Maður var afar stoltur af stöðu kynjanna eins og hún var. Þetta er afturför,“ segir Unnur Brá. Í fimm af þeim átta flokkum sem mynda nýtt þing hallar á konur. Unnur Brá segir ljóst að konur endist ekki vel í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. „Við þurfum að átta okkur á hvað við getum gert. Það er ekki bara hlutverk kvenna, heldur hlutverk alls flokksins.“ Jóna Sólveig segir stuðningsmenn frjálslyndis hafa borið skarðan hlut frá borði. „Frjálslyndir þingmenn hrynja út af þingi og þingmenn sem kenna sig við eitthvað allt annað en frjálslyndi eru að koma í staðinn,“ segir hún. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir erfitt að benda á heildstæða línu sem kjósendur hafi tekið. „Aðra en þá að það er íhaldssveifla. Frá frjálslyndi til meiri íhaldssemi.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00