Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 12:45 Sigurður Ingi á Bessastöðum í dag. Vísir/Ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Hann segir það hugnast honum betur en vinstri-miðjustjórn líkt og Katrín Jakobsdóttir virðist hafa í huga. Hann segir að slíkur meirihluti fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna væri með mjög tæpan meirihluta, eða 32 þingmenn, og því væri erfitt að verja hana falli. Bæði væri möguleiki að bæta við fleiri flokkum í ríkisstjórnina sem Katrín sér fyrir sér eða að leita lengra til hægri og vinstri. „Það er auðvitað tilgangur svona fundar að fara yfir stöðuna hvaða möguleikar séu uppi á borði til að mynda starfhæfa ríkisstjórn, ég held að það hafi nú aldrei verið mikilvægara en núna að menn vandi sig við það,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forsetanum. „Það hefur verið afstaða mín og Framsóknarmanna að til að skapa stöðugleika þá þarf breiða ríkisstjórn og ég hef talað fyrir því og rætt það við forsetann en það er líka okkar verksvið að að mynd starfhæfa ríkisstjórn.“ Ertu líka að horfa til hægri og mögulegs samstarfs með Sjálfstæðisflokknum? „Ég er fyrst og fremst að horfa til þess að búa til ríkisstjórn með breiða skírskotun í báðar áttir. Ég held að það sé það sem þarf.“ „Framsókn er miðjuflokkur. Hann kann að vinna bæði til hægri og vinstri og leiða saman ólíka aðila.“ Sigurður Ingi var þriðji stjórnmálaleiðtoginn á fund forseta í dag.Vísir/ErnirEkki rætt við Sigmund Davíð Hann segir það vera mat flokksins að ríkisstjórn bæði til hægri og vinstri yrði vænlegri til að skapa pólitískan stöðugleika. Þá tekur hann undir orð Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur um að vænlegt væri að fá svigrúm til að ræða óformlega við formenn annarra flokka áður en einhver einn fær umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hef ekki rætt við alla formenn, ég hef rætt við suma,“ segir Sigurður Ingi. Hefur þú rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins í þessu samhengi? „Ekki um stjórnarmyndun, nei.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Sigurðar Inga í heild sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fær ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Hann segir það hugnast honum betur en vinstri-miðjustjórn líkt og Katrín Jakobsdóttir virðist hafa í huga. Hann segir að slíkur meirihluti fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna væri með mjög tæpan meirihluta, eða 32 þingmenn, og því væri erfitt að verja hana falli. Bæði væri möguleiki að bæta við fleiri flokkum í ríkisstjórnina sem Katrín sér fyrir sér eða að leita lengra til hægri og vinstri. „Það er auðvitað tilgangur svona fundar að fara yfir stöðuna hvaða möguleikar séu uppi á borði til að mynda starfhæfa ríkisstjórn, ég held að það hafi nú aldrei verið mikilvægara en núna að menn vandi sig við það,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forsetanum. „Það hefur verið afstaða mín og Framsóknarmanna að til að skapa stöðugleika þá þarf breiða ríkisstjórn og ég hef talað fyrir því og rætt það við forsetann en það er líka okkar verksvið að að mynd starfhæfa ríkisstjórn.“ Ertu líka að horfa til hægri og mögulegs samstarfs með Sjálfstæðisflokknum? „Ég er fyrst og fremst að horfa til þess að búa til ríkisstjórn með breiða skírskotun í báðar áttir. Ég held að það sé það sem þarf.“ „Framsókn er miðjuflokkur. Hann kann að vinna bæði til hægri og vinstri og leiða saman ólíka aðila.“ Sigurður Ingi var þriðji stjórnmálaleiðtoginn á fund forseta í dag.Vísir/ErnirEkki rætt við Sigmund Davíð Hann segir það vera mat flokksins að ríkisstjórn bæði til hægri og vinstri yrði vænlegri til að skapa pólitískan stöðugleika. Þá tekur hann undir orð Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur um að vænlegt væri að fá svigrúm til að ræða óformlega við formenn annarra flokka áður en einhver einn fær umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hef ekki rætt við alla formenn, ég hef rætt við suma,“ segir Sigurður Ingi. Hefur þú rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins í þessu samhengi? „Ekki um stjórnarmyndun, nei.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Sigurðar Inga í heild sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fær ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39
Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40