Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 12:45 Sigurður Ingi á Bessastöðum í dag. Vísir/Ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Hann segir það hugnast honum betur en vinstri-miðjustjórn líkt og Katrín Jakobsdóttir virðist hafa í huga. Hann segir að slíkur meirihluti fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna væri með mjög tæpan meirihluta, eða 32 þingmenn, og því væri erfitt að verja hana falli. Bæði væri möguleiki að bæta við fleiri flokkum í ríkisstjórnina sem Katrín sér fyrir sér eða að leita lengra til hægri og vinstri. „Það er auðvitað tilgangur svona fundar að fara yfir stöðuna hvaða möguleikar séu uppi á borði til að mynda starfhæfa ríkisstjórn, ég held að það hafi nú aldrei verið mikilvægara en núna að menn vandi sig við það,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forsetanum. „Það hefur verið afstaða mín og Framsóknarmanna að til að skapa stöðugleika þá þarf breiða ríkisstjórn og ég hef talað fyrir því og rætt það við forsetann en það er líka okkar verksvið að að mynd starfhæfa ríkisstjórn.“ Ertu líka að horfa til hægri og mögulegs samstarfs með Sjálfstæðisflokknum? „Ég er fyrst og fremst að horfa til þess að búa til ríkisstjórn með breiða skírskotun í báðar áttir. Ég held að það sé það sem þarf.“ „Framsókn er miðjuflokkur. Hann kann að vinna bæði til hægri og vinstri og leiða saman ólíka aðila.“ Sigurður Ingi var þriðji stjórnmálaleiðtoginn á fund forseta í dag.Vísir/ErnirEkki rætt við Sigmund Davíð Hann segir það vera mat flokksins að ríkisstjórn bæði til hægri og vinstri yrði vænlegri til að skapa pólitískan stöðugleika. Þá tekur hann undir orð Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur um að vænlegt væri að fá svigrúm til að ræða óformlega við formenn annarra flokka áður en einhver einn fær umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hef ekki rætt við alla formenn, ég hef rætt við suma,“ segir Sigurður Ingi. Hefur þú rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins í þessu samhengi? „Ekki um stjórnarmyndun, nei.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Sigurðar Inga í heild sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Hann segir það hugnast honum betur en vinstri-miðjustjórn líkt og Katrín Jakobsdóttir virðist hafa í huga. Hann segir að slíkur meirihluti fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna væri með mjög tæpan meirihluta, eða 32 þingmenn, og því væri erfitt að verja hana falli. Bæði væri möguleiki að bæta við fleiri flokkum í ríkisstjórnina sem Katrín sér fyrir sér eða að leita lengra til hægri og vinstri. „Það er auðvitað tilgangur svona fundar að fara yfir stöðuna hvaða möguleikar séu uppi á borði til að mynda starfhæfa ríkisstjórn, ég held að það hafi nú aldrei verið mikilvægara en núna að menn vandi sig við það,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forsetanum. „Það hefur verið afstaða mín og Framsóknarmanna að til að skapa stöðugleika þá þarf breiða ríkisstjórn og ég hef talað fyrir því og rætt það við forsetann en það er líka okkar verksvið að að mynd starfhæfa ríkisstjórn.“ Ertu líka að horfa til hægri og mögulegs samstarfs með Sjálfstæðisflokknum? „Ég er fyrst og fremst að horfa til þess að búa til ríkisstjórn með breiða skírskotun í báðar áttir. Ég held að það sé það sem þarf.“ „Framsókn er miðjuflokkur. Hann kann að vinna bæði til hægri og vinstri og leiða saman ólíka aðila.“ Sigurður Ingi var þriðji stjórnmálaleiðtoginn á fund forseta í dag.Vísir/ErnirEkki rætt við Sigmund Davíð Hann segir það vera mat flokksins að ríkisstjórn bæði til hægri og vinstri yrði vænlegri til að skapa pólitískan stöðugleika. Þá tekur hann undir orð Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur um að vænlegt væri að fá svigrúm til að ræða óformlega við formenn annarra flokka áður en einhver einn fær umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hef ekki rætt við alla formenn, ég hef rætt við suma,“ segir Sigurður Ingi. Hefur þú rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins í þessu samhengi? „Ekki um stjórnarmyndun, nei.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Sigurðar Inga í heild sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39
Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40