Þetta er bannað þegar þú ert að kaupa miða á HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2017 14:17 Stuðingsmaður íslenska liðsins á EM í Frakklandi 2016. Vísir/Getty Ísland er á leiðinni á heimsmeistaramótið í fótbolta í Rússlandi næsta sumar og margir Íslendingar eru örugglega farnir að plana hjá sér rússneskt sumar. Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir einn mánuð hvernig riðill íslenska liðsins lítur út og hvar íslenska liðið mun spila leiki sína. Það er samt allt góðu að fara að kynna sér þessi mál strax því það eru allskonar reglur í gildi. Knattspyrnusamband Íslands hvetur stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til að kynna sér vel skilmála miðakaupa fyrir úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi í grein inn á heimasíðu sambandsins. „Öll miðasala á leiki keppninnar fer fram í gegnum miðavef FIFA, eins og fram hefur komið, og mun KSÍ halda áfram að koma öllum þeim upplýsingum sem berast á framfæri á sínum miðlum. Næsti miðasölugluggi opnar 5. desember og stendur til 31. janúar,“ segir í frétt á heimsíðu KSÍ. „Í miðaskilmálum FIFA er útlistað býsna ítarlega hvaða skuldbindingar miðakaupendur taka sér á hendur við miðakaup. Þar á meðal er fjallað sérstaklega um það í hvaða tilfellum FIFA áskilur sér rétt til að afturkalla miðakaup eða ógilda keyptan miða. Sem dæmi má nefna að skýrt er tekið fram að ekki sé undir neinum kringumstæðum heimilt að endurselja miða eða nota miða í markaðslegum tilgangi, t.d. í gjafaleikjum fyrirtækja sem ekki hafa fengið til þess staðfest samþykki FIFA. Fram kemur í skilmálunum að slíkt sé einfaldlega brot á rússneskum lögum.“ segir í frétt KSÍ. KSÍ biður knattspyrnuáhugafólk um að fara sér að engu óðslega í þessum málum og gæta þess kynna sér vel alla skilmála. KSÍ gefur líka áhugasömum upp fjóra tengla sem munu nýtast vel til að skoða þessi mál betur. Þeir eru:Miðavefur UEFA (https://www.fifa.com/worldcup/organisation/ticketing/index.html)Algengar spurningar (https://tickets.fifa.com/FAQ/en?platform=desktop&lang=en)Almennir miðaskilmálar (https://resources.fifa.com/mm/document/tournament/ticketing/02/90/39/53/2018fwc_gtcs_en-generaltermsandconditionsfortheuseoftickets_neutral.pdf)Það sem er bannað (samantekt) (https://resources.fifa.com/mm/document/tournament/ticketing/02/90/39/39/2018fwc_unauthorisedticketsales_en_english.pdf) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Ísland er á leiðinni á heimsmeistaramótið í fótbolta í Rússlandi næsta sumar og margir Íslendingar eru örugglega farnir að plana hjá sér rússneskt sumar. Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir einn mánuð hvernig riðill íslenska liðsins lítur út og hvar íslenska liðið mun spila leiki sína. Það er samt allt góðu að fara að kynna sér þessi mál strax því það eru allskonar reglur í gildi. Knattspyrnusamband Íslands hvetur stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til að kynna sér vel skilmála miðakaupa fyrir úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi í grein inn á heimasíðu sambandsins. „Öll miðasala á leiki keppninnar fer fram í gegnum miðavef FIFA, eins og fram hefur komið, og mun KSÍ halda áfram að koma öllum þeim upplýsingum sem berast á framfæri á sínum miðlum. Næsti miðasölugluggi opnar 5. desember og stendur til 31. janúar,“ segir í frétt á heimsíðu KSÍ. „Í miðaskilmálum FIFA er útlistað býsna ítarlega hvaða skuldbindingar miðakaupendur taka sér á hendur við miðakaup. Þar á meðal er fjallað sérstaklega um það í hvaða tilfellum FIFA áskilur sér rétt til að afturkalla miðakaup eða ógilda keyptan miða. Sem dæmi má nefna að skýrt er tekið fram að ekki sé undir neinum kringumstæðum heimilt að endurselja miða eða nota miða í markaðslegum tilgangi, t.d. í gjafaleikjum fyrirtækja sem ekki hafa fengið til þess staðfest samþykki FIFA. Fram kemur í skilmálunum að slíkt sé einfaldlega brot á rússneskum lögum.“ segir í frétt KSÍ. KSÍ biður knattspyrnuáhugafólk um að fara sér að engu óðslega í þessum málum og gæta þess kynna sér vel alla skilmála. KSÍ gefur líka áhugasömum upp fjóra tengla sem munu nýtast vel til að skoða þessi mál betur. Þeir eru:Miðavefur UEFA (https://www.fifa.com/worldcup/organisation/ticketing/index.html)Algengar spurningar (https://tickets.fifa.com/FAQ/en?platform=desktop&lang=en)Almennir miðaskilmálar (https://resources.fifa.com/mm/document/tournament/ticketing/02/90/39/53/2018fwc_gtcs_en-generaltermsandconditionsfortheuseoftickets_neutral.pdf)Það sem er bannað (samantekt) (https://resources.fifa.com/mm/document/tournament/ticketing/02/90/39/39/2018fwc_unauthorisedticketsales_en_english.pdf)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira