Enginn Bale en Kane gæti spilað Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Kane og Ronaldo eftir fyrri leik liðanna. vísir/getty Það er mikið undir á Wembley í kvöld er Evrópumeistarar Real Madrid sækja Tottenham Hotspur heim. Liðin eru jöfn á toppi H-riðils með sjö stig eftir fyrri umferðina. Leikur liðanna í Madrid á dögunum var magnaður og Tottenham sótti þar gott stig. Þau hefðu hæglega getað verið fleiri. Real Madrid er í krísu í fyrsta skipti síðan Zinedine Zidane byrjaði að þjálfa félagið. Tap fyrir nýliðum Girona á dögunum var þó stærsta áfallið og sýndi svo um munaði að ekki er allt með felldu í herbúðum félagsins þessa dagana. Wembley hefur ekki verið neinn happastaður fyrir Tottenham sem lengi vel gat ekki keypt sigur á vellinum. Það hefur þó aðeins verið að lagast eftir því sem liðið venst því að spila á þessum risastóra leikvangi. Það eru mjög góð tíðindi fyrir Tottenham að maðurinn sem hefur borið liðið á á herðum sér í vetur, framherjinn Harry Kane, æfði í gær og mun því líklega spila í kvöld. Hann gat ekki spilað í tapleiknum gegn Man. Utd um síðustu helgi vegna meiðsla. „Við munum ræða við læknana og leikmanninn áður en við tökum ákvörðun sem er best fyrir alla,“ sagði Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, er hann var spurður út í ástand framherjans. „Ég hef samt góða tilfinningu fyrir því að hann spili. Það er samt ekki mín tilfinning sem skiptir máli heldur hvernig Harry Kane líður sjálfum.“ Þetta er örugglega leikurinn sem Gareth Bale er búinn að horfa til allt tímabilið. Hann var auðvitað seldur frá Tottenham til Real Madrid á sínum tíma og hlakkaði eflaust til þess að spila gegn sínu gamla félagi. Bale gat ekki spilað fyrri leikinn gegn Spurs vegna meiðsla og hann hefur ekki náð sér góðum af þeim. Þar af leiðandi var hann ekki valinn í leikmannahóp félagsins fyrir leikinn. Svekkjandi fyrir hann sem og eflaust marga stuðningsmenn Tottenham sem vildu sjá hann spila á nýjan leik í London. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Það er mikið undir á Wembley í kvöld er Evrópumeistarar Real Madrid sækja Tottenham Hotspur heim. Liðin eru jöfn á toppi H-riðils með sjö stig eftir fyrri umferðina. Leikur liðanna í Madrid á dögunum var magnaður og Tottenham sótti þar gott stig. Þau hefðu hæglega getað verið fleiri. Real Madrid er í krísu í fyrsta skipti síðan Zinedine Zidane byrjaði að þjálfa félagið. Tap fyrir nýliðum Girona á dögunum var þó stærsta áfallið og sýndi svo um munaði að ekki er allt með felldu í herbúðum félagsins þessa dagana. Wembley hefur ekki verið neinn happastaður fyrir Tottenham sem lengi vel gat ekki keypt sigur á vellinum. Það hefur þó aðeins verið að lagast eftir því sem liðið venst því að spila á þessum risastóra leikvangi. Það eru mjög góð tíðindi fyrir Tottenham að maðurinn sem hefur borið liðið á á herðum sér í vetur, framherjinn Harry Kane, æfði í gær og mun því líklega spila í kvöld. Hann gat ekki spilað í tapleiknum gegn Man. Utd um síðustu helgi vegna meiðsla. „Við munum ræða við læknana og leikmanninn áður en við tökum ákvörðun sem er best fyrir alla,“ sagði Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, er hann var spurður út í ástand framherjans. „Ég hef samt góða tilfinningu fyrir því að hann spili. Það er samt ekki mín tilfinning sem skiptir máli heldur hvernig Harry Kane líður sjálfum.“ Þetta er örugglega leikurinn sem Gareth Bale er búinn að horfa til allt tímabilið. Hann var auðvitað seldur frá Tottenham til Real Madrid á sínum tíma og hlakkaði eflaust til þess að spila gegn sínu gamla félagi. Bale gat ekki spilað fyrri leikinn gegn Spurs vegna meiðsla og hann hefur ekki náð sér góðum af þeim. Þar af leiðandi var hann ekki valinn í leikmannahóp félagsins fyrir leikinn. Svekkjandi fyrir hann sem og eflaust marga stuðningsmenn Tottenham sem vildu sjá hann spila á nýjan leik í London.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira