Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Jakob Bjarnar skrifar 31. október 2017 20:45 Lykillinn að þessari hugmynd um sex flokka stjórn er undirliggjandi þreyta með langvarandi vandræði sem tengjast spillingarumræðu. Vísir/Guðmundur Snær Samkvæmt heimildum Vísis er nú unnið að því markvisst að skrúfa saman stjórn sem samanstendur af öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg, myndi leiða þá ríkisstjórn. Þetta myndi þýða sex flokka ríkisstjórn og þarf vart að hafa um það mörg orð að hér yrði um sögulega tilraun að ræða varðandi ríkisstjórnarsamstarf.Lykillinn þreyta gagnvart undirliggjandi spillingarumræðuMiklar viðræður hafa verið í allan dag milli leiðtoga flokkanna og samkvæmt heimildum Vísis hafa þær viðræður þróast í þessa átt. Heimildarmaður Vísis orðar það svo að lykillinn að slíku mynstri er að stjórnin yrði Panamaprinsalaus, það er metið svo að þó spillingarmál tengd Panamaskjölunum hafi ekki verið ofarlega á baugi í kosningabaráttunni séu þau undirliggjandi ástæða þess að tvær síðustu ríkisstjórnir hafa sprungið í loft upp. Fólk bara er búið að fá nóg af slíku, að sögn eins viðmælanda Vísis. Nú ríður á að fá frið í stjórnmálunum. Er það metið svo að það yrði aldrei friður um ríkisstjórn með þá Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð innanborðs.Ef þessi hugmynd gengur eftir verða þeir Bjarni og Sigmundur úti í sal og leiða stjórnarandstöðuna.visir/ValliFramsókn hefur verið sögð í lykilstöðu í tengslum við stjórnarmyndun, þó blaðamanni Vísis hafi verið bent á að stjórn án Framsóknar sé vissulega inni í myndinni. Samkvæmt heimildum Vísis er einhugur um þessa hugmynd innan vébanda Framsóknarmanna og fór Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, býsna langt með að upplýsa um þessar þreifingar í kvöldfréttatíma RÚV í kvöld.Engin óyfirstíganleg ágreiningsefniÞeir sem Vísir talaði við voru á því að þetta gæti verið snjall leikur, Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið fyrir margvíslegum úrbótum fyrir þrifum að mati viðmælanda blaðamanns. En, nú sé hægt að skoða aðgerðir í húsnæðismálum, endurskipulagning fjármálakerfis að teknu tilliti til vaxtastefnu, samfélagsbanki var nefndur í eyru blaðamanns Vísis, lífeyrissjóðakerfið og svissneska leiðin svokölluð – menn sjá ekkert því til fyrirstöðu að klára þessi mál þó aðkoma svo margra flokka að ríkisstjórnarsamstarfi væri reyndin. Ekki ætti að þurfa að vera djúpstæður ágreiningur um endurskoðun stjórnarskrár sem og fiskveiðikerfisins. Klára þessi mál, segir einn viðmælandi Vísis í baklandinu, sem er mjög áfram um að á þetta verði látið reyna.Jafnréttismálin í góðu horfi Þá horfa heimildarmenn Vísis einnig til þess að erfiðar kjaraviðræður eru handan horns en bæði ASÍ og SA ættu greitt talsamband inn í ríkisstjórn Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks, Viðreisnar, Pírata og Flokks fólksins. Og síðast en ekki síst jafnréttismálin því ef af þessu yrði eru meiri líkur en minni á að fleiri konur yrðu ráðherrar í slíkri ríkisstjórn en ekki. Ein helsta ástæða þess að ekki eru fleiri konur á þingi, sem svo mjög hefur verið gagnrýnt, er samsetning þingmannahópa Miðflokks og Sjálfstæðisflokks. Ýmsir hafa túlkað niðurstöður kosninganna sem ákall um aukið samtal milli flokka. Sex flokka ríkisstjórn væri svar við slíku kalli. Liggi fyrir samkomulag milli þessara flokka hvað þetta varðar og innan tíðar er í raun ekkert því til fyrirstöðu að Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðveldisins feli Katrínu Jakobsdóttur myndun slíkrar ríkisstjórnar. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigurður Ingi með trompin á hendi Formenn stjórnmálaflokkanna gengu á fund forseta Íslands í gær. Margir báðu forsetann um svigrúm til að tala saman. Framsóknarflokkurinn er í algjörri lykilstöðu við myndunn nýrrar stjórnar. 31. október 2017 06:00 Aðstæður fyrir minnihlutastjórn betri en oft áður Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að ekki sé hefð fyrir minnihlutastjórnum hér á landi því Alþingi sé óvenjulega valdamikið þing og yfirleitt vettvangur opinberrar stefnumótunar. Hann segir að aðstæður fyrir minnihlutastjórn séu betri núna vegna breytinga á valdheimildum ráðherra. 31. október 2017 20:30 Framsókn ræður miklu um mögulegt stjórnarsamstarf til hægri og vinstri Afstaða Framsóknarflokksins til samstarfs við Viðreisn og Samfylkinguna gæti ráðið miklu um hvort fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar ná saman um myndun ríkisstjórnar, en forystufólk þessara flokka hefur rætt saman óformlega í dag. 31. október 2017 19:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis er nú unnið að því markvisst að skrúfa saman stjórn sem samanstendur af öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg, myndi leiða þá ríkisstjórn. Þetta myndi þýða sex flokka ríkisstjórn og þarf vart að hafa um það mörg orð að hér yrði um sögulega tilraun að ræða varðandi ríkisstjórnarsamstarf.Lykillinn þreyta gagnvart undirliggjandi spillingarumræðuMiklar viðræður hafa verið í allan dag milli leiðtoga flokkanna og samkvæmt heimildum Vísis hafa þær viðræður þróast í þessa átt. Heimildarmaður Vísis orðar það svo að lykillinn að slíku mynstri er að stjórnin yrði Panamaprinsalaus, það er metið svo að þó spillingarmál tengd Panamaskjölunum hafi ekki verið ofarlega á baugi í kosningabaráttunni séu þau undirliggjandi ástæða þess að tvær síðustu ríkisstjórnir hafa sprungið í loft upp. Fólk bara er búið að fá nóg af slíku, að sögn eins viðmælanda Vísis. Nú ríður á að fá frið í stjórnmálunum. Er það metið svo að það yrði aldrei friður um ríkisstjórn með þá Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð innanborðs.Ef þessi hugmynd gengur eftir verða þeir Bjarni og Sigmundur úti í sal og leiða stjórnarandstöðuna.visir/ValliFramsókn hefur verið sögð í lykilstöðu í tengslum við stjórnarmyndun, þó blaðamanni Vísis hafi verið bent á að stjórn án Framsóknar sé vissulega inni í myndinni. Samkvæmt heimildum Vísis er einhugur um þessa hugmynd innan vébanda Framsóknarmanna og fór Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, býsna langt með að upplýsa um þessar þreifingar í kvöldfréttatíma RÚV í kvöld.Engin óyfirstíganleg ágreiningsefniÞeir sem Vísir talaði við voru á því að þetta gæti verið snjall leikur, Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið fyrir margvíslegum úrbótum fyrir þrifum að mati viðmælanda blaðamanns. En, nú sé hægt að skoða aðgerðir í húsnæðismálum, endurskipulagning fjármálakerfis að teknu tilliti til vaxtastefnu, samfélagsbanki var nefndur í eyru blaðamanns Vísis, lífeyrissjóðakerfið og svissneska leiðin svokölluð – menn sjá ekkert því til fyrirstöðu að klára þessi mál þó aðkoma svo margra flokka að ríkisstjórnarsamstarfi væri reyndin. Ekki ætti að þurfa að vera djúpstæður ágreiningur um endurskoðun stjórnarskrár sem og fiskveiðikerfisins. Klára þessi mál, segir einn viðmælandi Vísis í baklandinu, sem er mjög áfram um að á þetta verði látið reyna.Jafnréttismálin í góðu horfi Þá horfa heimildarmenn Vísis einnig til þess að erfiðar kjaraviðræður eru handan horns en bæði ASÍ og SA ættu greitt talsamband inn í ríkisstjórn Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks, Viðreisnar, Pírata og Flokks fólksins. Og síðast en ekki síst jafnréttismálin því ef af þessu yrði eru meiri líkur en minni á að fleiri konur yrðu ráðherrar í slíkri ríkisstjórn en ekki. Ein helsta ástæða þess að ekki eru fleiri konur á þingi, sem svo mjög hefur verið gagnrýnt, er samsetning þingmannahópa Miðflokks og Sjálfstæðisflokks. Ýmsir hafa túlkað niðurstöður kosninganna sem ákall um aukið samtal milli flokka. Sex flokka ríkisstjórn væri svar við slíku kalli. Liggi fyrir samkomulag milli þessara flokka hvað þetta varðar og innan tíðar er í raun ekkert því til fyrirstöðu að Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðveldisins feli Katrínu Jakobsdóttur myndun slíkrar ríkisstjórnar.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigurður Ingi með trompin á hendi Formenn stjórnmálaflokkanna gengu á fund forseta Íslands í gær. Margir báðu forsetann um svigrúm til að tala saman. Framsóknarflokkurinn er í algjörri lykilstöðu við myndunn nýrrar stjórnar. 31. október 2017 06:00 Aðstæður fyrir minnihlutastjórn betri en oft áður Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að ekki sé hefð fyrir minnihlutastjórnum hér á landi því Alþingi sé óvenjulega valdamikið þing og yfirleitt vettvangur opinberrar stefnumótunar. Hann segir að aðstæður fyrir minnihlutastjórn séu betri núna vegna breytinga á valdheimildum ráðherra. 31. október 2017 20:30 Framsókn ræður miklu um mögulegt stjórnarsamstarf til hægri og vinstri Afstaða Framsóknarflokksins til samstarfs við Viðreisn og Samfylkinguna gæti ráðið miklu um hvort fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar ná saman um myndun ríkisstjórnar, en forystufólk þessara flokka hefur rætt saman óformlega í dag. 31. október 2017 19:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira
Sigurður Ingi með trompin á hendi Formenn stjórnmálaflokkanna gengu á fund forseta Íslands í gær. Margir báðu forsetann um svigrúm til að tala saman. Framsóknarflokkurinn er í algjörri lykilstöðu við myndunn nýrrar stjórnar. 31. október 2017 06:00
Aðstæður fyrir minnihlutastjórn betri en oft áður Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að ekki sé hefð fyrir minnihlutastjórnum hér á landi því Alþingi sé óvenjulega valdamikið þing og yfirleitt vettvangur opinberrar stefnumótunar. Hann segir að aðstæður fyrir minnihlutastjórn séu betri núna vegna breytinga á valdheimildum ráðherra. 31. október 2017 20:30
Framsókn ræður miklu um mögulegt stjórnarsamstarf til hægri og vinstri Afstaða Framsóknarflokksins til samstarfs við Viðreisn og Samfylkinguna gæti ráðið miklu um hvort fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar ná saman um myndun ríkisstjórnar, en forystufólk þessara flokka hefur rætt saman óformlega í dag. 31. október 2017 19:45