Neymar færði Messi vondar fréttir í brúðkaupsgjöf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2017 08:45 Xavi, Lionel Messi og Neymar. Vísir/Getty Lionel Messi bauð þáverandi liðsfélaga sínum Neymar í brúðkaup sitt síðasta sumar en það er óhætt að segja að þar hafi Brasilíumaðurinn stolið senunni frá Argentínumanninum. Xavi, goðsögnin hjá Barcelona, var einnig gestur í brúðkaupinu og hann hefur nú greint frá því hvað Neymar gerði í brúðkaupi Messi. Brúðkaupið fór fram í júlí og þar sagði Neymar frá því að hann væri á förum frá Barcelona. Franska liðið Paris Saint-Germain keypti Neymar síðan á 222 milljónir evra í ágúst en Neymar spilaði í fjögur tímabil með Barcelona-liðinu. Xavi var liðsfélagi Neymar á tveimur fyrstu tímabilum hans á Nývangi en lagði svo skóna á hilluna. „Hann sagði okkur það í brúðkaupi Messi að hann vildi breyta um lið. Ég spurði hann af hverju og hann sagðist ekki vera ánægður í Barcelona. Þetta var hans ákvörðun og við verðum að virða hana,“ sagði Xavi við BBC en þessi fyrrum frábæri miðjumaður hefur trú á Neymar á nýja staðnum. „Ég tel að með Neymar og Kylian Mbappe þá eigi PSG góða möguleika á því að vinna Meistaradeildina,“ sagði Xavi. Xavi sagði frá þessu í viðtali við BBC en þar talaði hann einnig um möguleikann á að fara til Manchester United á sínum tíma. Martin Ferguson, bróðir Sir Alex Ferguson, var njósnari fyrir Manchester United og vildi reyna sannfæra Xavi um að koma til enska liðsins. Xavi valdi það hinsvegar að vera áfram hjá Barcelona því að það hafi verið hans uppáhaldslið. Xavi spilaði alls í sautján ár hjá félaginu og vann með því 25 titla. „Ég vildi vera alltaf í Barcelona. Þetta er mitt uppáhaldslið. Barcelona á stað í hjarta mínu,“ sagði Xavi. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Lionel Messi bauð þáverandi liðsfélaga sínum Neymar í brúðkaup sitt síðasta sumar en það er óhætt að segja að þar hafi Brasilíumaðurinn stolið senunni frá Argentínumanninum. Xavi, goðsögnin hjá Barcelona, var einnig gestur í brúðkaupinu og hann hefur nú greint frá því hvað Neymar gerði í brúðkaupi Messi. Brúðkaupið fór fram í júlí og þar sagði Neymar frá því að hann væri á förum frá Barcelona. Franska liðið Paris Saint-Germain keypti Neymar síðan á 222 milljónir evra í ágúst en Neymar spilaði í fjögur tímabil með Barcelona-liðinu. Xavi var liðsfélagi Neymar á tveimur fyrstu tímabilum hans á Nývangi en lagði svo skóna á hilluna. „Hann sagði okkur það í brúðkaupi Messi að hann vildi breyta um lið. Ég spurði hann af hverju og hann sagðist ekki vera ánægður í Barcelona. Þetta var hans ákvörðun og við verðum að virða hana,“ sagði Xavi við BBC en þessi fyrrum frábæri miðjumaður hefur trú á Neymar á nýja staðnum. „Ég tel að með Neymar og Kylian Mbappe þá eigi PSG góða möguleika á því að vinna Meistaradeildina,“ sagði Xavi. Xavi sagði frá þessu í viðtali við BBC en þar talaði hann einnig um möguleikann á að fara til Manchester United á sínum tíma. Martin Ferguson, bróðir Sir Alex Ferguson, var njósnari fyrir Manchester United og vildi reyna sannfæra Xavi um að koma til enska liðsins. Xavi valdi það hinsvegar að vera áfram hjá Barcelona því að það hafi verið hans uppáhaldslið. Xavi spilaði alls í sautján ár hjá félaginu og vann með því 25 titla. „Ég vildi vera alltaf í Barcelona. Þetta er mitt uppáhaldslið. Barcelona á stað í hjarta mínu,“ sagði Xavi.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira