Cerrone hafði aldrei heyrt um andstæðinginn þegar bardaginn var staðfestur Pétur Marinó Jónsson skrifar 21. október 2017 12:30 Vísir/Getty Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. Donald Cerrone er einn allra vinsælasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Honum er alveg sama um alla styrkleikalista og er til í að berjast við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Það sannaði hann enn á ný þegar UFC bauð honum að berjast við óþekktan Breta á litlu bardagakvöldi í Póllandi. Cerrone hikaði ekki í eina sekúndu þegar UFC bauð honum að berjast við Darren Till. Cerrone hafði aldrei heyrt um hann þá og veit svo sem ekki mikið um hann í dag. Hann er þó með reynslumikla þjálfara með sér sem vita allt sem hann þarf að vita um Darren Till. Sigur fyrir Cerrone gerir afskaplega lítið fyrir hann á meðan sigur fyrir Till væri hans langstærsti sigur á ferlinum. Þessi 24 ára Breti er ósigraður á MMA ferlinum og með þrjá sigra og eitt jafntefli í UFC. Þegar Till var tvítugur var líferni hans utan æfinga ekki til fyrirmyndar. Hann ákvað því að flytja til Brasilíu í sex mánuði en endaði á að búa þar í tæp fjögur ár. Hann er nú fluttur aftur heim en nýtti tímann vel í Brasilíu þar sem fyrstu 11 bardagar hans fóru fram. Eftir sinn síðasta sigur vildi Till fá Santiago Ponzinibbio til að sýna og sanna að enginn gæti staðið með honum í búrinu. Ekki varð honum að ósk sinni en fékk þess í stað mun stærri bardaga. Donald Cerrone fær hér kjörið tækifæri til að komast aftur á sigurbraut eftir tvö töp í röð. Darren Till mun hins vegar gera allt sem í hans valdi stendur til að nýta þetta risastóra tækifæri en sigur á Cerrone kemur honum óvænt í titilbaráttuna í veltivigtinni. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Gdansk í Póllandi í kvöld. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. MMA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. Donald Cerrone er einn allra vinsælasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Honum er alveg sama um alla styrkleikalista og er til í að berjast við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Það sannaði hann enn á ný þegar UFC bauð honum að berjast við óþekktan Breta á litlu bardagakvöldi í Póllandi. Cerrone hikaði ekki í eina sekúndu þegar UFC bauð honum að berjast við Darren Till. Cerrone hafði aldrei heyrt um hann þá og veit svo sem ekki mikið um hann í dag. Hann er þó með reynslumikla þjálfara með sér sem vita allt sem hann þarf að vita um Darren Till. Sigur fyrir Cerrone gerir afskaplega lítið fyrir hann á meðan sigur fyrir Till væri hans langstærsti sigur á ferlinum. Þessi 24 ára Breti er ósigraður á MMA ferlinum og með þrjá sigra og eitt jafntefli í UFC. Þegar Till var tvítugur var líferni hans utan æfinga ekki til fyrirmyndar. Hann ákvað því að flytja til Brasilíu í sex mánuði en endaði á að búa þar í tæp fjögur ár. Hann er nú fluttur aftur heim en nýtti tímann vel í Brasilíu þar sem fyrstu 11 bardagar hans fóru fram. Eftir sinn síðasta sigur vildi Till fá Santiago Ponzinibbio til að sýna og sanna að enginn gæti staðið með honum í búrinu. Ekki varð honum að ósk sinni en fékk þess í stað mun stærri bardaga. Donald Cerrone fær hér kjörið tækifæri til að komast aftur á sigurbraut eftir tvö töp í röð. Darren Till mun hins vegar gera allt sem í hans valdi stendur til að nýta þetta risastóra tækifæri en sigur á Cerrone kemur honum óvænt í titilbaráttuna í veltivigtinni. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Gdansk í Póllandi í kvöld. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
MMA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira