Tókust á um svissnesku leiðina: „Á ég að taka lán frá gömlu Sunnu?“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. október 2017 14:21 Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknar, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mættu í Bítið í morgun. Frambjóðandi Pírata segir ekki gott ef stjórnmálamenn leggja fram lausnir sem fela í sér að færa vandamálin inn í framtíðina. Þar vísar hún til „svissnesku leiðarinnar“ sem Framsóknarflokkurinn hefur lagt til. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mættust í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddu pólitíkina nú fyrir komandi þingkosningar. Að mestu voru þingmennirnir sammála, til dæmis um fjármögnun helstu innviða og um það að auka gagnsæi í stjórnsýslunni. Þær vildu þó fara mismunandi leiðir í húsnæðismálum en Píratar vilja leggja ellefu milljarða króna í stofnframlög á nýbyggingum strax á næsta þingi en Framsókn leggur til svokallaða „svissneska leið“ þar sem fólk getur tekið úr lífeyrissparnaði sínum og sett í útborgun í íbúð. Þórhildur Sunna var efins um svissnesku leiðina. „Það sem ég hef ekki alveg skilið með þessa svissneska leið, ég fæ á tilfinninguna að þar sé verið að auka peningamagn í umferð og verið að auka líkur á að húsnæðisverð hækki meðfram því. Og að það eigi að vera hægt að taka lífeyrisgreiðslur… Mér finnst einhvern veginn eins og það sé alltaf verið að biðja okkur um að taka lán frá eldri kynslóðinni, það er að segja okkur sem eldri. Á ég að taka lán frá gömlu Sunnu? Á ég alltaf að taka lán frá gömlu Sunnu?“ Lilja segir Sunnu þó eitthvað vera að misskilja þá leið sem Framsókn leggi til. „Fólk er í raun að taka lán frá sjálfu sér.“ Hún segir að það sem gerist sé að þegar viðkomandi aðili selji fasteignina þá skili það iðgjaldinu aftur. „Í millitíðinni er viðkomandi aðili að fjárfesta í sjálfu sér. Peningarnir eru ekki að fara inn á leigumarkaðinn heldur er verið að greiða fyrir eigið húsnæði.“ Þórhildur Sunna segir vel hægt að skoða þessa leið en að henni þyki varhugavert að fara alltaf þá leið að taka lán frá framtíðinni. Hlusta má að samtal þeirra Lilju og Sunnu í spilaranum að neðan. Að neðan má svo hlusta á innslag Bítisins í heild sinni. Kosningar 2017 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Frambjóðandi Pírata segir ekki gott ef stjórnmálamenn leggja fram lausnir sem fela í sér að færa vandamálin inn í framtíðina. Þar vísar hún til „svissnesku leiðarinnar“ sem Framsóknarflokkurinn hefur lagt til. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mættust í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddu pólitíkina nú fyrir komandi þingkosningar. Að mestu voru þingmennirnir sammála, til dæmis um fjármögnun helstu innviða og um það að auka gagnsæi í stjórnsýslunni. Þær vildu þó fara mismunandi leiðir í húsnæðismálum en Píratar vilja leggja ellefu milljarða króna í stofnframlög á nýbyggingum strax á næsta þingi en Framsókn leggur til svokallaða „svissneska leið“ þar sem fólk getur tekið úr lífeyrissparnaði sínum og sett í útborgun í íbúð. Þórhildur Sunna var efins um svissnesku leiðina. „Það sem ég hef ekki alveg skilið með þessa svissneska leið, ég fæ á tilfinninguna að þar sé verið að auka peningamagn í umferð og verið að auka líkur á að húsnæðisverð hækki meðfram því. Og að það eigi að vera hægt að taka lífeyrisgreiðslur… Mér finnst einhvern veginn eins og það sé alltaf verið að biðja okkur um að taka lán frá eldri kynslóðinni, það er að segja okkur sem eldri. Á ég að taka lán frá gömlu Sunnu? Á ég alltaf að taka lán frá gömlu Sunnu?“ Lilja segir Sunnu þó eitthvað vera að misskilja þá leið sem Framsókn leggi til. „Fólk er í raun að taka lán frá sjálfu sér.“ Hún segir að það sem gerist sé að þegar viðkomandi aðili selji fasteignina þá skili það iðgjaldinu aftur. „Í millitíðinni er viðkomandi aðili að fjárfesta í sjálfu sér. Peningarnir eru ekki að fara inn á leigumarkaðinn heldur er verið að greiða fyrir eigið húsnæði.“ Þórhildur Sunna segir vel hægt að skoða þessa leið en að henni þyki varhugavert að fara alltaf þá leið að taka lán frá framtíðinni. Hlusta má að samtal þeirra Lilju og Sunnu í spilaranum að neðan. Að neðan má svo hlusta á innslag Bítisins í heild sinni.
Kosningar 2017 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira