Fyrir hvað standa stjórnmálaflokkar? Leifur Finnbogason skrifar 25. október 2017 08:07 Fyrir hvað standa stjórnmálaflokkar? Öll stefnumótun hlýtur að byggjast á einhverju, ákveðnum hugmyndum, ákveðnum gildum. Ég get ekki svarað fyrir alla. En ég get svarað því á hverju stefnumótun Pírata byggist. Stefnur Pírata í hinum ýmsu málum byggja allar á grunnstefnu Pírata sem öllum er aðgengileg á netinu. Engin stefna má ganga gegn grunnstefnu Pírata. Hver er þá þessi grunnstefna? Grunnstefnan skiptist niður í sex stutta kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu. Í því felst einfaldlega að stefnur Pírata þurfa að taka mið af þeirri þekkingu og þeim gögnum sem fyrir liggja. Allar ákvarðanir þurfa einnig að vera endurskoðanlegar, komi fram ný gögn eða ný þekking. Stefnur Pírata þurfa því að standast skoðun óháðra aðila eins og hver önnur vísindi. Annar kaflinn fjallar um borgararéttindi. Píratar skilgreina borgararéttindi sem svo: „Borgararéttindi eru lögbundin réttindi einstaklings til að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi. Til borgararéttinda telst meðal annars kosningaréttur, trúfrelsi, málfrelsi, prentfrelsi og rétturinn til að taka þátt í friðsamlegum mótmælum.“ Píratar vilja standa vörð um núverandi réttindi og efla þau eins og hægt er. Þriðji kaflinn fjallar um friðhelgi einkalífsins. Píratar vilja að allir eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi. Slík leynd á þó aldrei að ganga svo langt að hún gangi á réttindi annarra. Slík leynd ætti heldur aldrei að firra einstaklinginn ábyrgð. Fjórði kaflinn fjallar um gagnsæi og ábyrgð. Píratar álykta að til þess að einstaklingur geti borið ábyrgð þurfi hann að hafa getu til þess að taka ákvarðanir. Gagnsæi felst í því að hinir valdameiri opni sig gagnvart hinum valdaminni. Í stjórnsýslu er gagnsæi mikilvægt svo almenningur geti verið upplýstur um ákvarðanir stjórnvalda, einfaldlega til þess að almenningur geti tekið upplýsta ákvörðun um aðgerðir viðkomandi stjórnvalda. Píratar vilja því að upplýsingar séu öllum aðgengilegar svo allir geti tekið upplýsta ákvörðun. Allir ættu líka að hafa rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða þeirra eigin málefni. Allir ættu líka að fá að vita hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Fimmti kaflinn fjallar um upplýsinga- og tjáningarfrelsi. Þar kemur fram að allir ættu að hafa ótakmarkað frelsi til að safna og miðla upplýsingum, sem og til að tjá sig. Einu undantekningarnar á því eru ef gengið yrði á borgararéttindi einstaklinga, sbr. annan kafla. Sjötti kaflinn fjallar um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Þar er ítrekað að allir einstaklingar ættu að hafa rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða þá sjálfa. Þar er ítrekað að gagnsæ stjórnsýsla hjálpi við að tryggja slík réttindi. Píratar vilja draga úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla beint lýðræði þar sem kostur er. Á ofangreindu byggist öll stefnumótun Pírata. Það gerir Pírötum erfitt að koma með innantóm kosningaloforð. Það sem Píratar segja þarf nefnilega að standast skoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir hvað standa stjórnmálaflokkar? Öll stefnumótun hlýtur að byggjast á einhverju, ákveðnum hugmyndum, ákveðnum gildum. Ég get ekki svarað fyrir alla. En ég get svarað því á hverju stefnumótun Pírata byggist. Stefnur Pírata í hinum ýmsu málum byggja allar á grunnstefnu Pírata sem öllum er aðgengileg á netinu. Engin stefna má ganga gegn grunnstefnu Pírata. Hver er þá þessi grunnstefna? Grunnstefnan skiptist niður í sex stutta kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu. Í því felst einfaldlega að stefnur Pírata þurfa að taka mið af þeirri þekkingu og þeim gögnum sem fyrir liggja. Allar ákvarðanir þurfa einnig að vera endurskoðanlegar, komi fram ný gögn eða ný þekking. Stefnur Pírata þurfa því að standast skoðun óháðra aðila eins og hver önnur vísindi. Annar kaflinn fjallar um borgararéttindi. Píratar skilgreina borgararéttindi sem svo: „Borgararéttindi eru lögbundin réttindi einstaklings til að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi. Til borgararéttinda telst meðal annars kosningaréttur, trúfrelsi, málfrelsi, prentfrelsi og rétturinn til að taka þátt í friðsamlegum mótmælum.“ Píratar vilja standa vörð um núverandi réttindi og efla þau eins og hægt er. Þriðji kaflinn fjallar um friðhelgi einkalífsins. Píratar vilja að allir eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi. Slík leynd á þó aldrei að ganga svo langt að hún gangi á réttindi annarra. Slík leynd ætti heldur aldrei að firra einstaklinginn ábyrgð. Fjórði kaflinn fjallar um gagnsæi og ábyrgð. Píratar álykta að til þess að einstaklingur geti borið ábyrgð þurfi hann að hafa getu til þess að taka ákvarðanir. Gagnsæi felst í því að hinir valdameiri opni sig gagnvart hinum valdaminni. Í stjórnsýslu er gagnsæi mikilvægt svo almenningur geti verið upplýstur um ákvarðanir stjórnvalda, einfaldlega til þess að almenningur geti tekið upplýsta ákvörðun um aðgerðir viðkomandi stjórnvalda. Píratar vilja því að upplýsingar séu öllum aðgengilegar svo allir geti tekið upplýsta ákvörðun. Allir ættu líka að hafa rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða þeirra eigin málefni. Allir ættu líka að fá að vita hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Fimmti kaflinn fjallar um upplýsinga- og tjáningarfrelsi. Þar kemur fram að allir ættu að hafa ótakmarkað frelsi til að safna og miðla upplýsingum, sem og til að tjá sig. Einu undantekningarnar á því eru ef gengið yrði á borgararéttindi einstaklinga, sbr. annan kafla. Sjötti kaflinn fjallar um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Þar er ítrekað að allir einstaklingar ættu að hafa rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða þá sjálfa. Þar er ítrekað að gagnsæ stjórnsýsla hjálpi við að tryggja slík réttindi. Píratar vilja draga úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla beint lýðræði þar sem kostur er. Á ofangreindu byggist öll stefnumótun Pírata. Það gerir Pírötum erfitt að koma með innantóm kosningaloforð. Það sem Píratar segja þarf nefnilega að standast skoðun.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun