Hagtölur hugga ekki listlausa þjóð Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. október 2017 07:00 Þar sem komið er að kosningum stenst ég ekki mátið að taka smá flautuleik tileinkaðan stjórnmálamönnum og kjósendum sem telja að menning og list sé eitthvert lúxushobbí sem einungis sé hægt að leyfa sér að njóta þegar konur og menn hafa komið ár sinni vel fyrir borð. Við þá vildi ég segja þetta: menning og listir eru mikilvægari en vísindi og hagtölur út af þeirri einföldu ástæðu að lífið er eins og ferðalag sem maður leggur í til að leita að ástæðunni fyrir tilverunni. En lífið er líka kaotískt og kómískt, með ótal ranghala, svo enginn finnur ástæðuna fyrir þessari tilveru í allri óreiðunni. Hvað gerir maður þá? Jú, þá sest maður niður og fer að hlusta á fuglasönginn, horfa til fjalla og finna ylinn á vanga, tala við fólk og jafnvel að reyna að skilja það. Og ef maður finnur fegurðina í þessu öllu ákveður maður að þrátt fyrir allt saman sé það þess virði að staldra við. Þó við séum eins og Steinn Steinarr, sem líkti lífi sínu við innkaupaferð þar sem hann var löngu búinn að gleyma hvað hann átti að kaupa loks þegar hann kom í kaupstaðinn, þá er til svo mikil fegurð í þessu öllu saman sem gerir innkaupaferðina vel þess virði að leggja í hana. Og menning og list er einmitt þetta, viðleitni til að finna fegurðina í lífinu og djúpa ástæðu til að staldra hér við. Þetta er forgangsmál því þrátt fyrir blússandi hagvöxt og nýjustu tækni og vísindi verða enn þá alltof margir firringu og vonleysi að bráð, með hinum verstu afleiðingum. Ég vitna í orð Þórarins Eldjárns sem sagði að áföll og óhamingja væru ekki það sama til að undirstrika að ég er ekki að tala um að menning og listir verndi okkur frá áföllum heldur sannfæri okkur um gildi þess að vera hér og nú þrátt fyrir allt saman. Við eyðum allt of miklum tíma og of mikilli orku í peninga og hégóma sem í raun geta ósköp litlu breytt: því ef þú ert kjáni verður þú það áfram þó þú eignist jeppa, þó þú verðir ríkur, þó þú verðir frægur og þó þú eignist flottasta makann. Ekkert af þessu breytir þér í raun og veru, það eina sem gerir það er dýpri og fegurri sýn á lífið. Og ef stjórnmálamenn hafa ekki áhuga á þessu ættu þeir að bjóða sig fram í landi hinna dauðu því þegar öllu er á botninn hvolft þurfum við ekki allan þennan pening, öll þessi tól né allar þessar útskýringar. Við þurfum að finna fegurðina á þessu ferðalagi. Annars fer okkur að þykja þetta allt ein erindisleysa og engar hagtölur geta huggað mann með slíka upplifun. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Þar sem komið er að kosningum stenst ég ekki mátið að taka smá flautuleik tileinkaðan stjórnmálamönnum og kjósendum sem telja að menning og list sé eitthvert lúxushobbí sem einungis sé hægt að leyfa sér að njóta þegar konur og menn hafa komið ár sinni vel fyrir borð. Við þá vildi ég segja þetta: menning og listir eru mikilvægari en vísindi og hagtölur út af þeirri einföldu ástæðu að lífið er eins og ferðalag sem maður leggur í til að leita að ástæðunni fyrir tilverunni. En lífið er líka kaotískt og kómískt, með ótal ranghala, svo enginn finnur ástæðuna fyrir þessari tilveru í allri óreiðunni. Hvað gerir maður þá? Jú, þá sest maður niður og fer að hlusta á fuglasönginn, horfa til fjalla og finna ylinn á vanga, tala við fólk og jafnvel að reyna að skilja það. Og ef maður finnur fegurðina í þessu öllu ákveður maður að þrátt fyrir allt saman sé það þess virði að staldra við. Þó við séum eins og Steinn Steinarr, sem líkti lífi sínu við innkaupaferð þar sem hann var löngu búinn að gleyma hvað hann átti að kaupa loks þegar hann kom í kaupstaðinn, þá er til svo mikil fegurð í þessu öllu saman sem gerir innkaupaferðina vel þess virði að leggja í hana. Og menning og list er einmitt þetta, viðleitni til að finna fegurðina í lífinu og djúpa ástæðu til að staldra hér við. Þetta er forgangsmál því þrátt fyrir blússandi hagvöxt og nýjustu tækni og vísindi verða enn þá alltof margir firringu og vonleysi að bráð, með hinum verstu afleiðingum. Ég vitna í orð Þórarins Eldjárns sem sagði að áföll og óhamingja væru ekki það sama til að undirstrika að ég er ekki að tala um að menning og listir verndi okkur frá áföllum heldur sannfæri okkur um gildi þess að vera hér og nú þrátt fyrir allt saman. Við eyðum allt of miklum tíma og of mikilli orku í peninga og hégóma sem í raun geta ósköp litlu breytt: því ef þú ert kjáni verður þú það áfram þó þú eignist jeppa, þó þú verðir ríkur, þó þú verðir frægur og þó þú eignist flottasta makann. Ekkert af þessu breytir þér í raun og veru, það eina sem gerir það er dýpri og fegurri sýn á lífið. Og ef stjórnmálamenn hafa ekki áhuga á þessu ættu þeir að bjóða sig fram í landi hinna dauðu því þegar öllu er á botninn hvolft þurfum við ekki allan þennan pening, öll þessi tól né allar þessar útskýringar. Við þurfum að finna fegurðina á þessu ferðalagi. Annars fer okkur að þykja þetta allt ein erindisleysa og engar hagtölur geta huggað mann með slíka upplifun. Höfundur er rithöfundur.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun