Hagtölur hugga ekki listlausa þjóð Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. október 2017 07:00 Þar sem komið er að kosningum stenst ég ekki mátið að taka smá flautuleik tileinkaðan stjórnmálamönnum og kjósendum sem telja að menning og list sé eitthvert lúxushobbí sem einungis sé hægt að leyfa sér að njóta þegar konur og menn hafa komið ár sinni vel fyrir borð. Við þá vildi ég segja þetta: menning og listir eru mikilvægari en vísindi og hagtölur út af þeirri einföldu ástæðu að lífið er eins og ferðalag sem maður leggur í til að leita að ástæðunni fyrir tilverunni. En lífið er líka kaotískt og kómískt, með ótal ranghala, svo enginn finnur ástæðuna fyrir þessari tilveru í allri óreiðunni. Hvað gerir maður þá? Jú, þá sest maður niður og fer að hlusta á fuglasönginn, horfa til fjalla og finna ylinn á vanga, tala við fólk og jafnvel að reyna að skilja það. Og ef maður finnur fegurðina í þessu öllu ákveður maður að þrátt fyrir allt saman sé það þess virði að staldra við. Þó við séum eins og Steinn Steinarr, sem líkti lífi sínu við innkaupaferð þar sem hann var löngu búinn að gleyma hvað hann átti að kaupa loks þegar hann kom í kaupstaðinn, þá er til svo mikil fegurð í þessu öllu saman sem gerir innkaupaferðina vel þess virði að leggja í hana. Og menning og list er einmitt þetta, viðleitni til að finna fegurðina í lífinu og djúpa ástæðu til að staldra hér við. Þetta er forgangsmál því þrátt fyrir blússandi hagvöxt og nýjustu tækni og vísindi verða enn þá alltof margir firringu og vonleysi að bráð, með hinum verstu afleiðingum. Ég vitna í orð Þórarins Eldjárns sem sagði að áföll og óhamingja væru ekki það sama til að undirstrika að ég er ekki að tala um að menning og listir verndi okkur frá áföllum heldur sannfæri okkur um gildi þess að vera hér og nú þrátt fyrir allt saman. Við eyðum allt of miklum tíma og of mikilli orku í peninga og hégóma sem í raun geta ósköp litlu breytt: því ef þú ert kjáni verður þú það áfram þó þú eignist jeppa, þó þú verðir ríkur, þó þú verðir frægur og þó þú eignist flottasta makann. Ekkert af þessu breytir þér í raun og veru, það eina sem gerir það er dýpri og fegurri sýn á lífið. Og ef stjórnmálamenn hafa ekki áhuga á þessu ættu þeir að bjóða sig fram í landi hinna dauðu því þegar öllu er á botninn hvolft þurfum við ekki allan þennan pening, öll þessi tól né allar þessar útskýringar. Við þurfum að finna fegurðina á þessu ferðalagi. Annars fer okkur að þykja þetta allt ein erindisleysa og engar hagtölur geta huggað mann með slíka upplifun. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þar sem komið er að kosningum stenst ég ekki mátið að taka smá flautuleik tileinkaðan stjórnmálamönnum og kjósendum sem telja að menning og list sé eitthvert lúxushobbí sem einungis sé hægt að leyfa sér að njóta þegar konur og menn hafa komið ár sinni vel fyrir borð. Við þá vildi ég segja þetta: menning og listir eru mikilvægari en vísindi og hagtölur út af þeirri einföldu ástæðu að lífið er eins og ferðalag sem maður leggur í til að leita að ástæðunni fyrir tilverunni. En lífið er líka kaotískt og kómískt, með ótal ranghala, svo enginn finnur ástæðuna fyrir þessari tilveru í allri óreiðunni. Hvað gerir maður þá? Jú, þá sest maður niður og fer að hlusta á fuglasönginn, horfa til fjalla og finna ylinn á vanga, tala við fólk og jafnvel að reyna að skilja það. Og ef maður finnur fegurðina í þessu öllu ákveður maður að þrátt fyrir allt saman sé það þess virði að staldra við. Þó við séum eins og Steinn Steinarr, sem líkti lífi sínu við innkaupaferð þar sem hann var löngu búinn að gleyma hvað hann átti að kaupa loks þegar hann kom í kaupstaðinn, þá er til svo mikil fegurð í þessu öllu saman sem gerir innkaupaferðina vel þess virði að leggja í hana. Og menning og list er einmitt þetta, viðleitni til að finna fegurðina í lífinu og djúpa ástæðu til að staldra hér við. Þetta er forgangsmál því þrátt fyrir blússandi hagvöxt og nýjustu tækni og vísindi verða enn þá alltof margir firringu og vonleysi að bráð, með hinum verstu afleiðingum. Ég vitna í orð Þórarins Eldjárns sem sagði að áföll og óhamingja væru ekki það sama til að undirstrika að ég er ekki að tala um að menning og listir verndi okkur frá áföllum heldur sannfæri okkur um gildi þess að vera hér og nú þrátt fyrir allt saman. Við eyðum allt of miklum tíma og of mikilli orku í peninga og hégóma sem í raun geta ósköp litlu breytt: því ef þú ert kjáni verður þú það áfram þó þú eignist jeppa, þó þú verðir ríkur, þó þú verðir frægur og þó þú eignist flottasta makann. Ekkert af þessu breytir þér í raun og veru, það eina sem gerir það er dýpri og fegurri sýn á lífið. Og ef stjórnmálamenn hafa ekki áhuga á þessu ættu þeir að bjóða sig fram í landi hinna dauðu því þegar öllu er á botninn hvolft þurfum við ekki allan þennan pening, öll þessi tól né allar þessar útskýringar. Við þurfum að finna fegurðina á þessu ferðalagi. Annars fer okkur að þykja þetta allt ein erindisleysa og engar hagtölur geta huggað mann með slíka upplifun. Höfundur er rithöfundur.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun