Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. október 2017 04:00 Tæplega fjórðungur landsmanna segist ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. vísir/friðrik þór Þingflokkur Samfylkingarinnar gæti þrefaldast að stærð að loknum kosningum. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins fengi flokkurinn rúmlega 14 prósenta fylgi ef kosið væri nú. Hann var með 5,37 prósenta fylgi eftir kosningarnar fyrir ári. Sjálfstæðisflokkurinn yrði stærsti flokkurinn ef kosið væri nú. Hann fengi rúm 24 prósent atkvæða. Vinstri græn yrðu næststærsti flokkurinn með rúm 19 prósent atkvæða. Samfylkingin fengi 14,3 prósent. Miðflokkurinn er með tæp 10 prósent og Píratar með rúm 9 prósent. Þá er Viðreisn með tæp 8 prósent og Framsóknarflokkurinn með rúm 6 prósent. Flokkur fólksins mælist svo með rúmlega 4 prósenta fylgi og Björt framtíð með tæplega 2 prósent. Ef þetta verða niðurstöður kosninganna munu sjö flokkar fá kjörna fulltrúa á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi sautján þingmenn kjörna. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði þá fjórum mönnum færra en í dag. Þingmönnum VG myndi fjölga um fjóra og yrðu þeir alls fjórtán eftir kosningar. Samfylkingin ætti þriðja stærsta þingflokkinn og ættu þar tíu þingmenn sæti í stað þriggja þingmanna núna. Hinn nýi flokkur Sigmundar Davíðs, Miðflokkurinn, ætti sjö fulltrúa á Alþingi. Þá yrðu sex Píratar á Alþingi í stað tíu núna. Þá myndi þingmönnum Viðreisnar fækka um tvo, yrðu fimm en voru sjö eftir síðustu kosningar. Framsókn fengi fjóra þingmenn. Í nýrri könnun Fréttablaðsins er byggt á tvöfalt stærra úrtaki en í fyrri könnunum í október. Vikmörkin eru á bilinu 0,7 til 2,1 prósent.AðferðafræðiHringt var í 2.551 þar til náðist í 1.602 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 23. og 24. október. Svarhlutfallið var 62,8 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 73,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá sögðust 5,4 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 6,5 prósent sögðust óákveðin og 14,3 prósent neituðu að svara spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar gæti þrefaldast að stærð að loknum kosningum. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins fengi flokkurinn rúmlega 14 prósenta fylgi ef kosið væri nú. Hann var með 5,37 prósenta fylgi eftir kosningarnar fyrir ári. Sjálfstæðisflokkurinn yrði stærsti flokkurinn ef kosið væri nú. Hann fengi rúm 24 prósent atkvæða. Vinstri græn yrðu næststærsti flokkurinn með rúm 19 prósent atkvæða. Samfylkingin fengi 14,3 prósent. Miðflokkurinn er með tæp 10 prósent og Píratar með rúm 9 prósent. Þá er Viðreisn með tæp 8 prósent og Framsóknarflokkurinn með rúm 6 prósent. Flokkur fólksins mælist svo með rúmlega 4 prósenta fylgi og Björt framtíð með tæplega 2 prósent. Ef þetta verða niðurstöður kosninganna munu sjö flokkar fá kjörna fulltrúa á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi sautján þingmenn kjörna. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði þá fjórum mönnum færra en í dag. Þingmönnum VG myndi fjölga um fjóra og yrðu þeir alls fjórtán eftir kosningar. Samfylkingin ætti þriðja stærsta þingflokkinn og ættu þar tíu þingmenn sæti í stað þriggja þingmanna núna. Hinn nýi flokkur Sigmundar Davíðs, Miðflokkurinn, ætti sjö fulltrúa á Alþingi. Þá yrðu sex Píratar á Alþingi í stað tíu núna. Þá myndi þingmönnum Viðreisnar fækka um tvo, yrðu fimm en voru sjö eftir síðustu kosningar. Framsókn fengi fjóra þingmenn. Í nýrri könnun Fréttablaðsins er byggt á tvöfalt stærra úrtaki en í fyrri könnunum í október. Vikmörkin eru á bilinu 0,7 til 2,1 prósent.AðferðafræðiHringt var í 2.551 þar til náðist í 1.602 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 23. og 24. október. Svarhlutfallið var 62,8 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 73,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá sögðust 5,4 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 6,5 prósent sögðust óákveðin og 14,3 prósent neituðu að svara spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01