Allt sem þú þarft að vita fyrir kosningarnar á morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. október 2017 09:00 Leiðtogar flokkanna níu sem eiga fulltrúa á Alþingi eða eiga möguleika á að ná inn á þing að loknum kosningaþætti Stöðvar 2 í gærkvöldi. vísir/ernir Kosið verður til Alþingis á morgun, laugardaginn 28. október. Kjörstaðir opna um allt land í fyrramálið. Flestir opna þeir klukkan 9 en kjörstjórnir geta ákveðið að opna þá síðar. Kjörstaðir skulu þó samkvæmt reglum opna á bilinu 9 til 12. Kjörstaðir loka svo ekki seinna en klukkan 22 annað kvöld. Á kjörskrá eru 248.502 einstaklingar skráðir. Þar af eru 124.669 konur og 123.833 karlar. Langflestir eru á kjörskrá í suðvesturkjördæmi, eða 69.498 manns. Kjósandi er á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem hann var með lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, það er þann 23. september síðastliðinn.Hvar átt þú að kjósa?Á kosningavef dómsmálaráðuneytisins er hægt að fletta upp hvar maður er á kjörskrá. Slái maður inn kennitölu sína kemur upp í hvaða kjördæmi skal kjósa, á hvaða kjörstað og í hvaða kjördeild. Kosningarétt hafa allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag og eiga lögheimili hér á landi. Þá hafa kosningarétt íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda eftir 1. desember 2008 og hafa náð 18 ára aldri á kjördag. Íslenskir ríkisborgarar sem fluttu lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2008 hafa kosningarétt hafi þeir sótt um það til Þjóðskrár fyrir 11. október 2017. Erlendir ríkisborgarar hafa ekki kosningarétt við þingkosningar og eru því ekki á kjörskrá. Eina undantekningin frá því eru danskir ríkisborgarar sem hafa kosningarétt samkvæmt lögum númer 85/1946, það er þeir sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tíma á síðustu tíu árum fyrir þann tíma. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Smáralind við hliðina á verslun H&M og er opið þar til klukkan 22 í kvöld. Á morgun er svo opið þar frá milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar má nálgast hér og hér að neðan má sjá myndband með leiðbeiningum um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.Hvernig áttu að kjósa? Framvísa þarf skilríkjum á kjörstað. Rita skal x í reitinn fyrir framan listabókstaf þess flokks sem maður hyggst kjósa. Breyta má uppröðun á þeim lista sem kosinn er með því að setja tölustafinn 1 við nafn þess sem maður vill setja efst, tölustafinn 2 við nafn þess sem maður vill hafa næstan á listanum og svo framvegis. Breyta má uppröðun á lista eins mikið og kjósandi vill. Þá má einnig strika yfir nafn eða nöfn frambjóðenda ef kjósandi vill af einhverri ástæðu hafna einhverjum frambjóðendum. Strika má yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir svo lengi sem minnst einn frambjóðandi standi eftir á listanum. Kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur. Fleira getur ógilt kjörseðilinn. Til að mynda má ekki sýna neinum kjörseðilinn, það er segja hvernig maður hefur kosið, en sé það gert er kjörseðillinn ónýtur og ekki má setja hann í kjörkassann. Þetta þýðir til dæmis að óheimilt er að taka mynd af kjörseðlinum og birta á samfélagsmiðlum en nánari upplýsingar um það sem getur ógilt seðilinn má lesa í þessari frétt Vísis.Hér að neðan má svo sjá myndband um hvernig atkvæðagreiðslan fer fram.Er hægt að fá aðstoð við að kjósa?Ef kjósandi skýrir kjörstjórn frá því að hann geti ekki kosið sökum blindu eða á erfitt með að skrifa skal aðili úr kjörstjórn sem kjósandi velur aðstoða hann í kjörklefanum. Sá sem aðstoðina veitir er bundinn þagnarheiti varðandi atkvæðagreiðsluna en nánari upplýsingar um aðstoð á kjörstað má nálgast hér.Hverjir eru í framboði?Níu flokkar bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Flokkarnir eru eftirfarandi:A-listi Bjartrar framtíðar.B-listi Framsóknarflokksins.C-listi Viðreisnar.D-listi Sjálfstæðisflokksins.F-listi Flokks fólksins.M-listi Miðflokksins.P-listi Pírata.S-listi SamfylkingarinnarV-listi Vinstri grænnaÞá eru tveir flokkar sem bjóða ekki fram í öllum kjördæmum:R-listi Alþýðufylkingarinnar býður fram í Norðausturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum norður og suður.T-listi Dögunar býður fram í Suðurkjördæmi. Kosningar 2017 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Kosið verður til Alþingis á morgun, laugardaginn 28. október. Kjörstaðir opna um allt land í fyrramálið. Flestir opna þeir klukkan 9 en kjörstjórnir geta ákveðið að opna þá síðar. Kjörstaðir skulu þó samkvæmt reglum opna á bilinu 9 til 12. Kjörstaðir loka svo ekki seinna en klukkan 22 annað kvöld. Á kjörskrá eru 248.502 einstaklingar skráðir. Þar af eru 124.669 konur og 123.833 karlar. Langflestir eru á kjörskrá í suðvesturkjördæmi, eða 69.498 manns. Kjósandi er á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem hann var með lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, það er þann 23. september síðastliðinn.Hvar átt þú að kjósa?Á kosningavef dómsmálaráðuneytisins er hægt að fletta upp hvar maður er á kjörskrá. Slái maður inn kennitölu sína kemur upp í hvaða kjördæmi skal kjósa, á hvaða kjörstað og í hvaða kjördeild. Kosningarétt hafa allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag og eiga lögheimili hér á landi. Þá hafa kosningarétt íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda eftir 1. desember 2008 og hafa náð 18 ára aldri á kjördag. Íslenskir ríkisborgarar sem fluttu lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2008 hafa kosningarétt hafi þeir sótt um það til Þjóðskrár fyrir 11. október 2017. Erlendir ríkisborgarar hafa ekki kosningarétt við þingkosningar og eru því ekki á kjörskrá. Eina undantekningin frá því eru danskir ríkisborgarar sem hafa kosningarétt samkvæmt lögum númer 85/1946, það er þeir sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tíma á síðustu tíu árum fyrir þann tíma. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Smáralind við hliðina á verslun H&M og er opið þar til klukkan 22 í kvöld. Á morgun er svo opið þar frá milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar má nálgast hér og hér að neðan má sjá myndband með leiðbeiningum um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.Hvernig áttu að kjósa? Framvísa þarf skilríkjum á kjörstað. Rita skal x í reitinn fyrir framan listabókstaf þess flokks sem maður hyggst kjósa. Breyta má uppröðun á þeim lista sem kosinn er með því að setja tölustafinn 1 við nafn þess sem maður vill setja efst, tölustafinn 2 við nafn þess sem maður vill hafa næstan á listanum og svo framvegis. Breyta má uppröðun á lista eins mikið og kjósandi vill. Þá má einnig strika yfir nafn eða nöfn frambjóðenda ef kjósandi vill af einhverri ástæðu hafna einhverjum frambjóðendum. Strika má yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir svo lengi sem minnst einn frambjóðandi standi eftir á listanum. Kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur. Fleira getur ógilt kjörseðilinn. Til að mynda má ekki sýna neinum kjörseðilinn, það er segja hvernig maður hefur kosið, en sé það gert er kjörseðillinn ónýtur og ekki má setja hann í kjörkassann. Þetta þýðir til dæmis að óheimilt er að taka mynd af kjörseðlinum og birta á samfélagsmiðlum en nánari upplýsingar um það sem getur ógilt seðilinn má lesa í þessari frétt Vísis.Hér að neðan má svo sjá myndband um hvernig atkvæðagreiðslan fer fram.Er hægt að fá aðstoð við að kjósa?Ef kjósandi skýrir kjörstjórn frá því að hann geti ekki kosið sökum blindu eða á erfitt með að skrifa skal aðili úr kjörstjórn sem kjósandi velur aðstoða hann í kjörklefanum. Sá sem aðstoðina veitir er bundinn þagnarheiti varðandi atkvæðagreiðsluna en nánari upplýsingar um aðstoð á kjörstað má nálgast hér.Hverjir eru í framboði?Níu flokkar bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Flokkarnir eru eftirfarandi:A-listi Bjartrar framtíðar.B-listi Framsóknarflokksins.C-listi Viðreisnar.D-listi Sjálfstæðisflokksins.F-listi Flokks fólksins.M-listi Miðflokksins.P-listi Pírata.S-listi SamfylkingarinnarV-listi Vinstri grænnaÞá eru tveir flokkar sem bjóða ekki fram í öllum kjördæmum:R-listi Alþýðufylkingarinnar býður fram í Norðausturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum norður og suður.T-listi Dögunar býður fram í Suðurkjördæmi.
Kosningar 2017 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira