Fylgið sækir sterkt ýmist til hægri eða vinstri Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2017 19:45 Miðflokkurinn tekur nærri því jafn mikið fylgi af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki en mun minna frá öðrum flokkum samkvæmt könnun Stöðvar tvö, Fréttablaðsins og Vísis. Ekki er hægt að mynda þriggja flokka stjórn án Sjálfstæðisflokks sem þyrfti þá annað hvort að auki að hafa með sér Vinstri græn eða Samfylkingu. Hér sjáum við niðurstöður könnunar Stöðvar tvö, Vísis og Fréttablaðsins sem birt var í blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið fram úr Vinstri grænum með 24,1 prósent 17 þingmenn, tapar fjórum, en VG bætir við sig fjórum þingmönnum með 19,2 prósenta fylgi. Samfylkingin heldur þriðja sætinu með 14,3 prósent og myndi bæta við sig sjö þingmönnum, en fylgi Miðflokksins og Pírta er á svipuðum slóðum í rúmum níu prósentum, með annars vegar sjö og hins vegar sex þingmenn. Viðreisn hefur rétt úr kútnum með 7,5 prósent en myndi engu að síður tapa tveimur þingmönnum og Framsóknarflokkurinn fengi 6,2 prósenta fylgi og fjóra þingmenn, tapaði fjórum þingmönnum. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð kæmu fulltrúum á þing en litlu munar hjá Flokki fólksins sem mælist með 4,4 prósenta fylgi. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði á Bifröst segir að þetta þýddi að ekki væri hægt að mynda tveggja flokka stjórn og aðeins væri hægt að mynda þriggja flokka stjórn með þátttöku Sjálfstæðisflokksins, ýmist með Samfylkinguna eða Vinstri græn innanborðs ásamt einhverjum þriðja flokki. „Ég myndi halda að það væri frekar ólíklegt. Eiginlega verulega ólíklegt að þessir tveir flokkar sérstaklega myndu fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þeir hafa báðir talað þannig þótt þeir hafi kannski ekki útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn formlega og algerlega,“ segir Eiríkur. Þá yrðu bara fjögurra flokka stjórnir í spilinu og þar vantaði Vinstri græn, Samfylkingu og Pírata aðeins tvo þingmenn til að mynda minnsta mögulega meirihluta. Þá gætu Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Framsóknarflokkur og Viðreisn einnig myndað fjögurra flokka stjórn með tveggja manna meirihluta á Alþingi. En það er líka forvitnilegt að skoða hvernig fylgið hefur færst milli flokka frá síðustu kosningum. Þannig kusu 42,7 prósent þeirra sem ætla að kjósa Miðflokkinn nú Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum og athygli vekur að 36,3 prósent kjósenda flokksins kusu Sjálfstæðisflokkinn í fyrra. Þá er Samfylkingin að taka mest fylgi frá Vinstri grænum eða 25 prósent miðað við síðustu kosningar og 17,9 prósent kjósenda Viðreisnar nú kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Eiríkur segir segir fylgið ekki sækja inn að miðjunni heldur ákveðið til annað hvort vinstri eða hægri. Það þýði að Viðreisn og Framsóknarflokkur geti orðið í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar, því þeir geti bæði starfað til vinstri og hægri. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Örlög Borgaraflokksins virðast bíða Bjartrar framtíðar Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 26. október 2017 08:30 Stjórnarkreppa í kortunum Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins vekur athygli prófessors sem segir snemmbúið flug VG hafa mögulega komið niður á þeim. Hann sér fram á áframhaldandi erfiðleika við stjórnarmyndun verði niðurstaða kosninganna í ætt við könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. 26. október 2017 11:15 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Miðflokkurinn tekur nærri því jafn mikið fylgi af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki en mun minna frá öðrum flokkum samkvæmt könnun Stöðvar tvö, Fréttablaðsins og Vísis. Ekki er hægt að mynda þriggja flokka stjórn án Sjálfstæðisflokks sem þyrfti þá annað hvort að auki að hafa með sér Vinstri græn eða Samfylkingu. Hér sjáum við niðurstöður könnunar Stöðvar tvö, Vísis og Fréttablaðsins sem birt var í blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið fram úr Vinstri grænum með 24,1 prósent 17 þingmenn, tapar fjórum, en VG bætir við sig fjórum þingmönnum með 19,2 prósenta fylgi. Samfylkingin heldur þriðja sætinu með 14,3 prósent og myndi bæta við sig sjö þingmönnum, en fylgi Miðflokksins og Pírta er á svipuðum slóðum í rúmum níu prósentum, með annars vegar sjö og hins vegar sex þingmenn. Viðreisn hefur rétt úr kútnum með 7,5 prósent en myndi engu að síður tapa tveimur þingmönnum og Framsóknarflokkurinn fengi 6,2 prósenta fylgi og fjóra þingmenn, tapaði fjórum þingmönnum. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð kæmu fulltrúum á þing en litlu munar hjá Flokki fólksins sem mælist með 4,4 prósenta fylgi. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði á Bifröst segir að þetta þýddi að ekki væri hægt að mynda tveggja flokka stjórn og aðeins væri hægt að mynda þriggja flokka stjórn með þátttöku Sjálfstæðisflokksins, ýmist með Samfylkinguna eða Vinstri græn innanborðs ásamt einhverjum þriðja flokki. „Ég myndi halda að það væri frekar ólíklegt. Eiginlega verulega ólíklegt að þessir tveir flokkar sérstaklega myndu fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þeir hafa báðir talað þannig þótt þeir hafi kannski ekki útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn formlega og algerlega,“ segir Eiríkur. Þá yrðu bara fjögurra flokka stjórnir í spilinu og þar vantaði Vinstri græn, Samfylkingu og Pírata aðeins tvo þingmenn til að mynda minnsta mögulega meirihluta. Þá gætu Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Framsóknarflokkur og Viðreisn einnig myndað fjögurra flokka stjórn með tveggja manna meirihluta á Alþingi. En það er líka forvitnilegt að skoða hvernig fylgið hefur færst milli flokka frá síðustu kosningum. Þannig kusu 42,7 prósent þeirra sem ætla að kjósa Miðflokkinn nú Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum og athygli vekur að 36,3 prósent kjósenda flokksins kusu Sjálfstæðisflokkinn í fyrra. Þá er Samfylkingin að taka mest fylgi frá Vinstri grænum eða 25 prósent miðað við síðustu kosningar og 17,9 prósent kjósenda Viðreisnar nú kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Eiríkur segir segir fylgið ekki sækja inn að miðjunni heldur ákveðið til annað hvort vinstri eða hægri. Það þýði að Viðreisn og Framsóknarflokkur geti orðið í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar, því þeir geti bæði starfað til vinstri og hægri.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Örlög Borgaraflokksins virðast bíða Bjartrar framtíðar Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 26. október 2017 08:30 Stjórnarkreppa í kortunum Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins vekur athygli prófessors sem segir snemmbúið flug VG hafa mögulega komið niður á þeim. Hann sér fram á áframhaldandi erfiðleika við stjórnarmyndun verði niðurstaða kosninganna í ætt við könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. 26. október 2017 11:15 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00
Örlög Borgaraflokksins virðast bíða Bjartrar framtíðar Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 26. október 2017 08:30
Stjórnarkreppa í kortunum Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins vekur athygli prófessors sem segir snemmbúið flug VG hafa mögulega komið niður á þeim. Hann sér fram á áframhaldandi erfiðleika við stjórnarmyndun verði niðurstaða kosninganna í ætt við könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. 26. október 2017 11:15