Framsókn úti á höfuðborgarsvæðinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. október 2017 06:00 Lilja Dögg Alfreðsdóttir missir sæti sitt ef marka má könnunina. Vísir/Ernir Enginn frambjóðandi Framsóknarflokksins í höfuðborgarsvæðiskjördæmunum þremur nær inn á þing og Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, missir sæti sitt ef marka má skoðanakönnun fréttastofu 365. Samkvæmt könnuninni er Lilja allnokkru frá því að halda sæti sínu á þingi. Hún segir þó flokkinn eiga mikið inni. „Ég er í baráttuhug og vongóð. Á kjördag fyrir ári vorum við að mælast með fjögur prósent í Reykjavík suður en við enduðum með yfir sjö prósent og ég var inni. Nú er maður bara á fullu og heldur áfram að kynna málefnin,“ segir Lilja.Benedikt Jóhannesson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.Þó verður að setja þann fyrirvara við útreikninga Fréttablaðsins að könnunin skiptir Reykjavíkurkjördæmunum ekki í tvennt og er því ekki útilokað að fylgið sé mismunandi á milli kjördæma. Jafnframt er úrtakið í landsbyggðarkjördæmunum minna en á höfuðborgarsvæðinu og vikmörkin því hærri. Þá getur minnsta sveifla breytt því hverjir fá jöfnunarsæti. Öfugt við Framsóknarflokkinn stefnir í að Viðreisn nái ekki inn mönnum í landsbyggðarkjördæmunum þremur. Myndu Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður, og Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður því missa sæti sín. Hins vegar myndu allir þingmenn flokksins í höfuðborgarsvæðiskjördæmunum halda sætum sínum samkvæmt könnuninni. Athygli vekur að þótt Flokkur fólksins mælist úti á landsvísu, undir fimm prósenta þröskuldinum og því án möguleika á jöfnunarþingmanni, vantar bara örfá atkvæði til þess að oddviti hans í Suðurkjördæmi, Karl Gauti Hjaltason, nái inn. Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins sem byggjast á könnuninni vantar einungis 23 atkvæði þar upp á og er því sannarlega mjótt á munum. Svo gæti einnig farið að Rúnar Gíslason, frambjóðandi Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, setji Íslandsmet og verði yngsti kjörni þingmaður lýðveldissögunnar. Rúnar er fæddur árið 1996 en hann mælist inni með einungis einu atkvæði meira en Teitur Björn Einarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
Enginn frambjóðandi Framsóknarflokksins í höfuðborgarsvæðiskjördæmunum þremur nær inn á þing og Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, missir sæti sitt ef marka má skoðanakönnun fréttastofu 365. Samkvæmt könnuninni er Lilja allnokkru frá því að halda sæti sínu á þingi. Hún segir þó flokkinn eiga mikið inni. „Ég er í baráttuhug og vongóð. Á kjördag fyrir ári vorum við að mælast með fjögur prósent í Reykjavík suður en við enduðum með yfir sjö prósent og ég var inni. Nú er maður bara á fullu og heldur áfram að kynna málefnin,“ segir Lilja.Benedikt Jóhannesson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.Þó verður að setja þann fyrirvara við útreikninga Fréttablaðsins að könnunin skiptir Reykjavíkurkjördæmunum ekki í tvennt og er því ekki útilokað að fylgið sé mismunandi á milli kjördæma. Jafnframt er úrtakið í landsbyggðarkjördæmunum minna en á höfuðborgarsvæðinu og vikmörkin því hærri. Þá getur minnsta sveifla breytt því hverjir fá jöfnunarsæti. Öfugt við Framsóknarflokkinn stefnir í að Viðreisn nái ekki inn mönnum í landsbyggðarkjördæmunum þremur. Myndu Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður, og Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður því missa sæti sín. Hins vegar myndu allir þingmenn flokksins í höfuðborgarsvæðiskjördæmunum halda sætum sínum samkvæmt könnuninni. Athygli vekur að þótt Flokkur fólksins mælist úti á landsvísu, undir fimm prósenta þröskuldinum og því án möguleika á jöfnunarþingmanni, vantar bara örfá atkvæði til þess að oddviti hans í Suðurkjördæmi, Karl Gauti Hjaltason, nái inn. Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins sem byggjast á könnuninni vantar einungis 23 atkvæði þar upp á og er því sannarlega mjótt á munum. Svo gæti einnig farið að Rúnar Gíslason, frambjóðandi Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, setji Íslandsmet og verði yngsti kjörni þingmaður lýðveldissögunnar. Rúnar er fæddur árið 1996 en hann mælist inni með einungis einu atkvæði meira en Teitur Björn Einarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00