„Auðvitað svekktur en á endanum eru það kjósendur sem ráða“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2017 01:05 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Vísir/Laufey „Við erum svo sem ekkert sérstaklega himinlifandi yfir þessum tölum og höfðum verið að vonast eftir því að þetta væri ekki svona svart, en við höfðum fengið vísbendingar um að þetta yrði neikvætt,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við Vísi um gengi flokksins í kosningunum. Björt framtíð fellur af þingi eins og staðan er núna og litlar líkur á að það breytist í nótt. „Okkur líður ekkert illa í hjartanu. Við upplifum að við höfum staðið okkur vel og staðið á okkar prinsippum og finnst það mikilvægt.“ Hann segir breytingar í farvatninu í íslenskum stjórnmálum og finnst Óttari mikilvægt að Björt framtíð verði virkur þátttakandi í þeirri breytingu. Hann segir Íslendinga stadda í breytingu sem á eftir að sjá fyrir endann á. „Staðan í íslenskum stjórnmálum er ekki að einfaldast með þessari niðurstöðu og ég skynja mjög sterka þörf á breyttum stjórnmálum eða að sumu leyti eins og maður er að sjá speglast í erlendum fjölmiðlum, siðferðislega stöðu í íslensku samfélagi.“ Hann segir flokkinn þurfa að skoða sín mál en bendir á að hann er enn virkur í meirihluta í fjórum sveitarfélögum þar sem stór hluti landsmanna býr. „Við höldum keik áfram þar og erum komin af stað í undirbúning fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Það gefst einnig tími til að skoða okkar mál.“ Spurður hvað valdi því að Björt framtíð fær svo mikla útreið í þessum kosningum segir hann að vissulega hafi ríkisstjórnarsamstarfið en það hafi flokkurinn vitað áður en hann gekk inn í það. „Okkur fannst það vera okkar skylda að axla ábyrgð,“ segir Óttarr og bendir á að mörgum hafi þótt það stór og hugrökk ákvörðun hjá flokknum að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út frá prinsippmálum í andstöðu við leyndarhyggju og kynbundið ofbeldi. „Það hefur kannski síðan komið í ljós að okkur hefur mistekist að koma okkar málum nógu skýrt fram. Við höfum neitað okkur um styrki frá fyrirtækjum sem hefur gert það að verkum að við höfum ekki geta auglýst og verið jafn sýnileg eins og aðrir flokkar. Það hefur sennilega komið niður á okkur líka.“ Spurður hvort hann sé svekktur með niðurstöðuna segir hann að það sé ekkert sem heitir að kjósendur hafi rangt fyrir sér. „Kosningar eru vettvangur þar sem kjósendur láta sína skoðun í ljós. En miðað við allt sem við höfum lagt í, þar sem okkur finnst vera málefnaleg staða Bjartrar framtíðar, þá er maður auðvitað svekktur en á endanum eru það kjósendur sem ráða.“Hér fyrir neðan má sjá viðtal Stöðvar 2 við Óttar. Kosningar 2017 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
„Við erum svo sem ekkert sérstaklega himinlifandi yfir þessum tölum og höfðum verið að vonast eftir því að þetta væri ekki svona svart, en við höfðum fengið vísbendingar um að þetta yrði neikvætt,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við Vísi um gengi flokksins í kosningunum. Björt framtíð fellur af þingi eins og staðan er núna og litlar líkur á að það breytist í nótt. „Okkur líður ekkert illa í hjartanu. Við upplifum að við höfum staðið okkur vel og staðið á okkar prinsippum og finnst það mikilvægt.“ Hann segir breytingar í farvatninu í íslenskum stjórnmálum og finnst Óttari mikilvægt að Björt framtíð verði virkur þátttakandi í þeirri breytingu. Hann segir Íslendinga stadda í breytingu sem á eftir að sjá fyrir endann á. „Staðan í íslenskum stjórnmálum er ekki að einfaldast með þessari niðurstöðu og ég skynja mjög sterka þörf á breyttum stjórnmálum eða að sumu leyti eins og maður er að sjá speglast í erlendum fjölmiðlum, siðferðislega stöðu í íslensku samfélagi.“ Hann segir flokkinn þurfa að skoða sín mál en bendir á að hann er enn virkur í meirihluta í fjórum sveitarfélögum þar sem stór hluti landsmanna býr. „Við höldum keik áfram þar og erum komin af stað í undirbúning fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Það gefst einnig tími til að skoða okkar mál.“ Spurður hvað valdi því að Björt framtíð fær svo mikla útreið í þessum kosningum segir hann að vissulega hafi ríkisstjórnarsamstarfið en það hafi flokkurinn vitað áður en hann gekk inn í það. „Okkur fannst það vera okkar skylda að axla ábyrgð,“ segir Óttarr og bendir á að mörgum hafi þótt það stór og hugrökk ákvörðun hjá flokknum að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út frá prinsippmálum í andstöðu við leyndarhyggju og kynbundið ofbeldi. „Það hefur kannski síðan komið í ljós að okkur hefur mistekist að koma okkar málum nógu skýrt fram. Við höfum neitað okkur um styrki frá fyrirtækjum sem hefur gert það að verkum að við höfum ekki geta auglýst og verið jafn sýnileg eins og aðrir flokkar. Það hefur sennilega komið niður á okkur líka.“ Spurður hvort hann sé svekktur með niðurstöðuna segir hann að það sé ekkert sem heitir að kjósendur hafi rangt fyrir sér. „Kosningar eru vettvangur þar sem kjósendur láta sína skoðun í ljós. En miðað við allt sem við höfum lagt í, þar sem okkur finnst vera málefnaleg staða Bjartrar framtíðar, þá er maður auðvitað svekktur en á endanum eru það kjósendur sem ráða.“Hér fyrir neðan má sjá viðtal Stöðvar 2 við Óttar.
Kosningar 2017 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira