Verstu, næstverstu og þriðju verstu úrslitin öll á vakt Bjarna Bjarki Ármannsson skrifar 29. október 2017 16:17 Undir stjórn Bjarna Benediktssonar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið verstu, næstverstu og þriðju verstu kosningu í sögu flokksins. Vísir/Anton Brink Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum kosningum er það næstminnsta í sögu flokksins og hefur þingflokkurinn aldrei verið minni, þó flokkurinn sé vissulega áfram sá stærsti á þingi. Undir stjórn Bjarna Benediktssonar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið verstu, næstverstu og þriðju verstu kosningu í sögu flokksins. Fyrir þingkosningarnar árið 2009, þær fyrstu eftir hrun, hafði Sjálfstæðisflokkurinn aldrei fengið minna en 27 prósenta fylgi. Flokkurinn hlaut 27,2 prósent í kosningunum árið 1987 undir stjórn Þorsteins Pálssonar þegar flokkurinn klofnaði og Borgaraflokkurinn bauð fram. Árið 2009 hlaut flokkurinn hinsvegar aðeins 23,7 prósenta fylgi og nýtt met var slegið. Árið 2013 hlaut flokkurinn 26,7 prósenta fylgi og nú 25,2 prósenta fylgi. Bestu úrslit flokksins í stjórnartíð Bjarna eru 29 prósenta fylgi í fyrra, en það eru jafnframt fimmtu verstu úrslit flokksins frá upphafi. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir þetta fylgistap flokksins, í sögulegu samhengi, stafa af mörgum ólíkum þáttum. Hrunið sé einn þeirra, innanborðsdeilur um Evrópusambandið annar.Fortíð Bjarna í atvinnulífinu ekki hjálpað „Kosningatapið árið 2009 endurspeglaði það að kjósendur töldu margir hverjir Sjálfstæðisflokkinn bera mikla ábyrgð á hruninu,“ segir Stefanía. „Síðan verður ákveðið uppbrot á hægri vængnum út af Evrópumálum. Við getum sagt að ýmsir kjósendur sem höfðu stutt Sjálfstæðisflokkinn í grunninn en voru Evrópusinnaðir hafi verið að kjósa annað en Sjálfstæðisflokkinn 2009 og 2013, jafnvel.“ Evrópudeilan sem Stefanía vísar til leiddi svo til klofnings fyrir kosningarnar í fyrra, þegar Viðreisn bauð fram í fyrsta sinn. Sá flokkur og Sjálfstæðisflokkurinn fengu þá samanlagt um fjörutíu prósenta fylgi, sem Stefanía bendir á að hefði þótt gott fylgi fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér áður fyrr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Vísir/HörðurÍ nýafstaðinni kosningabaráttu var talsvert gert úr þátttöku Bjarna í atvinnulífinu fyrir hrun og telur Stefanía að það hafi ekki hjálpað flokknum. Þá stóð til að Sjálfstæðismenn héldu landsfund sinn um þetta leyti áður en til kosninga var boðað. „Varaformaður flokksins hafði þá fallið frá og það gafst ekki tækifæri til að endurnýja umboð forystunnar,“ bendir Stefanía á. „Það átti að vera landsfundur nú í nóvember en það verkefni bíður.“ Að lokum nefnir Stefanía það að í dag sé fólk ef til vill ólíklegra til þess að tengja sig við stjórnmálaflokka en áður fyrr. Stjórnmálaþátttaka geti í dag falist í svo mörgu öðru en að skrá sig í flokk.Öruggur í formannssætinu eins lengi og hann vill Athyglisvert verður að sjá hvort þessi úrslit muni hafa nokkur áhrif á stöðu Bjarna Benediktssonar sem formanns þegar loks kemur að landsfundi, þá sérstaklega ef svo fer að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki með í ríkisstjórn. Á annan bóginn hafa úrslit á hans vakt verið sögulega slæm en á hinn bóginn hefur flokkurinn lengst af verið í ríkisstjórn. Á annan bóginn er Bjarni ítrekað gagnrýndur fyrir mál sem snerta hann eða fjölskyldu hans en á hinn bóginn fær Sjálfstæðisflokkurinn ítrekað mjög góða kosningu í kjördæmi Bjarna, Suðvesturkjördæmi. „Það hefur oft verið mikið að honum sótt en hann stendur þetta nú mest af sér,“ segir Stefanía. „Og hann er nú orðinn verulega reyndur stjórnmálamaður. Það er spurning hvernig þessi úrslit koma inn í samkeppni manna um völdin innan Sjálfstæðisflokksins. Bjarni virðist, utan frá séð, í sterkri stöðu þar sem fólk hefur ekki getað bent á aðra valkosti en hann. Eins og ég lít á það, er Bjarni öruggur í formannssætinu eins lengi og hann vill vera í því.“ Kosningar 2017 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum kosningum er það næstminnsta í sögu flokksins og hefur þingflokkurinn aldrei verið minni, þó flokkurinn sé vissulega áfram sá stærsti á þingi. Undir stjórn Bjarna Benediktssonar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið verstu, næstverstu og þriðju verstu kosningu í sögu flokksins. Fyrir þingkosningarnar árið 2009, þær fyrstu eftir hrun, hafði Sjálfstæðisflokkurinn aldrei fengið minna en 27 prósenta fylgi. Flokkurinn hlaut 27,2 prósent í kosningunum árið 1987 undir stjórn Þorsteins Pálssonar þegar flokkurinn klofnaði og Borgaraflokkurinn bauð fram. Árið 2009 hlaut flokkurinn hinsvegar aðeins 23,7 prósenta fylgi og nýtt met var slegið. Árið 2013 hlaut flokkurinn 26,7 prósenta fylgi og nú 25,2 prósenta fylgi. Bestu úrslit flokksins í stjórnartíð Bjarna eru 29 prósenta fylgi í fyrra, en það eru jafnframt fimmtu verstu úrslit flokksins frá upphafi. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir þetta fylgistap flokksins, í sögulegu samhengi, stafa af mörgum ólíkum þáttum. Hrunið sé einn þeirra, innanborðsdeilur um Evrópusambandið annar.Fortíð Bjarna í atvinnulífinu ekki hjálpað „Kosningatapið árið 2009 endurspeglaði það að kjósendur töldu margir hverjir Sjálfstæðisflokkinn bera mikla ábyrgð á hruninu,“ segir Stefanía. „Síðan verður ákveðið uppbrot á hægri vængnum út af Evrópumálum. Við getum sagt að ýmsir kjósendur sem höfðu stutt Sjálfstæðisflokkinn í grunninn en voru Evrópusinnaðir hafi verið að kjósa annað en Sjálfstæðisflokkinn 2009 og 2013, jafnvel.“ Evrópudeilan sem Stefanía vísar til leiddi svo til klofnings fyrir kosningarnar í fyrra, þegar Viðreisn bauð fram í fyrsta sinn. Sá flokkur og Sjálfstæðisflokkurinn fengu þá samanlagt um fjörutíu prósenta fylgi, sem Stefanía bendir á að hefði þótt gott fylgi fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér áður fyrr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Vísir/HörðurÍ nýafstaðinni kosningabaráttu var talsvert gert úr þátttöku Bjarna í atvinnulífinu fyrir hrun og telur Stefanía að það hafi ekki hjálpað flokknum. Þá stóð til að Sjálfstæðismenn héldu landsfund sinn um þetta leyti áður en til kosninga var boðað. „Varaformaður flokksins hafði þá fallið frá og það gafst ekki tækifæri til að endurnýja umboð forystunnar,“ bendir Stefanía á. „Það átti að vera landsfundur nú í nóvember en það verkefni bíður.“ Að lokum nefnir Stefanía það að í dag sé fólk ef til vill ólíklegra til þess að tengja sig við stjórnmálaflokka en áður fyrr. Stjórnmálaþátttaka geti í dag falist í svo mörgu öðru en að skrá sig í flokk.Öruggur í formannssætinu eins lengi og hann vill Athyglisvert verður að sjá hvort þessi úrslit muni hafa nokkur áhrif á stöðu Bjarna Benediktssonar sem formanns þegar loks kemur að landsfundi, þá sérstaklega ef svo fer að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki með í ríkisstjórn. Á annan bóginn hafa úrslit á hans vakt verið sögulega slæm en á hinn bóginn hefur flokkurinn lengst af verið í ríkisstjórn. Á annan bóginn er Bjarni ítrekað gagnrýndur fyrir mál sem snerta hann eða fjölskyldu hans en á hinn bóginn fær Sjálfstæðisflokkurinn ítrekað mjög góða kosningu í kjördæmi Bjarna, Suðvesturkjördæmi. „Það hefur oft verið mikið að honum sótt en hann stendur þetta nú mest af sér,“ segir Stefanía. „Og hann er nú orðinn verulega reyndur stjórnmálamaður. Það er spurning hvernig þessi úrslit koma inn í samkeppni manna um völdin innan Sjálfstæðisflokksins. Bjarni virðist, utan frá séð, í sterkri stöðu þar sem fólk hefur ekki getað bent á aðra valkosti en hann. Eins og ég lít á það, er Bjarni öruggur í formannssætinu eins lengi og hann vill vera í því.“
Kosningar 2017 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira