Hjálpartæki – þarfasti þjónninn Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 12. október 2017 07:00 Þann 27.september sl. stóð Öryrkjabandalag Íslands fyrir afar fróðlegu málþingi um hjálpartæki daglegs lífs. Hjálpartæki eru einhver mikilvægasta fjárfesting sem hugsast getur, því þau gera fólki kleift að taka þátt í samfélaginu. Lög og reglugerðir þarf þó að taka til gagngerrar endurskoðunar til þess að þau nái raunverulegu markmiði sínu, en núverandi regluverk er ekki í takti við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslensk stjórnvöld hafa þó fullgilt. Meðan aðgangur að viðeigandi hjálpartækjum er ekki í lagi er tómt mál að tala um að auka samfélagsþátttöku og þar með atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Aðgengi að hjálpartækjum snýst þó um svo miklu meira en að hver og einn eigi sem mest af nýjustu og flottustu græjunum. Aðgengi að hjálpartækjum snýst umfram allt um að hafa aðgang að þeim tækjum sem henta hverjum og einum best og gagnast í daglegu amstri. Þar þarf að líta til fleiri þátta en sjúkdómsgreininga eða skerðingar. Efla þarf sérfræðiaðstoð til fólks þegar kemur að vali á hjálpartækjunum og gera fólki mögulegt að prófa tækin, ekki einungis í verslun heldur í þess eigin nærumhverfi. Að sama skapi verður að treysta fötluðu fólki til að þekkja eigin þarfir – því hver kærir sig um að sanka að sér hjálpartækjum sem virka ekki? Slíkt er einfaldlega sóun á fjármunum sem væri betur varið í hjálpartæki sem raunverulega koma að gagni. Illa valin hjálpartæki sem ekki uppfylla þarfir fólks eru auk þess til þess fallin að veita falska mynd af getu fólks til að taka þátt í samfélaginu. Þá er sérstaklega mikilvægt að aðgengi barna að viðeigandi hjálpartækjum sé ávallt tryggt. Þau eru ekki aðeins nauðsynleg til að létta börnum lífið heldur eru þau grundvöllur þess að börn geti þroskast og dafnað í samfélagi við annað fólk, ekki síst önnur börn. Sá sem ekki hefur fullan aðgang að samfélaginu sem barn mun ekki öðlast hann við það eitt að fullorðnast. Á sama hátt er brýnt að huga að eldra fólki sem margt þarf hjálpartæki til að halda færni sinni. Einnig er aðkallandi að tryggja fólki fullnægjandi aðstoð við viðhald á slíkum búnaði. Það má ekki missa sjónar á þessum tveimur hópum, þótt þeir séu ekki á vinnumarkaði. Það eru því mörg krefjandi en um leið spennandi verkefni sem bíða stjórnvalda á þessu sviði að kosningum loknum. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 27.september sl. stóð Öryrkjabandalag Íslands fyrir afar fróðlegu málþingi um hjálpartæki daglegs lífs. Hjálpartæki eru einhver mikilvægasta fjárfesting sem hugsast getur, því þau gera fólki kleift að taka þátt í samfélaginu. Lög og reglugerðir þarf þó að taka til gagngerrar endurskoðunar til þess að þau nái raunverulegu markmiði sínu, en núverandi regluverk er ekki í takti við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslensk stjórnvöld hafa þó fullgilt. Meðan aðgangur að viðeigandi hjálpartækjum er ekki í lagi er tómt mál að tala um að auka samfélagsþátttöku og þar með atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Aðgengi að hjálpartækjum snýst þó um svo miklu meira en að hver og einn eigi sem mest af nýjustu og flottustu græjunum. Aðgengi að hjálpartækjum snýst umfram allt um að hafa aðgang að þeim tækjum sem henta hverjum og einum best og gagnast í daglegu amstri. Þar þarf að líta til fleiri þátta en sjúkdómsgreininga eða skerðingar. Efla þarf sérfræðiaðstoð til fólks þegar kemur að vali á hjálpartækjunum og gera fólki mögulegt að prófa tækin, ekki einungis í verslun heldur í þess eigin nærumhverfi. Að sama skapi verður að treysta fötluðu fólki til að þekkja eigin þarfir – því hver kærir sig um að sanka að sér hjálpartækjum sem virka ekki? Slíkt er einfaldlega sóun á fjármunum sem væri betur varið í hjálpartæki sem raunverulega koma að gagni. Illa valin hjálpartæki sem ekki uppfylla þarfir fólks eru auk þess til þess fallin að veita falska mynd af getu fólks til að taka þátt í samfélaginu. Þá er sérstaklega mikilvægt að aðgengi barna að viðeigandi hjálpartækjum sé ávallt tryggt. Þau eru ekki aðeins nauðsynleg til að létta börnum lífið heldur eru þau grundvöllur þess að börn geti þroskast og dafnað í samfélagi við annað fólk, ekki síst önnur börn. Sá sem ekki hefur fullan aðgang að samfélaginu sem barn mun ekki öðlast hann við það eitt að fullorðnast. Á sama hátt er brýnt að huga að eldra fólki sem margt þarf hjálpartæki til að halda færni sinni. Einnig er aðkallandi að tryggja fólki fullnægjandi aðstoð við viðhald á slíkum búnaði. Það má ekki missa sjónar á þessum tveimur hópum, þótt þeir séu ekki á vinnumarkaði. Það eru því mörg krefjandi en um leið spennandi verkefni sem bíða stjórnvalda á þessu sviði að kosningum loknum. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun