Verzlingar sóttu hart að Bjarna á framboðsfundi Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2017 15:55 Ljóst er að spennustigið í hinni snörpu kosningabaráttu er farið að segja til sín. Bjarni brást harkalega við fyrirspurn nemanda við Verzlunarskóla Íslands í dag. visir/Anton Brink Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, brást fremur harkalega við fyrirspurn úr hópi nemenda á framboðsfundi í Verzlunarskólanum í dag. Svo hastur var hann í máli að Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra, sem jafnframt var í pallborðsumræðunum ásamt öðrum frambjóðendum, taldi það ekki verjanlegt að veitast að nemandanum með slíkri framgöngu.Brást illa við efni fyrirspurnarinnar en ekki nemandanum Bjarni sagði síðar á fundinum að hann hefði ekki verið að veitast að nemandanum heldur væri hann verið að bregðast við efni fyrirspurnarinnar sem slíkrar. Hún snerist um það að Bjarna væri tíðrætt um mikilvægi baklands stjórnmálaflokka, að það þurfi að kjósa flokk með sterkt bakland. En, er það ekki bakland flokksins sem hefur komið honum í sífelld vandræði, svo sem Borgunarmálið og Landsréttarmálið? Góðar undirtektir voru við þeirri fyrirspurn, hlátur og klapp í salnum en Bjarna var ekki skemmt. „Að taka Borgunarmálið sem dæmi um það að það sé eitthvað að í baklandi Sjálfstæðisflokksins er alveg ótrúlega ómerkilegt, fyrirgefðu. Það hefur hvergi nokkur staðar komið fram ein einasta vísbending um að Sjálfstæðisflokkurinn, ég sem fjármálaráðherra, eða einhver sem var inni í stjórnkerfinu, hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu í því máli,“ sagði Bjarni.Ótrúlega ómerkilegur áróður Og færðist þá enn í aukana: „Þess vegna er þetta ótrúlega ómerkilegur áróður sem þú ert að flytja hér inn í salinn um það mál. Þetta er ekkert nema áróður, þetta Borgunarmál. Það er engin innistæða fyrir öllum stóru orðunum. Ég verð að fá að verja mig hér fyrst að menn ætla að taka það hér upp og nota það gegn mér. Þetta er ómerkilegt. Landsréttarmálið er svo allt annað mál.“ Björt tók við míkrófóninum og taldi, sem áður sagði, það ekki boðlegt að veitast með þessum hætti að ungum kjósendum. Ef marka má viðtökur í salnum, þá féll það upplegg í kramið. Sjá má myndbandið hér neðar en ljóst er að mikill hiti er að færast í kosningabaráttuna. Kosningar 2017 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, brást fremur harkalega við fyrirspurn úr hópi nemenda á framboðsfundi í Verzlunarskólanum í dag. Svo hastur var hann í máli að Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra, sem jafnframt var í pallborðsumræðunum ásamt öðrum frambjóðendum, taldi það ekki verjanlegt að veitast að nemandanum með slíkri framgöngu.Brást illa við efni fyrirspurnarinnar en ekki nemandanum Bjarni sagði síðar á fundinum að hann hefði ekki verið að veitast að nemandanum heldur væri hann verið að bregðast við efni fyrirspurnarinnar sem slíkrar. Hún snerist um það að Bjarna væri tíðrætt um mikilvægi baklands stjórnmálaflokka, að það þurfi að kjósa flokk með sterkt bakland. En, er það ekki bakland flokksins sem hefur komið honum í sífelld vandræði, svo sem Borgunarmálið og Landsréttarmálið? Góðar undirtektir voru við þeirri fyrirspurn, hlátur og klapp í salnum en Bjarna var ekki skemmt. „Að taka Borgunarmálið sem dæmi um það að það sé eitthvað að í baklandi Sjálfstæðisflokksins er alveg ótrúlega ómerkilegt, fyrirgefðu. Það hefur hvergi nokkur staðar komið fram ein einasta vísbending um að Sjálfstæðisflokkurinn, ég sem fjármálaráðherra, eða einhver sem var inni í stjórnkerfinu, hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu í því máli,“ sagði Bjarni.Ótrúlega ómerkilegur áróður Og færðist þá enn í aukana: „Þess vegna er þetta ótrúlega ómerkilegur áróður sem þú ert að flytja hér inn í salinn um það mál. Þetta er ekkert nema áróður, þetta Borgunarmál. Það er engin innistæða fyrir öllum stóru orðunum. Ég verð að fá að verja mig hér fyrst að menn ætla að taka það hér upp og nota það gegn mér. Þetta er ómerkilegt. Landsréttarmálið er svo allt annað mál.“ Björt tók við míkrófóninum og taldi, sem áður sagði, það ekki boðlegt að veitast með þessum hætti að ungum kjósendum. Ef marka má viðtökur í salnum, þá féll það upplegg í kramið. Sjá má myndbandið hér neðar en ljóst er að mikill hiti er að færast í kosningabaráttuna.
Kosningar 2017 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira