Stefnir í miklar breytingar á Alþingi Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. október 2017 06:00 Fylgi og skipting þingsæta samkvæmt nýrri könnun. „Mér finnst stærstu tíðindin vera að það staðfestist hér áfram að tveir frjálslyndir alþjóðasinnaðir flokkar á miðjunni eru á kveðja. En í staðinn koma tveir flokkar sem teljast frekar svona á hinum íhaldssama, þjóðernissinnaða væng. Það er Flokkur fólksins og Miðflokkurinn,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor i stjórnmálafræði, um niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Eiríkur Bergmann bendir á að ef niðurstaðan gengur eftir þá verði feikileg breyting á flokkakerfinu í landinu og þeirri flóru flokka sem er á Alþingi. Samkvæmt niðurstöðunum myndi þingmönnum VG fjölga úr 10 í 21, eða um 11. Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins myndi fækka um fimm, þingmönnum Pírata myndi fækka um fjóra. Þá myndi þingmönnum Framsóknarflokksins fækka um þrjá og þingmönnum Samfylkingarinnar myndi fjölga um tvo.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Eyþór„Ég myndi segja að stjórnarmyndun væri feikiflókin í kjölfarið á þessu. Ekki síður en í fyrra,“ segir Eiríkur Bergmann. Augljósast væri að VG myndu reyna fyrst og myndu þá reyna stjórn með Samfylkingunni og Pírötum og hugsanlega Framsóknarflokki. „Þó ég myndi nú halda að miðað við þessa miklu flóru flokka inni á Alþingi, gangi þessi könnun eftir, að þá hljóti menn að fara að skoða kosti minnihlutastjórna,“ segir Eiríkur. „Hinum megin hryggjar yrði myndun stjórnar, held ég, svolítið flóknari þó að hún sé alls ekkert útilokuð heldur. Þrautalendingin gæti svo orðið samstjórn stóru flokkanna tveggja, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks,“ segir Eiríkur. Slík stjórn hlyti þó að verða algjört neyðarúrræði. „Það yrði ekki stjórn um miklar breytingar heldur bara um að halda í horfinu og rænir menn valkostinum um að geta skipt um stjórnarstefnu þegar hið leiðandi afl hvorum megin hryggjar starfar saman í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. AðferðafræðinHringt var í 1.322 manns þar til náðist í 804 samkvæmt lagskiptu úrtaki 10. október. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 66 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Tveir turnar í nýrri skoðanakönnun MMRMMR kannaði líka fylgi flokka dagana 6. til 11. október og birti niðurstöðurnar í gær. Samkvæmt þeim niðurstöðum er VG með 24,8 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 23,5 prósent, Samfylkingin með 13 prósent og Miðflokkurinn með 10,7 prósent. Þá mælast Píratar með 10,5 prósent, Flokkur fólksins með 7,4 prósent og Framsóknarflokkurinn með 5,9 prósent. Björt framtíð mælist með 4,2 prósenta fylgi og Viðreisn með 3,6 prósent. Könnun MMR er framkvæmd á netinu og í úrtaki eru einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. 966 svöruðu spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
„Mér finnst stærstu tíðindin vera að það staðfestist hér áfram að tveir frjálslyndir alþjóðasinnaðir flokkar á miðjunni eru á kveðja. En í staðinn koma tveir flokkar sem teljast frekar svona á hinum íhaldssama, þjóðernissinnaða væng. Það er Flokkur fólksins og Miðflokkurinn,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor i stjórnmálafræði, um niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Eiríkur Bergmann bendir á að ef niðurstaðan gengur eftir þá verði feikileg breyting á flokkakerfinu í landinu og þeirri flóru flokka sem er á Alþingi. Samkvæmt niðurstöðunum myndi þingmönnum VG fjölga úr 10 í 21, eða um 11. Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins myndi fækka um fimm, þingmönnum Pírata myndi fækka um fjóra. Þá myndi þingmönnum Framsóknarflokksins fækka um þrjá og þingmönnum Samfylkingarinnar myndi fjölga um tvo.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Eyþór„Ég myndi segja að stjórnarmyndun væri feikiflókin í kjölfarið á þessu. Ekki síður en í fyrra,“ segir Eiríkur Bergmann. Augljósast væri að VG myndu reyna fyrst og myndu þá reyna stjórn með Samfylkingunni og Pírötum og hugsanlega Framsóknarflokki. „Þó ég myndi nú halda að miðað við þessa miklu flóru flokka inni á Alþingi, gangi þessi könnun eftir, að þá hljóti menn að fara að skoða kosti minnihlutastjórna,“ segir Eiríkur. „Hinum megin hryggjar yrði myndun stjórnar, held ég, svolítið flóknari þó að hún sé alls ekkert útilokuð heldur. Þrautalendingin gæti svo orðið samstjórn stóru flokkanna tveggja, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks,“ segir Eiríkur. Slík stjórn hlyti þó að verða algjört neyðarúrræði. „Það yrði ekki stjórn um miklar breytingar heldur bara um að halda í horfinu og rænir menn valkostinum um að geta skipt um stjórnarstefnu þegar hið leiðandi afl hvorum megin hryggjar starfar saman í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. AðferðafræðinHringt var í 1.322 manns þar til náðist í 804 samkvæmt lagskiptu úrtaki 10. október. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 66 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Tveir turnar í nýrri skoðanakönnun MMRMMR kannaði líka fylgi flokka dagana 6. til 11. október og birti niðurstöðurnar í gær. Samkvæmt þeim niðurstöðum er VG með 24,8 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 23,5 prósent, Samfylkingin með 13 prósent og Miðflokkurinn með 10,7 prósent. Þá mælast Píratar með 10,5 prósent, Flokkur fólksins með 7,4 prósent og Framsóknarflokkurinn með 5,9 prósent. Björt framtíð mælist með 4,2 prósenta fylgi og Viðreisn með 3,6 prósent. Könnun MMR er framkvæmd á netinu og í úrtaki eru einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. 966 svöruðu spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira