Segja andúð Sjálfstæðismanna á Degi standa uppbyggingu í Reykjavík fyrir þrifum Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2017 14:22 Píratar segja forkastanlegt að andúð Sjálfstæðismanna á Degi skuli bitna með þessum hætti á borgarbúum. Fulltrúar Pírata í borgarstjórn fullyrða að Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn hafi staðið einarðlega í vegi fyrir uppbyggingu í Reykjavík. Að þetta sé meðal annars vegna andúðar á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra sem þeir neiti að eiga í samskiptum við.Ákaflega alvarleg staða Píratar hafa sent frá sér afar harðorða yfirlýsingu þar sem þetta er fordæmt. Í yfirlýsingunni er vitnað til orða Jónu Sólveigu Elínardóttur, varaformanns Viðreisnar, þar sem hún sagði einmitt þetta í tengslum við samskipti ríkisstjórnarinnar við Reykjavíkurborg um úthlutun á ríkislóðum til borgarinnar: „Sjálfstæðismenn hafa bara ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. Þess vegna hefur ekki verið ráðist í nauðsynlega uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur ekki verið hægt að úthluta þessum lóðum til borgarinnar.“ Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis. Píratar segja þetta nákvæmlega svona í pottinn búið og ekki verði nógsamlega undirstrikað hversu alvarlegt þetta sé. Um sé að ræða lóðir í eigu ríkisins á svæðum þar sem Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir uppbyggingu húsnæðis samkvæmt aðalskipulagi.Hreinasta svívirða „Forsenda þess að hægt sé að byrja að byggja þar íbúðir er því að samningar náist milli ríkis og borgar um að borgin fái þær í hendur. Í núverandi ástandi, þar sem er mikil eftirspurn eftir húsnæði, er mjög mikilvægt að allir hafi hraðar hendur og vinni stöðugt og lausnamiðað eftir þeim ferlum sem skipulag byggðar og uppbygging húsnæðis útheimtir. Þarna var ekki einu sinni virkt samtal í gangi og að sjálfsögðu gerist ekkert á meðan svo er ekki.“ Í yfirlýsingunni er sagt að allt sem er til þess fallið að tefja framtíðaruppbyggingu og tefla henni í tvísýnu að óþörfu hið versta mál. „Að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins dragi vísvitandi lappirnar af því að þeim líkar persónulega ekki við þá sem ráða í Reykjavík er hreinasta svívirða.“Undirritaðir fulltrúar Pírata í borgarstjórn, aðalmenn í ráðum og nefndum borgarinnar, vilja koma eftirfarandi á framfæ... Posted by Halldór Auðar Svansson on Thursday, October 12, 2017Andúð Sjálfstæðismanna á Degi bitnar á borgarbúum Píratar segja að það sé „fráleitt að andúð Sjálfstæðismanna á sitjandi borgarstjórn skuli leiða til þess að fjöldi borgarbúa fær ekki þak yfir höfuðið. Það dylst engum sem fylgist með stjórnmálum að þetta er ekki einungis tilfallandi, heldur nánast flokkslína í allt of mörgum málaflokkum. Að samstarfi um hag og heill íbúa í Reykjavík sé kastað á haugana vegna flokkshagsmuna er ólíðandi.“ Yfirlýsingin, sem Halldór Auðar Svansson birti á Facebooksíðu sinni, hefur þegar vakið verulega athygli en hana má sjá innfellda hér fyrir ofan. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af Degi B. Eggertssyni, sem er vant við látinn, vegna málsins en að sögn Halldórs var honum kunnugt um að þessarar yfirlýsingar væri að vænta.Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jónu Sólveigu í Kosningaspjalli Vísis í gær. Ummæli hennar um borgarmálin má sjá eftir um 19 mínútur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Fulltrúar Pírata í borgarstjórn fullyrða að Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn hafi staðið einarðlega í vegi fyrir uppbyggingu í Reykjavík. Að þetta sé meðal annars vegna andúðar á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra sem þeir neiti að eiga í samskiptum við.Ákaflega alvarleg staða Píratar hafa sent frá sér afar harðorða yfirlýsingu þar sem þetta er fordæmt. Í yfirlýsingunni er vitnað til orða Jónu Sólveigu Elínardóttur, varaformanns Viðreisnar, þar sem hún sagði einmitt þetta í tengslum við samskipti ríkisstjórnarinnar við Reykjavíkurborg um úthlutun á ríkislóðum til borgarinnar: „Sjálfstæðismenn hafa bara ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. Þess vegna hefur ekki verið ráðist í nauðsynlega uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur ekki verið hægt að úthluta þessum lóðum til borgarinnar.“ Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis. Píratar segja þetta nákvæmlega svona í pottinn búið og ekki verði nógsamlega undirstrikað hversu alvarlegt þetta sé. Um sé að ræða lóðir í eigu ríkisins á svæðum þar sem Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir uppbyggingu húsnæðis samkvæmt aðalskipulagi.Hreinasta svívirða „Forsenda þess að hægt sé að byrja að byggja þar íbúðir er því að samningar náist milli ríkis og borgar um að borgin fái þær í hendur. Í núverandi ástandi, þar sem er mikil eftirspurn eftir húsnæði, er mjög mikilvægt að allir hafi hraðar hendur og vinni stöðugt og lausnamiðað eftir þeim ferlum sem skipulag byggðar og uppbygging húsnæðis útheimtir. Þarna var ekki einu sinni virkt samtal í gangi og að sjálfsögðu gerist ekkert á meðan svo er ekki.“ Í yfirlýsingunni er sagt að allt sem er til þess fallið að tefja framtíðaruppbyggingu og tefla henni í tvísýnu að óþörfu hið versta mál. „Að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins dragi vísvitandi lappirnar af því að þeim líkar persónulega ekki við þá sem ráða í Reykjavík er hreinasta svívirða.“Undirritaðir fulltrúar Pírata í borgarstjórn, aðalmenn í ráðum og nefndum borgarinnar, vilja koma eftirfarandi á framfæ... Posted by Halldór Auðar Svansson on Thursday, October 12, 2017Andúð Sjálfstæðismanna á Degi bitnar á borgarbúum Píratar segja að það sé „fráleitt að andúð Sjálfstæðismanna á sitjandi borgarstjórn skuli leiða til þess að fjöldi borgarbúa fær ekki þak yfir höfuðið. Það dylst engum sem fylgist með stjórnmálum að þetta er ekki einungis tilfallandi, heldur nánast flokkslína í allt of mörgum málaflokkum. Að samstarfi um hag og heill íbúa í Reykjavík sé kastað á haugana vegna flokkshagsmuna er ólíðandi.“ Yfirlýsingin, sem Halldór Auðar Svansson birti á Facebooksíðu sinni, hefur þegar vakið verulega athygli en hana má sjá innfellda hér fyrir ofan. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af Degi B. Eggertssyni, sem er vant við látinn, vegna málsins en að sögn Halldórs var honum kunnugt um að þessarar yfirlýsingar væri að vænta.Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jónu Sólveigu í Kosningaspjalli Vísis í gær. Ummæli hennar um borgarmálin má sjá eftir um 19 mínútur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48