Annmarkar á þremur framboðum í tveimur kjördæmum Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 13. október 2017 19:45 Annmarkar eru á framboðum þriggja flokka í tveimur kjördæmum og fá flokkarnir frest til þess að gera útbætur til morguns. Frestur þeirra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninganna 28. október næstkomandi rann út á hádegi í dag. Ellefu flokkar bjóða fram í fjórum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar en það er í Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmum norður og suður og Suðurkjördæmi. Tíu flokkar bjóða fram í Norðausturkjördæmi en fæst eru framboðin í Norðvesturkjördæmi eða níu. Eftir hádegi í dag hófu svo yfirkjörstjórnir að yfirfara framboðin. Suðvesturkjördæmi eða Kraginn er fjölmennasta kjördæmið með 69.498 kjósendur. Hér þurfa framboðin að lágmarki að skila 390 meðmælendum og að hámarki 520. Í Suðvesturkjördæmi kjósa 1200 nýir kjósendur fleiri en í kosningunum í fyrra. Klukkan tíu í morgun höfðu engin framboð skilað inn framboðs- og meðmælalistum í Kraganum en þau mættu þó öll og voru búin að skila fyrir hádegi í dag. Fréttastofa hitti nokkra fulltrúum flokkanna sem bjóða fram í Kraganum en þeir voru fegnir að þessari vinnu væri lokið. „Fyrir mér er þetta lýðræðisleg hátíð“ segir Oktavía Hrund Jónsdóttir frambjóðandi Pírata í SV-kjördæmi. „Þetta eru varnaglarnir okkar, að öll framboð þurfi að fara eftir þessum reglum. „Þetta gekk alveg furðuvel hjá okkur, við vorum með mjög samstilltan hóp hjá samfylkingunni og rúlluðum þessu bara upp,“segir Bergljót Kristinsdóttir kosningastjóri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi „Þetta gekk bara ótrúlega vel miðað við stuttan tíma,“ segir Karólína Helga Símonardóttir frambjóðandi Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi. Hún segist ekki sammála því að þetta sé eitt erfiðasta kjördæmið varðandi undirskriftir. „Þetta var töluverð vinna en það tókst með góðra manna hjálp,“ segir Geir Harðarson frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Hann segir flokkinn hafa skilað rúmlega lágmarksfjölda. Þorvarður Bergmann Kjartansson frambjóðandi Alþýðufylkingarinnar í SV-kjördæmi segir mjög þægilegt að vera búinn að skila undirskriftum „Þetta tók svakalega mikla vinnu að safna þessu öllu saman, sérstaklega á þessum tíma sem við fengum, en gekk alveg merkilega vel. Þrjú kjördæmi koma til með að úrskuða um gildi framboða á morgun en nú síðdegis höfðu hin þrjú þegar úrskurðað. Í Norðvesturkjördæmi voru öll framboð samþykkt og sömuleiðis í Suðurkjördæmi fyrir utan framboð Íslensku þjóðfylkingarinnar. Ekki fengust skýringar hjá kjörstjórn á hverju annmarkar framboðsins voru en ákvörðun verður tekin í kvöld hvort flokkurinn fái frest til úrbóta. Í Kraganum voru annmarkar á þremur framboðum, Íslensku þjóðfylkingunni, Alþýðufylkingunni og Bjartri framtíð. Samkvæmt upplýsingum frá formanni yfirkjörstjórnar frá flokkarnir frest til morgun til þess að gera útbætur á listum sínum. Kosningar 2017 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Annmarkar eru á framboðum þriggja flokka í tveimur kjördæmum og fá flokkarnir frest til þess að gera útbætur til morguns. Frestur þeirra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninganna 28. október næstkomandi rann út á hádegi í dag. Ellefu flokkar bjóða fram í fjórum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar en það er í Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmum norður og suður og Suðurkjördæmi. Tíu flokkar bjóða fram í Norðausturkjördæmi en fæst eru framboðin í Norðvesturkjördæmi eða níu. Eftir hádegi í dag hófu svo yfirkjörstjórnir að yfirfara framboðin. Suðvesturkjördæmi eða Kraginn er fjölmennasta kjördæmið með 69.498 kjósendur. Hér þurfa framboðin að lágmarki að skila 390 meðmælendum og að hámarki 520. Í Suðvesturkjördæmi kjósa 1200 nýir kjósendur fleiri en í kosningunum í fyrra. Klukkan tíu í morgun höfðu engin framboð skilað inn framboðs- og meðmælalistum í Kraganum en þau mættu þó öll og voru búin að skila fyrir hádegi í dag. Fréttastofa hitti nokkra fulltrúum flokkanna sem bjóða fram í Kraganum en þeir voru fegnir að þessari vinnu væri lokið. „Fyrir mér er þetta lýðræðisleg hátíð“ segir Oktavía Hrund Jónsdóttir frambjóðandi Pírata í SV-kjördæmi. „Þetta eru varnaglarnir okkar, að öll framboð þurfi að fara eftir þessum reglum. „Þetta gekk alveg furðuvel hjá okkur, við vorum með mjög samstilltan hóp hjá samfylkingunni og rúlluðum þessu bara upp,“segir Bergljót Kristinsdóttir kosningastjóri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi „Þetta gekk bara ótrúlega vel miðað við stuttan tíma,“ segir Karólína Helga Símonardóttir frambjóðandi Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi. Hún segist ekki sammála því að þetta sé eitt erfiðasta kjördæmið varðandi undirskriftir. „Þetta var töluverð vinna en það tókst með góðra manna hjálp,“ segir Geir Harðarson frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Hann segir flokkinn hafa skilað rúmlega lágmarksfjölda. Þorvarður Bergmann Kjartansson frambjóðandi Alþýðufylkingarinnar í SV-kjördæmi segir mjög þægilegt að vera búinn að skila undirskriftum „Þetta tók svakalega mikla vinnu að safna þessu öllu saman, sérstaklega á þessum tíma sem við fengum, en gekk alveg merkilega vel. Þrjú kjördæmi koma til með að úrskuða um gildi framboða á morgun en nú síðdegis höfðu hin þrjú þegar úrskurðað. Í Norðvesturkjördæmi voru öll framboð samþykkt og sömuleiðis í Suðurkjördæmi fyrir utan framboð Íslensku þjóðfylkingarinnar. Ekki fengust skýringar hjá kjörstjórn á hverju annmarkar framboðsins voru en ákvörðun verður tekin í kvöld hvort flokkurinn fái frest til úrbóta. Í Kraganum voru annmarkar á þremur framboðum, Íslensku þjóðfylkingunni, Alþýðufylkingunni og Bjartri framtíð. Samkvæmt upplýsingum frá formanni yfirkjörstjórnar frá flokkarnir frest til morgun til þess að gera útbætur á listum sínum.
Kosningar 2017 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira