Trúir varla að formanni Félags leikskólakennara sé alvara Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. október 2017 09:57 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Vísir/Ernir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist varla trúa því að formanni Félags leikskólakennara sé alvara með þá hugmynd að fækka þurfi börnum í leikskólum. „Ég trúi því varla að formanni Félags leikskólakennara sé alvara með þessari hugmynd sinni. Það þarf að efla leikskólastigið en ekki draga úr þjónustu þess,“ segir Þorsteinn á Facebokk-síðu sinni.Í fréttablaðinu í dag var rætt við Harald Frey Gíslason, formann Félags leikskólakennara, um þá ákvörðun borgarráðs að veita leikskólakennurum borgarinnar tuttugu þúsund króna eingreiðslu sem lið í aðgerðum til að mæta manneklu og efla mannauð. Haraldur sagði að leggja þyrfti áherslu á að fækka börnum í leikskólum, fjölga undirbúningsstundum og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum. „Við þurfum að spyrja okkur hvort við ættum ekki að hægja á vextinum á meðan við aukum nýliðun,“ sagði Haraldur.Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.Vísir/GVAAðgengi að dagvistunarþjónustu einn af hornsteinum jafnréttis á vinnumarkaðiÞorsteinn segist vilja fjölga starfsfólki en ekki fækka börnum á leikskólum. „Aðgengi að dagvistunarþjónustu er í senn einn af hornsteinum jafnréttis á vinnumarkaði og forsenda fyrir atvinnuþátttöku foreldra. Að ógleymdu því að flestar ungar fjölskyldur byggja afkomu sína á því að- báðir foreldrar geta unnið,“ skrifar Þorsteinn. Þá segir Þorsteinn að formaðurinn ætti frekar að endurskoða afstöðu sína til hugmyndar borgarstjóra fyrir ári síðan að fá lífeyrisþega til að starfa á leikskólum. „Það kallar á langtímasýn þar sem ráðist er að rót vandans, launakjörum í samanburði við lengd háskólanáms, en til skemmri tíma þarf að tryggja þjónustuna. Þar gætu eldri borgarar verið góður liðstyrkur.“ Kosningar 2017 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist varla trúa því að formanni Félags leikskólakennara sé alvara með þá hugmynd að fækka þurfi börnum í leikskólum. „Ég trúi því varla að formanni Félags leikskólakennara sé alvara með þessari hugmynd sinni. Það þarf að efla leikskólastigið en ekki draga úr þjónustu þess,“ segir Þorsteinn á Facebokk-síðu sinni.Í fréttablaðinu í dag var rætt við Harald Frey Gíslason, formann Félags leikskólakennara, um þá ákvörðun borgarráðs að veita leikskólakennurum borgarinnar tuttugu þúsund króna eingreiðslu sem lið í aðgerðum til að mæta manneklu og efla mannauð. Haraldur sagði að leggja þyrfti áherslu á að fækka börnum í leikskólum, fjölga undirbúningsstundum og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum. „Við þurfum að spyrja okkur hvort við ættum ekki að hægja á vextinum á meðan við aukum nýliðun,“ sagði Haraldur.Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.Vísir/GVAAðgengi að dagvistunarþjónustu einn af hornsteinum jafnréttis á vinnumarkaðiÞorsteinn segist vilja fjölga starfsfólki en ekki fækka börnum á leikskólum. „Aðgengi að dagvistunarþjónustu er í senn einn af hornsteinum jafnréttis á vinnumarkaði og forsenda fyrir atvinnuþátttöku foreldra. Að ógleymdu því að flestar ungar fjölskyldur byggja afkomu sína á því að- báðir foreldrar geta unnið,“ skrifar Þorsteinn. Þá segir Þorsteinn að formaðurinn ætti frekar að endurskoða afstöðu sína til hugmyndar borgarstjóra fyrir ári síðan að fá lífeyrisþega til að starfa á leikskólum. „Það kallar á langtímasýn þar sem ráðist er að rót vandans, launakjörum í samanburði við lengd háskólanáms, en til skemmri tíma þarf að tryggja þjónustuna. Þar gætu eldri borgarar verið góður liðstyrkur.“
Kosningar 2017 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira