Segir Miðflokkinn geta sýnt fram á það fyrir kosningar hvernig efna eigi kosningaloforðin Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. október 2017 19:00 Miðflokkurinn kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi alþingiskosningar nú síðdegis í dag. Formaður flokksins vill ráðast í víðtækar kerfisbreytingar komist flokkurinn til valda og segist geta sýnt fram á það, fyrir kosningar hvernig efna eigi kosningaloforðin. Helstu stefnumál Miðflokksins fyrir komandi alþingiskosningar eru heildar endurskipulagning fjármálakerfisins, málefni atvinnulífsins og nýsköpunar, menntunar og vísinda. Endurskipulagning heilbrigðiskerfisins og réttindi eldri borgara. Að því við bættu ætlar flokkurinn að beita sér í byggðamálum og gera landið að einni heild á mörgum sviðum í stjórnkerfinu. Getur flokkurinn sýnt fram á það fyrir kosningar hvernig koma á þessum verkefnum í framkvæmd?„Já, þessi verkefni sem ég kynnti í dag, var ekki tæmandi, en verkefnin sem ég kynnti í dag eiga það öll sammerkt að snúast um kerfisbreytingar. Til dæmis heilbrigðismálin, þetta snýst ekki bara um hversu miklir peningar fara inn í þau, þessa snýst um að kerfið virki sem best og að við fáum sem mest fyrir fjármagnið og varðandi endurskipulagningu fjármálakerfisins, að þá er alveg einstakt tækifæri til þess núna. Það tækifæri kemur ekki aftur. Og þá er kannski það besta við það að ríkisstjórnin skildi fara frá og að við fengum kosningar á þessum tíma þá gafst tækifæri til þess að fylgja því eftir,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur áréttar á Miðflokkurinn sé róttækur umbótaflokkur sem sé tilbúinn til þess að fara nýjar leiðir... „Markmiðin okkar eru ófrávíkjanleg en leiðirnar, við getum skoðað þær ef aðrir eru með betri hugmyndir,“ segir Sigmundur.Getur þú mátað þig við annan flokk til samstarfs?„Ég ætla ekki að útiloka neinn fyrirfram. Ég er aðeins búinn að skoða hvað hinir flokkarnir hafa upp á að bjóða og margt af því er svona hæfilega óskýrt hjá þeim til þess að maður geti vonast til þess að lagi sig bara að okkur,“ segir Sigmundur. Í nýjustu skoðanakönnun Félagsvísingastofnunnar mælist flokkurinn með 6,4% fylgi og lækkar um 3% frá því fyrir viku. „Nokkurn veginn á sama tíma vorum við með frá 9,5 og upp í 10,7% hjá þremur fyrirtækjum. Félagsvísindastofnun skar sig aðeins úr en það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist hjá þeim,“ segir Sigmundur.Á flokkurinn eftir að bæta frekar í á næstu tveimur vikum?„Ég vona það. Við þurfum að hafa sæmilega sterkt umboð ef við ætlum að ná að koma þessum málum áleiðis í hugsanlegri stjórnarmyndun,“ segir Sigmundur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir stefnumál flokkanna að mörgu leyti keimlík Miðflokkurinn, stjórnmálaafl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, mun kynna stefnumál sín fyrir komandi alþingiskosningar klukkan þrjú í dag. 15. október 2017 13:36 Í beinni: Miðflokkurinn kynnir kosningastefnu sína Kosningastefna Miðflokksins kynnt á fundi í Rúgbrauðsgerðinni. 15. október 2017 15:02 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Miðflokkurinn kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi alþingiskosningar nú síðdegis í dag. Formaður flokksins vill ráðast í víðtækar kerfisbreytingar komist flokkurinn til valda og segist geta sýnt fram á það, fyrir kosningar hvernig efna eigi kosningaloforðin. Helstu stefnumál Miðflokksins fyrir komandi alþingiskosningar eru heildar endurskipulagning fjármálakerfisins, málefni atvinnulífsins og nýsköpunar, menntunar og vísinda. Endurskipulagning heilbrigðiskerfisins og réttindi eldri borgara. Að því við bættu ætlar flokkurinn að beita sér í byggðamálum og gera landið að einni heild á mörgum sviðum í stjórnkerfinu. Getur flokkurinn sýnt fram á það fyrir kosningar hvernig koma á þessum verkefnum í framkvæmd?„Já, þessi verkefni sem ég kynnti í dag, var ekki tæmandi, en verkefnin sem ég kynnti í dag eiga það öll sammerkt að snúast um kerfisbreytingar. Til dæmis heilbrigðismálin, þetta snýst ekki bara um hversu miklir peningar fara inn í þau, þessa snýst um að kerfið virki sem best og að við fáum sem mest fyrir fjármagnið og varðandi endurskipulagningu fjármálakerfisins, að þá er alveg einstakt tækifæri til þess núna. Það tækifæri kemur ekki aftur. Og þá er kannski það besta við það að ríkisstjórnin skildi fara frá og að við fengum kosningar á þessum tíma þá gafst tækifæri til þess að fylgja því eftir,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur áréttar á Miðflokkurinn sé róttækur umbótaflokkur sem sé tilbúinn til þess að fara nýjar leiðir... „Markmiðin okkar eru ófrávíkjanleg en leiðirnar, við getum skoðað þær ef aðrir eru með betri hugmyndir,“ segir Sigmundur.Getur þú mátað þig við annan flokk til samstarfs?„Ég ætla ekki að útiloka neinn fyrirfram. Ég er aðeins búinn að skoða hvað hinir flokkarnir hafa upp á að bjóða og margt af því er svona hæfilega óskýrt hjá þeim til þess að maður geti vonast til þess að lagi sig bara að okkur,“ segir Sigmundur. Í nýjustu skoðanakönnun Félagsvísingastofnunnar mælist flokkurinn með 6,4% fylgi og lækkar um 3% frá því fyrir viku. „Nokkurn veginn á sama tíma vorum við með frá 9,5 og upp í 10,7% hjá þremur fyrirtækjum. Félagsvísindastofnun skar sig aðeins úr en það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist hjá þeim,“ segir Sigmundur.Á flokkurinn eftir að bæta frekar í á næstu tveimur vikum?„Ég vona það. Við þurfum að hafa sæmilega sterkt umboð ef við ætlum að ná að koma þessum málum áleiðis í hugsanlegri stjórnarmyndun,“ segir Sigmundur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir stefnumál flokkanna að mörgu leyti keimlík Miðflokkurinn, stjórnmálaafl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, mun kynna stefnumál sín fyrir komandi alþingiskosningar klukkan þrjú í dag. 15. október 2017 13:36 Í beinni: Miðflokkurinn kynnir kosningastefnu sína Kosningastefna Miðflokksins kynnt á fundi í Rúgbrauðsgerðinni. 15. október 2017 15:02 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Sigmundur Davíð segir stefnumál flokkanna að mörgu leyti keimlík Miðflokkurinn, stjórnmálaafl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, mun kynna stefnumál sín fyrir komandi alþingiskosningar klukkan þrjú í dag. 15. október 2017 13:36
Í beinni: Miðflokkurinn kynnir kosningastefnu sína Kosningastefna Miðflokksins kynnt á fundi í Rúgbrauðsgerðinni. 15. október 2017 15:02