Ólína gengur til liðs við Útvarp Sögu: „Ég hef alltaf kunnað vel við mig í þessu andrúmslofti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2017 08:00 Ólína Þorvarðardóttir snýr aftur í fjölmiðla. Vísir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur gengið til liðs við kosningaútvarpið á Útvarpi Sögu. „Þetta er bara tveggja vikna vertíð, ég er bara rétt að hlaupa undir bagga. Taka sig upp gamlir taktar í nokkra daga, það er ágætt.“ Spurð að því hvort það hafi nokkuð verið mál að rifja upp þess gömlu takta, svarar Ólína því að þetta hafi verið eins og að byrja að hjóla eftir langa mæðu. Ólína segir að hún og Arnþrúður Karlsdóttir séu gamlir vinnufélagar og vinkonur frá gamalli tíð en þær unnu saman á Ríkisútvarpinu. „Við erum nokkrar fréttakonur sem höfum haldið hópinn síðan,“ segir Ólína. Aðspurð hvernig það sé að vera nú í hlutverki spyrilsins svarar Ólína: „Það er bara alveg ljómandi skemmtilegt, það er eiginlega mun skemmtilegra. Að geta bara verið sú sem spyr hinna gagnrýnu spurninga og stýrir umræðunni. Maður fær það nú ekki alltaf þegar maður er stjórnmálamaður.“ „Ég hafði hugsað mér að reyna að veita innsýn inn í kosningamálin og ég hef fyrirætlanir um að gefa öllum tækifæri í því og gera ekki greinarmun á milli flokka hvað það varðar. Ég ætla hins vegar að vera ég sjálf eins og ég hef alltaf verið. Það er engin launung á því að ég er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og jafnaðarmaður og ég tala sem slík. Hlutleysi felst ekki í því að vera laus við skoðanir heldur að hafa allt upp á borðum og leyfa öllum að tala. Það verður mín nálgun á þetta,“ segir Ólína sem vann við fyrsta þáttinn í gær. Spurð út í umræðuhefðina segir Ólína að umræðan sé á stundum óöguð. „Ég verð að viðurkenna það og menn eru svolítið fljótir að stökkva á veikleikana ef þeir finna þá en auðvitað eiga menn ekkert að sýna neina miskunn í stjórnmálaumræðu en fólk verður að sýna ákveðinn drengskap og vera málefnalegt. Það er kannski fyrst og fremst það sem mér finnst skipta máli. Það má auðvitað gagnrýna stjórnmálamenn og sjálfsagt að gera það, verk þeirra, skulum við segja, frekar heldur en þá sjálfa.“Hefurðu áhuga á frekari störfum á vettvangi fjölmiðla?„Ég er nú svo ævintýragjörn að ég læt yfirleitt ekki góð tækifæri fram hjá mér fara þannig að það er aldrei að vita. Ég hef alltaf kunnað vel við mig í þessu andrúmslofti, að vera með fingur á púlsinum.“ Kosningar 2017 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur gengið til liðs við kosningaútvarpið á Útvarpi Sögu. „Þetta er bara tveggja vikna vertíð, ég er bara rétt að hlaupa undir bagga. Taka sig upp gamlir taktar í nokkra daga, það er ágætt.“ Spurð að því hvort það hafi nokkuð verið mál að rifja upp þess gömlu takta, svarar Ólína því að þetta hafi verið eins og að byrja að hjóla eftir langa mæðu. Ólína segir að hún og Arnþrúður Karlsdóttir séu gamlir vinnufélagar og vinkonur frá gamalli tíð en þær unnu saman á Ríkisútvarpinu. „Við erum nokkrar fréttakonur sem höfum haldið hópinn síðan,“ segir Ólína. Aðspurð hvernig það sé að vera nú í hlutverki spyrilsins svarar Ólína: „Það er bara alveg ljómandi skemmtilegt, það er eiginlega mun skemmtilegra. Að geta bara verið sú sem spyr hinna gagnrýnu spurninga og stýrir umræðunni. Maður fær það nú ekki alltaf þegar maður er stjórnmálamaður.“ „Ég hafði hugsað mér að reyna að veita innsýn inn í kosningamálin og ég hef fyrirætlanir um að gefa öllum tækifæri í því og gera ekki greinarmun á milli flokka hvað það varðar. Ég ætla hins vegar að vera ég sjálf eins og ég hef alltaf verið. Það er engin launung á því að ég er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og jafnaðarmaður og ég tala sem slík. Hlutleysi felst ekki í því að vera laus við skoðanir heldur að hafa allt upp á borðum og leyfa öllum að tala. Það verður mín nálgun á þetta,“ segir Ólína sem vann við fyrsta þáttinn í gær. Spurð út í umræðuhefðina segir Ólína að umræðan sé á stundum óöguð. „Ég verð að viðurkenna það og menn eru svolítið fljótir að stökkva á veikleikana ef þeir finna þá en auðvitað eiga menn ekkert að sýna neina miskunn í stjórnmálaumræðu en fólk verður að sýna ákveðinn drengskap og vera málefnalegt. Það er kannski fyrst og fremst það sem mér finnst skipta máli. Það má auðvitað gagnrýna stjórnmálamenn og sjálfsagt að gera það, verk þeirra, skulum við segja, frekar heldur en þá sjálfa.“Hefurðu áhuga á frekari störfum á vettvangi fjölmiðla?„Ég er nú svo ævintýragjörn að ég læt yfirleitt ekki góð tækifæri fram hjá mér fara þannig að það er aldrei að vita. Ég hef alltaf kunnað vel við mig í þessu andrúmslofti, að vera með fingur á púlsinum.“
Kosningar 2017 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira