Kelly kom Trump til varnar: „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2017 22:30 John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins. Vísir/AFP Fyrrverandi hershöfðinginn og núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, John Kelly, kom Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til varnar í kvöld. Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmál Bandaríkjanna segja ósatt um samskipti annarra forseta við fjölskyldur fallna hermanna.Frederica S. Wilson, þingkona Demókrataflokksins, sem heyrði símtal Trump við ekkju hermannsins La David T. Johnson, sagði Trump hafa sýnt ónærgætni með því að meðal annars segja að Johnson hefði vitað „hvað hann skráði sig í“. Hún sagði einnig að Trump hefði ekki vitað hvað hermaðurinn hét og hann hefði grætt Myeshia Johson, ekkju hans.Sjá einnig: Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálinTrump hafði þvertekið fyrir að hafa sagt það sem Wilson sakaði hann um að segja. Hann sagði frásögn Wilson vera lygi og að hann gæti sannað það. Kelly, sem var með Trump þegar hann hringdi í ekkjuna, virðist þó hafa staðfest að Trump hafi verið að ljúga þegar hann sakaði Wilson um lygar. „Hann vissi hvað hann var að koma sér út í því hann skráði sig í herinn. Það er engin ástæða til að skrá sig í herinn. Hann skráði sig og hann var þar sem hann vildi vera og með fólkinu sem hann vildi vera með þegar hann féll,“ sagði Kelly að hefðu verið skilaboðin sem Trump hafi viljað og reynt að koma á framfæri við ekkjuna. Kelly sagði einnig að þingkonan, Wilson, hefði verið „eigingjörn“ þegar hún sagði fjölmiðlum frá símtalinu.Símtalið umrædda var á hátalara í limmósínu þar sem fjölskylda Johnson var á leið til flugvallar í Flórída að taka á móti líki hans. Johnson dó í umsátri vígamanna í Níger þann fjórða október. Wilson var með fjölskyldunni í bílnum, þar sem hún er vinur fjölskyldunnar og hún kynntist Johnson í gegnum starf sitt í þágu þeldökkra unglinga í erfiðleikum í Miami á árum áður. Hún ræddi við Politico í kvöld og sagði að hann væri eingöngu að reyna að halda starfi sínu. „Hann myndi segja hvað sem er. Það voru fleiri sem heyrðu það sem ég sagði,“ sagði Wilson.Sjá einnig: Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hannKelly sagði einnig að hann hefði ráðlagt Trump að hringja ekki í fjölskylduna. „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki. Því þetta er ekki símtal sem foreldrar og fjölskyldumeðlimir hlakka til að fá.“ Hann sagaði að forsetinn gæti ekkert sagt til að létta byrði þessa fólks. Kelly þekkir það af eigin reynslu en sonur hans dó þegar hann steig á jarðsprengju í Afganistan árið 2010. Trump vakti athygli á því á dögunum þegar hann var að verja ummæli sín um fyrri forseta. Hann sagði að Obama hefði ekki hringt í Kelly og staðfesti hershöfðinginn fyrrverandi það. Hann sagðist þó ekki bera kala til Obama fyrir það. Obama bauð Kelly og eiginkonu hans svo til morgunverðar nokkrum mánuðum síðar ásamt fjölskyldumeðlimum annarra hermanna sem höfðu látið lífið. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25 Trump bauð syrgjandi föður fé Það var ekki fyrr en fjölmiðlar spurðu Hvíta húsið hvað hafi orðið um féð sem ávísunin var send á föður fallins hermanns. 19. október 2017 11:27 Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Fyrrverandi hershöfðinginn og núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, John Kelly, kom Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til varnar í kvöld. Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmál Bandaríkjanna segja ósatt um samskipti annarra forseta við fjölskyldur fallna hermanna.Frederica S. Wilson, þingkona Demókrataflokksins, sem heyrði símtal Trump við ekkju hermannsins La David T. Johnson, sagði Trump hafa sýnt ónærgætni með því að meðal annars segja að Johnson hefði vitað „hvað hann skráði sig í“. Hún sagði einnig að Trump hefði ekki vitað hvað hermaðurinn hét og hann hefði grætt Myeshia Johson, ekkju hans.Sjá einnig: Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálinTrump hafði þvertekið fyrir að hafa sagt það sem Wilson sakaði hann um að segja. Hann sagði frásögn Wilson vera lygi og að hann gæti sannað það. Kelly, sem var með Trump þegar hann hringdi í ekkjuna, virðist þó hafa staðfest að Trump hafi verið að ljúga þegar hann sakaði Wilson um lygar. „Hann vissi hvað hann var að koma sér út í því hann skráði sig í herinn. Það er engin ástæða til að skrá sig í herinn. Hann skráði sig og hann var þar sem hann vildi vera og með fólkinu sem hann vildi vera með þegar hann féll,“ sagði Kelly að hefðu verið skilaboðin sem Trump hafi viljað og reynt að koma á framfæri við ekkjuna. Kelly sagði einnig að þingkonan, Wilson, hefði verið „eigingjörn“ þegar hún sagði fjölmiðlum frá símtalinu.Símtalið umrædda var á hátalara í limmósínu þar sem fjölskylda Johnson var á leið til flugvallar í Flórída að taka á móti líki hans. Johnson dó í umsátri vígamanna í Níger þann fjórða október. Wilson var með fjölskyldunni í bílnum, þar sem hún er vinur fjölskyldunnar og hún kynntist Johnson í gegnum starf sitt í þágu þeldökkra unglinga í erfiðleikum í Miami á árum áður. Hún ræddi við Politico í kvöld og sagði að hann væri eingöngu að reyna að halda starfi sínu. „Hann myndi segja hvað sem er. Það voru fleiri sem heyrðu það sem ég sagði,“ sagði Wilson.Sjá einnig: Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hannKelly sagði einnig að hann hefði ráðlagt Trump að hringja ekki í fjölskylduna. „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki. Því þetta er ekki símtal sem foreldrar og fjölskyldumeðlimir hlakka til að fá.“ Hann sagaði að forsetinn gæti ekkert sagt til að létta byrði þessa fólks. Kelly þekkir það af eigin reynslu en sonur hans dó þegar hann steig á jarðsprengju í Afganistan árið 2010. Trump vakti athygli á því á dögunum þegar hann var að verja ummæli sín um fyrri forseta. Hann sagði að Obama hefði ekki hringt í Kelly og staðfesti hershöfðinginn fyrrverandi það. Hann sagðist þó ekki bera kala til Obama fyrir það. Obama bauð Kelly og eiginkonu hans svo til morgunverðar nokkrum mánuðum síðar ásamt fjölskyldumeðlimum annarra hermanna sem höfðu látið lífið.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25 Trump bauð syrgjandi föður fé Það var ekki fyrr en fjölmiðlar spurðu Hvíta húsið hvað hafi orðið um féð sem ávísunin var send á föður fallins hermanns. 19. október 2017 11:27 Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00
Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25
Trump bauð syrgjandi föður fé Það var ekki fyrr en fjölmiðlar spurðu Hvíta húsið hvað hafi orðið um féð sem ávísunin var send á föður fallins hermanns. 19. október 2017 11:27
Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent