Vill taka á bónusum í fjármálageiranum með skattlagningu Birgir Olgeirsson skrifar 2. október 2017 19:33 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Vísir „Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í Reykjavík Síðdegis í dag þar sem hún var spurð út í viðhorf VG til frekari skattahækkana. Flokkur Katrínar hefur verið að mælast stærstur í skoðanakönnunum en hún sagðist meta það svo að með því væri verið að kalla eftir uppbyggingu á innviðum samfélagsins sem fráfarandi ríkisstjórn hefði ekki staðið við. Kallað hefði verið eftir því að þessi efnahagslegi uppgangur sem ríkt hefur á Íslandi undanfarin ár skilaði sér í heilbrigðis-, mennta- og vegakerfið, en það hefði í raun ekki gerst. Vinstri græn hefðu tekið upp á því um síðastliðna helgi að hefja kosningabaráttuna með því að ganga í hús með bæklinga og bjóða fólki að segja sína skoðun á málum. Þar hefði innviðauppbyggingin borið hæst á góma.Skattbyrðin á Íslandi ekki lág Þáttastjórnendur minntu Katrínu á að hún hefði fagnað hækkun skatta á olíu og bensín og spurðu í kjölfarið hvort að þeir yrðu hækkaðir frekar komist Vinstri græn til valda. Hún svaraði því að skattar yrðu ekki hækkaðir frekar á almenning í landinu. „Ég er líka á því að við eigum að nýta græna skatta samhliða þessu,“ sagði Katrín og benti á að Íslendingar þyrftu að huga að orkuskiptum í samgöngum og hvernig á að ná markmiðum í umhverfismálum. Hún sagðist frekar horfa til þess að skattleggja ofurtekjur og nefndi bónusa í fjármálageiranum sem dæmi. „Hvernig ætlum við að taka á því nema einmitt að skattleggja ofurtekjur sem slíkar eru, byrjum þar en hækkum ekki skatta á almenning því íslenskur almenningur borgar alveg nógu háa skatta eins og er. Skattbyrðin á Íslandi er ekki lág á þennan stóra massa af fólki sem hér býr,“ sagði KatrínStóra þversögnin Hún sagði flesta hagvísa benda í rétta átt, ástandið sem blasi við sé gott hagfræðilega en stóra þversögnin sé sú að á meðan svo er sé ekki ráðist í almennilega uppbyggingu innviða. „Við vitum að við erum ríkt samfélag en samt erum við að horfa á að það sé ekki hægt að standa undir almennilegu heilbrigðiskerfi, að það sé ekki hægt að tryggja að lægstu laun dugi til framfærslu og ekki hægt að byggja upp í skólunum,“ sagði Katrín. Hún benti á að fyrir nokkrum áratugum hefðu „ömmur okkar og afar“ byggt upp öflugt samfélag á miklu fátækara Íslandi, þar sem var hægt að bjóða upp á ókeypis heilbrigðisþjónustu, skóla og vegi. „Fyrir okkur snýst þetta um skiptingu gæða og að þetta velferðarsamfélag standi undir nafni.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
„Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í Reykjavík Síðdegis í dag þar sem hún var spurð út í viðhorf VG til frekari skattahækkana. Flokkur Katrínar hefur verið að mælast stærstur í skoðanakönnunum en hún sagðist meta það svo að með því væri verið að kalla eftir uppbyggingu á innviðum samfélagsins sem fráfarandi ríkisstjórn hefði ekki staðið við. Kallað hefði verið eftir því að þessi efnahagslegi uppgangur sem ríkt hefur á Íslandi undanfarin ár skilaði sér í heilbrigðis-, mennta- og vegakerfið, en það hefði í raun ekki gerst. Vinstri græn hefðu tekið upp á því um síðastliðna helgi að hefja kosningabaráttuna með því að ganga í hús með bæklinga og bjóða fólki að segja sína skoðun á málum. Þar hefði innviðauppbyggingin borið hæst á góma.Skattbyrðin á Íslandi ekki lág Þáttastjórnendur minntu Katrínu á að hún hefði fagnað hækkun skatta á olíu og bensín og spurðu í kjölfarið hvort að þeir yrðu hækkaðir frekar komist Vinstri græn til valda. Hún svaraði því að skattar yrðu ekki hækkaðir frekar á almenning í landinu. „Ég er líka á því að við eigum að nýta græna skatta samhliða þessu,“ sagði Katrín og benti á að Íslendingar þyrftu að huga að orkuskiptum í samgöngum og hvernig á að ná markmiðum í umhverfismálum. Hún sagðist frekar horfa til þess að skattleggja ofurtekjur og nefndi bónusa í fjármálageiranum sem dæmi. „Hvernig ætlum við að taka á því nema einmitt að skattleggja ofurtekjur sem slíkar eru, byrjum þar en hækkum ekki skatta á almenning því íslenskur almenningur borgar alveg nógu háa skatta eins og er. Skattbyrðin á Íslandi er ekki lág á þennan stóra massa af fólki sem hér býr,“ sagði KatrínStóra þversögnin Hún sagði flesta hagvísa benda í rétta átt, ástandið sem blasi við sé gott hagfræðilega en stóra þversögnin sé sú að á meðan svo er sé ekki ráðist í almennilega uppbyggingu innviða. „Við vitum að við erum ríkt samfélag en samt erum við að horfa á að það sé ekki hægt að standa undir almennilegu heilbrigðiskerfi, að það sé ekki hægt að tryggja að lægstu laun dugi til framfærslu og ekki hægt að byggja upp í skólunum,“ sagði Katrín. Hún benti á að fyrir nokkrum áratugum hefðu „ömmur okkar og afar“ byggt upp öflugt samfélag á miklu fátækara Íslandi, þar sem var hægt að bjóða upp á ókeypis heilbrigðisþjónustu, skóla og vegi. „Fyrir okkur snýst þetta um skiptingu gæða og að þetta velferðarsamfélag standi undir nafni.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira