Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2017 15:21 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AFP Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. Hann hafi aldrei íhugað það. Hann vildi ekki ræða um það við blaðamenn hvort hann hefði kallað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fávita.NBC birti í morgun frétt þar sem því var haldið fram að Mike Pence, varaforseti, hefði þurft að grípa inn í þegar Tillerson hafi ætlað að segja upp í sumar. Nokkrum dögum áður hafi hann verið á fundi með þjóðaröryggisráði Trump og ráðgjöfum hans og hafi kallað forsetann fávita. Tillerson hélt óvæntan blaðamannafund í dag vegna fregnanna þar sem hann sagðist aldrei hafa íhugað að hætta í starfi sínu. Spenna er sögð hafa myndast á milli Tillerson og Trump sem hafa oft á tíðum verið ósammála opinberlega og þar á meðal um málefni Norður-Kóreu og Íran. Spennan mun hafa náð hámarki þegar Trump flutti umdeilda ræðu fyrir framan fjölmarga unga skáta í júlí. Tillerson, sem var eitt sinni yfirmaður skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum, mun þá hafa verið á sínum heimaslóðum í Texas og er hann sagður hafa hótað því að fara ekki aftur til Washington DC.Aðrar fréttastofur vestanhafs hafa einnig heimildir fyrir því að Tillerson hafi kallað Trump fávita og að Trump hafi komist að því. Tillerson sagðist ekki vilja ræða þær fregnir. Þegar hann var spurður hvort að Trump hefði farið fram á það Tillerson myndi neita þessum fregnum opinberlega sagðist Tillerson ekki hafa talað við forsetann í dag. Donald Trump tísti þó skömmu áður en blaðamannafundurinn hófst og þar skammaðist hann yfir NBC og CNN. Um leið og blaðamannafundur Tillerson var búinn tísti forsetinn aftur og sagði að NBC ætti að biðja „BANDARÍKIN“ afsökunar.NBC news is #FakeNews and more dishonest than even CNN. They are a disgrace to good reporting. No wonder their news ratings are way down!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 4, 2017 The @NBCNews story has just been totally refuted by Sec. Tillerson and @VP Pence. It is #FakeNews. They should issue an apology to AMERICA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 4, 2017 Donald Trump Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Sjá meira
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. Hann hafi aldrei íhugað það. Hann vildi ekki ræða um það við blaðamenn hvort hann hefði kallað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fávita.NBC birti í morgun frétt þar sem því var haldið fram að Mike Pence, varaforseti, hefði þurft að grípa inn í þegar Tillerson hafi ætlað að segja upp í sumar. Nokkrum dögum áður hafi hann verið á fundi með þjóðaröryggisráði Trump og ráðgjöfum hans og hafi kallað forsetann fávita. Tillerson hélt óvæntan blaðamannafund í dag vegna fregnanna þar sem hann sagðist aldrei hafa íhugað að hætta í starfi sínu. Spenna er sögð hafa myndast á milli Tillerson og Trump sem hafa oft á tíðum verið ósammála opinberlega og þar á meðal um málefni Norður-Kóreu og Íran. Spennan mun hafa náð hámarki þegar Trump flutti umdeilda ræðu fyrir framan fjölmarga unga skáta í júlí. Tillerson, sem var eitt sinni yfirmaður skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum, mun þá hafa verið á sínum heimaslóðum í Texas og er hann sagður hafa hótað því að fara ekki aftur til Washington DC.Aðrar fréttastofur vestanhafs hafa einnig heimildir fyrir því að Tillerson hafi kallað Trump fávita og að Trump hafi komist að því. Tillerson sagðist ekki vilja ræða þær fregnir. Þegar hann var spurður hvort að Trump hefði farið fram á það Tillerson myndi neita þessum fregnum opinberlega sagðist Tillerson ekki hafa talað við forsetann í dag. Donald Trump tísti þó skömmu áður en blaðamannafundurinn hófst og þar skammaðist hann yfir NBC og CNN. Um leið og blaðamannafundur Tillerson var búinn tísti forsetinn aftur og sagði að NBC ætti að biðja „BANDARÍKIN“ afsökunar.NBC news is #FakeNews and more dishonest than even CNN. They are a disgrace to good reporting. No wonder their news ratings are way down!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 4, 2017 The @NBCNews story has just been totally refuted by Sec. Tillerson and @VP Pence. It is #FakeNews. They should issue an apology to AMERICA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 4, 2017
Donald Trump Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Sjá meira