Formaður Bjartrar framtíðar tekur skoðanakannanir ekki nærri sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2017 15:49 Óttarr Proppé segir liðsmenn Bjartrar framtíðar keika og hressa þrátt fyrir lítið fylgi í skoðanakönnunum. Vísir/Hanna Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst lesa það í kannanir síðustu daga að staðan í stjórnmálunum sé óljós og að mikil hreyfing sé á fylginu. Í síðustu þremur könnunum, það er í könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis í dag, í þjóðarpúlsi Gallup á laugardag sem og í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið sama dag mælist Björt framtíð með það lítið fylgi að flokkurinn næði ekki mönnum á þing. „Auðvitað vildi maður alltaf sjá betri stöðu í könnunum en það sem maður les í þessar kannanir sem eru að birtast þessa daga er að það er mikil hreyfing á fylgi og staðan mjög óljós. Þannig að maður tekur þetta ekkert nærri sér. Við höfum nú séð það svartara,“ segir Óttarr í samtali við Vísi. Aðspurður hvað hann telji að skýri þetta litla fylgi flokksins segir Óttarr: „Ég held að það sem skýri þetta sé óljós staða fyrir fólki. Það er mikið flakk á fylgi og órói í stjórnmálunum og það er í sjálfu sér bara líka góður möguleiki á breytingum. Síðan auðvitað hefur umræðan í kosningabaráttunni frekar snúist um menn heldur en málefni og ég held að þegar nær dregur þá eigi málefnin eftir að skipta meira máli. Svo við erum bara keik og hress.“Það hefur stundum verið talað um dauðakoss Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum, það er að þeir flokkar sem fari með honum í ríkisstjórn nái ekki miklu flugi í næstu kosningum. Óttast Óttarr ekkert þann umtalaða koss? „Nei, ég tek nú ekki mikið mark á hindurvitnum og þetta er eitt af mörgu sem er sagt. Ég held að við í Bjartri framtíð erum nýr flokkur og höfum sveiflast upp og niður í skoðanakönnunum alveg síðan 2012. Auðvitað er þátttaka okkar í ríkisstjórn og þáttur Bjartrar framtíðar í að slíta ríkisstjórninni hefur örugglega áhrif á það hvernig fólk er að upplifa okkur en ég tengi það ekki við þessar skoðanakannanir,“ segir Óttarr. Þá segir hann flokkinn hafa fundið fyrir miklum stuðningi undanfarið sem og skilningi á þeirri ákvörðun flokksins að draga sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Kosningar 2017 Tengdar fréttir VG stærsti flokkurinn í nýjum þjóðarpúlsi VG hefur 24,8% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn 23,1%. Björt framtíð og Viðreisn ná ekki manni inn á þing. 30. september 2017 12:45 Björt framtíð, Viðreisn og Miðflokkurinn myndu ekki ná inn á þing Viðreisn, Björt Framtíð og Miðflokkurinn myndu ekki fá þingsæti samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 30. september 2017 09:54 Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst lesa það í kannanir síðustu daga að staðan í stjórnmálunum sé óljós og að mikil hreyfing sé á fylginu. Í síðustu þremur könnunum, það er í könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis í dag, í þjóðarpúlsi Gallup á laugardag sem og í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið sama dag mælist Björt framtíð með það lítið fylgi að flokkurinn næði ekki mönnum á þing. „Auðvitað vildi maður alltaf sjá betri stöðu í könnunum en það sem maður les í þessar kannanir sem eru að birtast þessa daga er að það er mikil hreyfing á fylgi og staðan mjög óljós. Þannig að maður tekur þetta ekkert nærri sér. Við höfum nú séð það svartara,“ segir Óttarr í samtali við Vísi. Aðspurður hvað hann telji að skýri þetta litla fylgi flokksins segir Óttarr: „Ég held að það sem skýri þetta sé óljós staða fyrir fólki. Það er mikið flakk á fylgi og órói í stjórnmálunum og það er í sjálfu sér bara líka góður möguleiki á breytingum. Síðan auðvitað hefur umræðan í kosningabaráttunni frekar snúist um menn heldur en málefni og ég held að þegar nær dregur þá eigi málefnin eftir að skipta meira máli. Svo við erum bara keik og hress.“Það hefur stundum verið talað um dauðakoss Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum, það er að þeir flokkar sem fari með honum í ríkisstjórn nái ekki miklu flugi í næstu kosningum. Óttast Óttarr ekkert þann umtalaða koss? „Nei, ég tek nú ekki mikið mark á hindurvitnum og þetta er eitt af mörgu sem er sagt. Ég held að við í Bjartri framtíð erum nýr flokkur og höfum sveiflast upp og niður í skoðanakönnunum alveg síðan 2012. Auðvitað er þátttaka okkar í ríkisstjórn og þáttur Bjartrar framtíðar í að slíta ríkisstjórninni hefur örugglega áhrif á það hvernig fólk er að upplifa okkur en ég tengi það ekki við þessar skoðanakannanir,“ segir Óttarr. Þá segir hann flokkinn hafa fundið fyrir miklum stuðningi undanfarið sem og skilningi á þeirri ákvörðun flokksins að draga sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir VG stærsti flokkurinn í nýjum þjóðarpúlsi VG hefur 24,8% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn 23,1%. Björt framtíð og Viðreisn ná ekki manni inn á þing. 30. september 2017 12:45 Björt framtíð, Viðreisn og Miðflokkurinn myndu ekki ná inn á þing Viðreisn, Björt Framtíð og Miðflokkurinn myndu ekki fá þingsæti samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 30. september 2017 09:54 Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
VG stærsti flokkurinn í nýjum þjóðarpúlsi VG hefur 24,8% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn 23,1%. Björt framtíð og Viðreisn ná ekki manni inn á þing. 30. september 2017 12:45
Björt framtíð, Viðreisn og Miðflokkurinn myndu ekki ná inn á þing Viðreisn, Björt Framtíð og Miðflokkurinn myndu ekki fá þingsæti samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 30. september 2017 09:54
Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30