Trump treystir utanríkisráðherranum sem er sagður hafa kallað hann fávita Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2017 19:59 Tillerson (t.v.) er meðal annars sagður hafa verið brjálaður út í Trump vegna furðulegrar ræðu sem hann hélt á stóru skátamóti í sumar. Vísir/AFP Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti beri traust til Rex Tillerson, utanríkisráðherra. Bandarískir fjölmiðlar sögðu frá því að Tillerson hefði ætlað að segja af sér og kallað Trump „fávita“ í dag. Frétt NBC um að Mike Pence, varaforseti, hefði þurft að tala Tillerson ofan af því að segja af sér í sumar olli miklum titringi í Washington-borg í dag. Tillerson boðaði til blaðamannafundar í skyndi þar sem hann bar fréttirnar til baka. Hann neitaði þó ekki að hafa kallað forsetann „fávita“ eins og haldið var fram í fréttinni. Utanríkisráðuneyti hans gaf frá sér yfirlýsingu nú í kvöld þar sem fullyrt var að Tillerson hefði ekki haft slík orð um Trump enda notaði hann ekki slíkt orðbragð. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði fréttamönnum í dag að Trump hefði ekki rætt við Tillerson í dag. Hann bæri enn traust til hans, að því er segir í frétt Reuters. Trump hefur virst grafa undan Tillerson undanfarið. Þegar Tillerson greindi frá því að bandarísk stjórnvöld héldu opnum möguleikum á viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu tísti Trump að hann hefði sagt utanríkisráðherranum að það væri tilgangslaust.Segir Tillerson einn þeirra sem kemur í veg fyrir glundroða Bob Corker, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Tennessee, harmaði í viðtali í dag að Tillerson hefði ekki fengið þann stuðning sem honum bæri frá Hvíta húsinu. Tillerson væri einn þeirra sem kæmu í veg fyrir glundroða í Bandaríkjunum. „Ég tel að Tillerson ráðherra, [James] Mattis [varnarmála]ráðherra og [John] Kelly starfsmannastjóri [Hvíta hússins] séu mennirnir sem hjálpa til við að halda landinu okkar frá glundroða,“ sagði Corker sem ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á næsta ári. Þegar hann var spurður nánar út í þau ummæli gaf Corker í skyn að ákveðnir einstaklingar innan Hvíta hússins ynnu gegn starfi Tillerson, Mattis og Kelly. „Þeir vinna vel saman að því að tryggja að sú stefna sem við kynnum fyrir öðrum þjóðum sé traust og skipulögð. Það er annað fólk innan ríkisstjórnarinnar sem gerir það ekki að mínu mati.“Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Corker um Tillerson utanríkisráðherra..@SenBobCorker: "I think Sec. Tillerson, Sec. Mattis and Chief of Staff Kelly are those people that help separate our country from chaos." pic.twitter.com/NjuRX59s6A— CSPAN (@cspan) October 4, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21 Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Sjá meira
Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti beri traust til Rex Tillerson, utanríkisráðherra. Bandarískir fjölmiðlar sögðu frá því að Tillerson hefði ætlað að segja af sér og kallað Trump „fávita“ í dag. Frétt NBC um að Mike Pence, varaforseti, hefði þurft að tala Tillerson ofan af því að segja af sér í sumar olli miklum titringi í Washington-borg í dag. Tillerson boðaði til blaðamannafundar í skyndi þar sem hann bar fréttirnar til baka. Hann neitaði þó ekki að hafa kallað forsetann „fávita“ eins og haldið var fram í fréttinni. Utanríkisráðuneyti hans gaf frá sér yfirlýsingu nú í kvöld þar sem fullyrt var að Tillerson hefði ekki haft slík orð um Trump enda notaði hann ekki slíkt orðbragð. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði fréttamönnum í dag að Trump hefði ekki rætt við Tillerson í dag. Hann bæri enn traust til hans, að því er segir í frétt Reuters. Trump hefur virst grafa undan Tillerson undanfarið. Þegar Tillerson greindi frá því að bandarísk stjórnvöld héldu opnum möguleikum á viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu tísti Trump að hann hefði sagt utanríkisráðherranum að það væri tilgangslaust.Segir Tillerson einn þeirra sem kemur í veg fyrir glundroða Bob Corker, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Tennessee, harmaði í viðtali í dag að Tillerson hefði ekki fengið þann stuðning sem honum bæri frá Hvíta húsinu. Tillerson væri einn þeirra sem kæmu í veg fyrir glundroða í Bandaríkjunum. „Ég tel að Tillerson ráðherra, [James] Mattis [varnarmála]ráðherra og [John] Kelly starfsmannastjóri [Hvíta hússins] séu mennirnir sem hjálpa til við að halda landinu okkar frá glundroða,“ sagði Corker sem ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á næsta ári. Þegar hann var spurður nánar út í þau ummæli gaf Corker í skyn að ákveðnir einstaklingar innan Hvíta hússins ynnu gegn starfi Tillerson, Mattis og Kelly. „Þeir vinna vel saman að því að tryggja að sú stefna sem við kynnum fyrir öðrum þjóðum sé traust og skipulögð. Það er annað fólk innan ríkisstjórnarinnar sem gerir það ekki að mínu mati.“Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Corker um Tillerson utanríkisráðherra..@SenBobCorker: "I think Sec. Tillerson, Sec. Mattis and Chief of Staff Kelly are those people that help separate our country from chaos." pic.twitter.com/NjuRX59s6A— CSPAN (@cspan) October 4, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21 Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Sjá meira
Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21
Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20