Skrítið að hafa Kára ekki við hliðina á mér Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 5. október 2017 06:00 „Við erum bara spenntir fyrir verkefninu enda er þetta einn stærsti og mikilvægasti leikur sem við höfum spilað. Þetta verður gaman,“ segir Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, en strákarnir okkar mæta Tyrkjum í Eskisehir á föstudagskvöldið. Þeir æfðu í síðasta sinn í Antalya í gær en flugu svo til Eskisehir undir kvöldið en þar fer leikurinn fram. Strákarnir okkar eru í öðru sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 og ráða örlögum sínum sjálfir er varðar að komast í umspilið. Sex stig tryggja okkar mönnum sæti í umspilinu en gullpotturinn við enda regnbogans er auðvitað sjálft heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland komst á EM 2016 í Frakklandi og strákarnir eru staðráðnir í að komast á annað stórmót.Aftur í stórum séns „Ég var að hugsa þetta fyrir svolitlu síðan. Það getur hvaða landslið sem er komist á eitt stórmót en það er annað að sýna stöðugleika eins og við erum að gera. Við komumst í umspil, förum svo á stórmót og erum núna aftur í stórum séns,“ segir Ragnar og bætir við: „Það sýnir virkilega að þú ert með gott lið ef þú ert að gera þetta trekk í trekk. Þetta er bara geggjað. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig við erum að gera þetta en það er góður andi og samstaða og metnaður í þessu liði og það er augljóslega að sýna sig.“ Ísland vann Úkraínu, 2-0, í síðasta leik en tapaði þar áður á móti Finnlandi ytra sem var mikið áfall. Eftir tapið gegn Finnum var gerð breyting á miðvarðaparinu en þá fékk Ragnar nýjan mann sér við hlið, Sverri Inga Ingason. Ragnar var búinn að spila við hlið Kára í 27 mótsleikjum í röð.Ragnar á landsliðsæfingu.vísir/ernirÞetta var mjög skrítið „Ég viðurkenni fúslega að þetta var mjög skrítið. Það var skrítið að hafa ekki Kára við hliðina á sér þar sem við erum búnir að spila saman í sex ár. Það vita samt allir hérna hvað Sverrir getur. Þetta var samt vissulega skrítið,“ segir Ragnar sem segir Kára Árnason ekki hafa tekið pirring sinn út á öðrum. „Auðvitað var Kári pirraður þegar að hann fékk þessar fréttir. Ef þú ert ekki pirraður þegar að þú ert að spila áttu ekki að vera að spila fótbolta eða íþróttir yfir höfuð. Kári er fagmaður og lét þetta ekkert bitna á liðinu þó svo að þetta væri svekkjandi fyrir hann. Ég tók ekki eftir neinu.“ Ísland spilaði við Tyrkland fyrir tveimur árum í brjáluðum látum í Konya og það má búast við annarri eins stemningu í Eskisehir á föstudagskvöldið.Ekkert stress á okkur „Ég veit ekki hversu mikið það mun hjálpa að hafa verið hér áður. Það er alltaf ákveðið sjokk að koma inn á völl þar sem allt er geðveikt. Spurningin er bara hvort maður tekur það með sér á jákvæðan eða neikvæðan hátt. Maður getur orðið stressaður eða notað þetta sem einhvers konar hvatningu. Við erum með það reynt lið að það verður ekkert stress á okkur.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Sjá meira
„Við erum bara spenntir fyrir verkefninu enda er þetta einn stærsti og mikilvægasti leikur sem við höfum spilað. Þetta verður gaman,“ segir Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, en strákarnir okkar mæta Tyrkjum í Eskisehir á föstudagskvöldið. Þeir æfðu í síðasta sinn í Antalya í gær en flugu svo til Eskisehir undir kvöldið en þar fer leikurinn fram. Strákarnir okkar eru í öðru sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 og ráða örlögum sínum sjálfir er varðar að komast í umspilið. Sex stig tryggja okkar mönnum sæti í umspilinu en gullpotturinn við enda regnbogans er auðvitað sjálft heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland komst á EM 2016 í Frakklandi og strákarnir eru staðráðnir í að komast á annað stórmót.Aftur í stórum séns „Ég var að hugsa þetta fyrir svolitlu síðan. Það getur hvaða landslið sem er komist á eitt stórmót en það er annað að sýna stöðugleika eins og við erum að gera. Við komumst í umspil, förum svo á stórmót og erum núna aftur í stórum séns,“ segir Ragnar og bætir við: „Það sýnir virkilega að þú ert með gott lið ef þú ert að gera þetta trekk í trekk. Þetta er bara geggjað. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig við erum að gera þetta en það er góður andi og samstaða og metnaður í þessu liði og það er augljóslega að sýna sig.“ Ísland vann Úkraínu, 2-0, í síðasta leik en tapaði þar áður á móti Finnlandi ytra sem var mikið áfall. Eftir tapið gegn Finnum var gerð breyting á miðvarðaparinu en þá fékk Ragnar nýjan mann sér við hlið, Sverri Inga Ingason. Ragnar var búinn að spila við hlið Kára í 27 mótsleikjum í röð.Ragnar á landsliðsæfingu.vísir/ernirÞetta var mjög skrítið „Ég viðurkenni fúslega að þetta var mjög skrítið. Það var skrítið að hafa ekki Kára við hliðina á sér þar sem við erum búnir að spila saman í sex ár. Það vita samt allir hérna hvað Sverrir getur. Þetta var samt vissulega skrítið,“ segir Ragnar sem segir Kára Árnason ekki hafa tekið pirring sinn út á öðrum. „Auðvitað var Kári pirraður þegar að hann fékk þessar fréttir. Ef þú ert ekki pirraður þegar að þú ert að spila áttu ekki að vera að spila fótbolta eða íþróttir yfir höfuð. Kári er fagmaður og lét þetta ekkert bitna á liðinu þó svo að þetta væri svekkjandi fyrir hann. Ég tók ekki eftir neinu.“ Ísland spilaði við Tyrkland fyrir tveimur árum í brjáluðum látum í Konya og það má búast við annarri eins stemningu í Eskisehir á föstudagskvöldið.Ekkert stress á okkur „Ég veit ekki hversu mikið það mun hjálpa að hafa verið hér áður. Það er alltaf ákveðið sjokk að koma inn á völl þar sem allt er geðveikt. Spurningin er bara hvort maður tekur það með sér á jákvæðan eða neikvæðan hátt. Maður getur orðið stressaður eða notað þetta sem einhvers konar hvatningu. Við erum með það reynt lið að það verður ekkert stress á okkur.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Sjá meira