Arnór Ingvi: Geri mitt besta og vonast eftir spiltíma Tómas Þór Þórðarson í Eskisehir skrifar 6. október 2017 11:00 Arnór Ingvi Traustason, sóknarmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur ekki fengið mikið að spila fyrir Ísland í þessari undankeppni eftir að vera ein af óvæntu stjörnum EM 2016. Arnór gæti fengið tækifærið í kvöld þegar strákarnir okkar mæta Tyrklandi í undankeppni HM 2018 í Eskisehir klukkan 21.45 að staðartíma. „Það vilja allir spila fótboltaleiki og þá sérstaklega með landsliðinu og ég tala nú ekki um þennan leik. Menn leggja sig alltaf fram hérna á æfingum og vilja spila en það er þjálfarinn sem að velur liðið. Við verðum að virða það,“ sagði Arnór Ingvi við Vísi á æfingu liðsins í Antalya fyrr í vikunni. „Þetta er alltaf eins fyrir mig. Ég kem hingað og geri mitt besta og vonast eftir smá spiltíma. Það hefur ekkert breyst mikið hjá mér.“ Arnór hefur heldur ekki fengið að spila mikið fyrir nýja liðið sitt AEK í Grikklandi en þangað kom hann frá Rapid Vín í Austurríki. „Fyrstu vikurnar eru búnar að vera svolítið erfiðar. Þetta er nýtt fyrir mér. Ég hef ekki fengið mikið að spila eins og maður vonaðist eftir. Lífið þarna er samt mjög gott og gott að vera þarna. Vonandi fæ ég bara að fá að spila meira,“ sagði hann. „Ég hef alveg rætt oft við þjálfarann en liðinu hefur gengið ótrúlega vel. Við erum efstir og aðeins búnir að fá á okkur tvö mörk. Liðið er að spila rosalega vel heima og í Evrópu. Það er erfitt að breyta sigurliði þannig að maður bíður bara þolinmóður,“ sagði Arnór Ingvi Traustason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kaka, krakkakór og löggur að taka sjálfur á æfingu Tyrklands Arda Turan fékk köku fyrir 100 leiki eftir að spila bara 99. 5. október 2017 23:30 Þjálfari Tyrklands: Viljum sýna að við erum betri en Ísland Mircea Lucescu hefur mikla trú á sínum mönnum gegn Íslandi á morgun. 5. október 2017 16:15 "Vildum sýna að þetta var engin heppni“ Landsliðsfyrirliðinn er stoltur af stöðugleikanum sem íslenska liðið hefur sýnt. 5. október 2017 19:15 Heimir: Pössum að menn verði ekki of metnaðarfullir Strákarnir okkar hugsa bara um leikinn á móti Tyrklandi á morgun og er ekki komnir fram úr sjálfum sér segir landsliðsþjálfarinn. 5. október 2017 20:30 Enginn að fara fram úr sér Strákarnir okkar hefja lokasprettinn í átt að HM 2018 í Rússlandi í kvöld er þeir mæta Tyrkjum í brjálaðri stemningu í Eskisahir. Góðar fréttir af fyrirliðanum. 6. október 2017 06:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason, sóknarmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur ekki fengið mikið að spila fyrir Ísland í þessari undankeppni eftir að vera ein af óvæntu stjörnum EM 2016. Arnór gæti fengið tækifærið í kvöld þegar strákarnir okkar mæta Tyrklandi í undankeppni HM 2018 í Eskisehir klukkan 21.45 að staðartíma. „Það vilja allir spila fótboltaleiki og þá sérstaklega með landsliðinu og ég tala nú ekki um þennan leik. Menn leggja sig alltaf fram hérna á æfingum og vilja spila en það er þjálfarinn sem að velur liðið. Við verðum að virða það,“ sagði Arnór Ingvi við Vísi á æfingu liðsins í Antalya fyrr í vikunni. „Þetta er alltaf eins fyrir mig. Ég kem hingað og geri mitt besta og vonast eftir smá spiltíma. Það hefur ekkert breyst mikið hjá mér.“ Arnór hefur heldur ekki fengið að spila mikið fyrir nýja liðið sitt AEK í Grikklandi en þangað kom hann frá Rapid Vín í Austurríki. „Fyrstu vikurnar eru búnar að vera svolítið erfiðar. Þetta er nýtt fyrir mér. Ég hef ekki fengið mikið að spila eins og maður vonaðist eftir. Lífið þarna er samt mjög gott og gott að vera þarna. Vonandi fæ ég bara að fá að spila meira,“ sagði hann. „Ég hef alveg rætt oft við þjálfarann en liðinu hefur gengið ótrúlega vel. Við erum efstir og aðeins búnir að fá á okkur tvö mörk. Liðið er að spila rosalega vel heima og í Evrópu. Það er erfitt að breyta sigurliði þannig að maður bíður bara þolinmóður,“ sagði Arnór Ingvi Traustason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kaka, krakkakór og löggur að taka sjálfur á æfingu Tyrklands Arda Turan fékk köku fyrir 100 leiki eftir að spila bara 99. 5. október 2017 23:30 Þjálfari Tyrklands: Viljum sýna að við erum betri en Ísland Mircea Lucescu hefur mikla trú á sínum mönnum gegn Íslandi á morgun. 5. október 2017 16:15 "Vildum sýna að þetta var engin heppni“ Landsliðsfyrirliðinn er stoltur af stöðugleikanum sem íslenska liðið hefur sýnt. 5. október 2017 19:15 Heimir: Pössum að menn verði ekki of metnaðarfullir Strákarnir okkar hugsa bara um leikinn á móti Tyrklandi á morgun og er ekki komnir fram úr sjálfum sér segir landsliðsþjálfarinn. 5. október 2017 20:30 Enginn að fara fram úr sér Strákarnir okkar hefja lokasprettinn í átt að HM 2018 í Rússlandi í kvöld er þeir mæta Tyrkjum í brjálaðri stemningu í Eskisahir. Góðar fréttir af fyrirliðanum. 6. október 2017 06:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjá meira
Kaka, krakkakór og löggur að taka sjálfur á æfingu Tyrklands Arda Turan fékk köku fyrir 100 leiki eftir að spila bara 99. 5. október 2017 23:30
Þjálfari Tyrklands: Viljum sýna að við erum betri en Ísland Mircea Lucescu hefur mikla trú á sínum mönnum gegn Íslandi á morgun. 5. október 2017 16:15
"Vildum sýna að þetta var engin heppni“ Landsliðsfyrirliðinn er stoltur af stöðugleikanum sem íslenska liðið hefur sýnt. 5. október 2017 19:15
Heimir: Pössum að menn verði ekki of metnaðarfullir Strákarnir okkar hugsa bara um leikinn á móti Tyrklandi á morgun og er ekki komnir fram úr sjálfum sér segir landsliðsþjálfarinn. 5. október 2017 20:30
Enginn að fara fram úr sér Strákarnir okkar hefja lokasprettinn í átt að HM 2018 í Rússlandi í kvöld er þeir mæta Tyrkjum í brjálaðri stemningu í Eskisahir. Góðar fréttir af fyrirliðanum. 6. október 2017 06:00