Jón Daði: Frábært að hjálpa okkur að taka skref í átt að HM Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2017 21:12 Jón Daði Böðvarsson, maður leiksins gegn Tyrkjum í kvöld, var eðlilega ánægður en hélt sig á jörðinni í samtali við Vísi í leikslok. Selfyssingurinn var ánægður með sinn leik. „Ég er bara í núllinu. Það er er einn leikur eftir og maður er strax farinn að hugsa um hann,” sagði Jón Daði í kvöld. „Auðvitað er frábært að vinna Tyrki 3-0 á útivelli. Það koma ekkert mörg lið hingað og sækja þrjú stig, hvað þá 3-0. Frábært.” „Við vissum að pressan væri mest á þeim. Þeir urðu að vinna, við þurftum að vinna líka, en þeir á heimavelli og kröfur stuðningsmanna þeirra eru miklar á þá að vinna þennan leik.” „Ef hlutirnir ganga ekki upp þá fara stuðningsmenn að púa á þá og sýna þannig að þeir séu ekki sáttir. Það hjálpaði okkur og mér fannst við klókir að stjórna tímanum og halda boltanum. Mér fannst skipulagið vera tipp-topp í dag.” Jón Daði var frábær í kvöld; hann lagði upp tvö mörk, var sívinnandi og eðlilega var hann maður leiksins að mati Vísis í leikslok. Hann var ánægður með sinn leik. „Það er mikilvægt að þegar mörkin eru ekki til staðar að sýna aðra hluti og ég veit að það er mikið í mínum leik annað en mörk. Það er frábært að eiga þennan fína leik í dag og hjálpa okkur að taka annað skref í átt að HM.” Einn leikur er eftir í riðlinum og það er gegn Kósóvó hér heima á mánudag. Sigri Ísland hann fer liðið á HM 2018 í Rússlandi. Jón Daði var sammála að eitt verkefni væri eftir: „Það er bara þannig. Þetta er mjög spennandi og það er mikilvægt að núllstilla okkur strax. Það er langt flug framundan og það er mikilvægt að menn næri sig vel og endurheimti sem fyrst. Síðan stefnum við á toppleik heima,” sagði Jón Daði að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter í hálfleik: Jón Daði myndi standa af sér fólskulega líkamsárás Twitter er gjörsamlega á hliðinni eftir frábæran fyrri hálfleik strákanna okkar gegn Tyrkjum í Tyrklandi, en leikurinn er liður í undankeppni HM 2018 sem fer fram í Rússlandi. 6. október 2017 19:35 Einkunnir eftir sigurinn í Tyrklandi: Jón Daði maður leiksins Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti. 6. október 2017 20:42 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-3 | Frábær frammistaða í Eskisehir og Ísland einum sigri frá sæti á HM Stund sannleikans er runnin upp í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar sækja Tyrki heim á einn erfiðasta útivöll heims. Okkar menn þurfa helst að fá eitthvað úr leiknum. 6. október 2017 20:30 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, maður leiksins gegn Tyrkjum í kvöld, var eðlilega ánægður en hélt sig á jörðinni í samtali við Vísi í leikslok. Selfyssingurinn var ánægður með sinn leik. „Ég er bara í núllinu. Það er er einn leikur eftir og maður er strax farinn að hugsa um hann,” sagði Jón Daði í kvöld. „Auðvitað er frábært að vinna Tyrki 3-0 á útivelli. Það koma ekkert mörg lið hingað og sækja þrjú stig, hvað þá 3-0. Frábært.” „Við vissum að pressan væri mest á þeim. Þeir urðu að vinna, við þurftum að vinna líka, en þeir á heimavelli og kröfur stuðningsmanna þeirra eru miklar á þá að vinna þennan leik.” „Ef hlutirnir ganga ekki upp þá fara stuðningsmenn að púa á þá og sýna þannig að þeir séu ekki sáttir. Það hjálpaði okkur og mér fannst við klókir að stjórna tímanum og halda boltanum. Mér fannst skipulagið vera tipp-topp í dag.” Jón Daði var frábær í kvöld; hann lagði upp tvö mörk, var sívinnandi og eðlilega var hann maður leiksins að mati Vísis í leikslok. Hann var ánægður með sinn leik. „Það er mikilvægt að þegar mörkin eru ekki til staðar að sýna aðra hluti og ég veit að það er mikið í mínum leik annað en mörk. Það er frábært að eiga þennan fína leik í dag og hjálpa okkur að taka annað skref í átt að HM.” Einn leikur er eftir í riðlinum og það er gegn Kósóvó hér heima á mánudag. Sigri Ísland hann fer liðið á HM 2018 í Rússlandi. Jón Daði var sammála að eitt verkefni væri eftir: „Það er bara þannig. Þetta er mjög spennandi og það er mikilvægt að núllstilla okkur strax. Það er langt flug framundan og það er mikilvægt að menn næri sig vel og endurheimti sem fyrst. Síðan stefnum við á toppleik heima,” sagði Jón Daði að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter í hálfleik: Jón Daði myndi standa af sér fólskulega líkamsárás Twitter er gjörsamlega á hliðinni eftir frábæran fyrri hálfleik strákanna okkar gegn Tyrkjum í Tyrklandi, en leikurinn er liður í undankeppni HM 2018 sem fer fram í Rússlandi. 6. október 2017 19:35 Einkunnir eftir sigurinn í Tyrklandi: Jón Daði maður leiksins Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti. 6. október 2017 20:42 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-3 | Frábær frammistaða í Eskisehir og Ísland einum sigri frá sæti á HM Stund sannleikans er runnin upp í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar sækja Tyrki heim á einn erfiðasta útivöll heims. Okkar menn þurfa helst að fá eitthvað úr leiknum. 6. október 2017 20:30 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Twitter í hálfleik: Jón Daði myndi standa af sér fólskulega líkamsárás Twitter er gjörsamlega á hliðinni eftir frábæran fyrri hálfleik strákanna okkar gegn Tyrkjum í Tyrklandi, en leikurinn er liður í undankeppni HM 2018 sem fer fram í Rússlandi. 6. október 2017 19:35
Einkunnir eftir sigurinn í Tyrklandi: Jón Daði maður leiksins Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti. 6. október 2017 20:42
Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-3 | Frábær frammistaða í Eskisehir og Ísland einum sigri frá sæti á HM Stund sannleikans er runnin upp í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar sækja Tyrki heim á einn erfiðasta útivöll heims. Okkar menn þurfa helst að fá eitthvað úr leiknum. 6. október 2017 20:30