Nýjasta þjóðhetjan Pyry í viðtali: „Takk, herra forseti!“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2017 14:06 Leikmenn finnska landsliðsins fagna hér Pyry í gær eftir að hann skoraði jöfnunarmarkið. vísir/epa Pyry Soiri, leikmaður finnska landsliðsins í knattspyrnu er nýjasta þjóðhetja Íslendinga eftir að hann skoraði jöfnunarmark Finna gegn Króötum undir lok leiks þeirra í gær, segist glaður hafa hjálpað bæði liði sínu við að ná góðum úrslitum og svo íslenska liðinu. Rætt var við hann í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í hádeginu í dag. Ísland sigraði Tyrki 3-0 á útivelli í gær eins og flestir vita en landsmenn biðu svo með öndina í hálsinum eftir úrslitunum í leik Finna og Króata þar sem jafntefli þýddi að Ísland myndi tylla sér í toppsæti I-riðils í undankeppni HM. Pyry skoraði jöfnunarmark Finna og eftir að úrslitin voru ljós varð hann á svipstundu hetja í augum okkar Íslendinga. Þannig tóku einhverjir sig til og stofnuðu aðdáendasíðu fyrir Pyry á Facebook þar sem meðlimir eru nú þegar orðnir meira en þrjú þúsund talsins. Pyry hefur aldrei komið til Íslands en segir að nú verði hann að koma til landsins. Hann segist hafa fengið mikið af skemmtilegum og indælum skilaboðum frá Íslendingum seinasta hálfa sólarhringinn en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi honum meðal annars skilaboð á Facebook-síðu forsetaembættisins í gær. Þar þakkaði Guðni hinum frábæra Pyry fyrir en Pyry hafði reyndar ekki séð skilaboðin. Hann þakkaði Guðna fyrir í þættinum: „Thank you Mr. President!“ sagði Pyry á ensku sem væri einfaldlega á íslensku „Takk, herra forseti!“ Hlusta má á viðtalið við Pyry í spilaranum hér fyrir neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hetjur sem óttast ekkert Brjáluðu lætin og óvinveitta andrúmsloftið hafði engin áhrif á strákana okkar sem pökkuðu Tyrkjum saman enn og aftur. Ísland er einum sigri frá HM. 7. október 2017 06:00 Erlendir fjölmiðlar um sigur Íslands: Björk, Sigur Rós og stóri gaurinn úr Ófærð, slakið á og dáist að þessum úrslitum BBC gerir grín að Roy Hodgson vegna sigur Íslands. 6. október 2017 21:22 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjá meira
Pyry Soiri, leikmaður finnska landsliðsins í knattspyrnu er nýjasta þjóðhetja Íslendinga eftir að hann skoraði jöfnunarmark Finna gegn Króötum undir lok leiks þeirra í gær, segist glaður hafa hjálpað bæði liði sínu við að ná góðum úrslitum og svo íslenska liðinu. Rætt var við hann í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í hádeginu í dag. Ísland sigraði Tyrki 3-0 á útivelli í gær eins og flestir vita en landsmenn biðu svo með öndina í hálsinum eftir úrslitunum í leik Finna og Króata þar sem jafntefli þýddi að Ísland myndi tylla sér í toppsæti I-riðils í undankeppni HM. Pyry skoraði jöfnunarmark Finna og eftir að úrslitin voru ljós varð hann á svipstundu hetja í augum okkar Íslendinga. Þannig tóku einhverjir sig til og stofnuðu aðdáendasíðu fyrir Pyry á Facebook þar sem meðlimir eru nú þegar orðnir meira en þrjú þúsund talsins. Pyry hefur aldrei komið til Íslands en segir að nú verði hann að koma til landsins. Hann segist hafa fengið mikið af skemmtilegum og indælum skilaboðum frá Íslendingum seinasta hálfa sólarhringinn en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi honum meðal annars skilaboð á Facebook-síðu forsetaembættisins í gær. Þar þakkaði Guðni hinum frábæra Pyry fyrir en Pyry hafði reyndar ekki séð skilaboðin. Hann þakkaði Guðna fyrir í þættinum: „Thank you Mr. President!“ sagði Pyry á ensku sem væri einfaldlega á íslensku „Takk, herra forseti!“ Hlusta má á viðtalið við Pyry í spilaranum hér fyrir neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hetjur sem óttast ekkert Brjáluðu lætin og óvinveitta andrúmsloftið hafði engin áhrif á strákana okkar sem pökkuðu Tyrkjum saman enn og aftur. Ísland er einum sigri frá HM. 7. október 2017 06:00 Erlendir fjölmiðlar um sigur Íslands: Björk, Sigur Rós og stóri gaurinn úr Ófærð, slakið á og dáist að þessum úrslitum BBC gerir grín að Roy Hodgson vegna sigur Íslands. 6. október 2017 21:22 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjá meira
Hetjur sem óttast ekkert Brjáluðu lætin og óvinveitta andrúmsloftið hafði engin áhrif á strákana okkar sem pökkuðu Tyrkjum saman enn og aftur. Ísland er einum sigri frá HM. 7. október 2017 06:00
Erlendir fjölmiðlar um sigur Íslands: Björk, Sigur Rós og stóri gaurinn úr Ófærð, slakið á og dáist að þessum úrslitum BBC gerir grín að Roy Hodgson vegna sigur Íslands. 6. október 2017 21:22