Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2017 07:58 Frá samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í ágúst. Daginn eftir brutust út slagsmál á milli þeirra og mótmælenda á götum bæjarins. Vísir/AFP Hópur hvítra þjóðernisöfgamanna safnaðist saman við styttu af Suðurríkjaherforingjanum Robert E. Lee í Charlottesville í Virginíu enn á ný í gærkvöldi. Kona var drepin þegar nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hvítir þjóðernissinnar komu saman þar í sumar. Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, fór fyrir hópnum í gærkvöldi að sögn Washington Post. Líkt og fyrr í sumar báru öfgamennirnir kyndla. Spencer sagði að viðburðurinn hafi verið lengi í undirbúningi. Öfgamennirnir hafa ítrekað komið saman í Charlottesville til að mótmæla áformum bæjaryfirvalda um að fjarlægja styttuna af Lee úr almenningsgarði þar. „Sjálfsmynd okkar skiptir máli. Við ætlum ekki að standa til hliðar og leyfa fólki að rífa niður þessi tákn um sögu okkar og þjóð og við ætlum að endurtaka þetta,“ hótaði Spencer.Sjá einnig:Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Mike Signer, bæjarstjóri Charlottesville, fordæmdi öfgamennina á Twitter og vísaði til fyrirlitlegrar heimsóknar nýnasista. „Þið eruð ekki velkomnir hér! Farið heim! Á meðan erum við að skoða lagalega möguleika okkar. Fylgist með,“ tísti Signer.HAPPENING NOW: @RichardBSpencer & white nationalist supporters are back with their torches in front of Lee statue in #Charlottesville. pic.twitter.com/CwVhxpN7r8— Matt Talhelm (@MattTalhelm) October 7, 2017 Mannskæð samkoma í sumarTil óeirða kom í Charlottesville í ágúst þegar ýmsir hópar hvítra þjóðernissinna fylktu liði til bæjarins á samkomu sem þeir höfðu boðað til þar. Slógust þeir við mótmælendur öfgastefnu þeirra á götum úti. Einn öfgamannanna ók á endanum á hóp fólks í göngugötu með þeim afleiðing að einn mótmælendanna, kona á fertugsaldri, lét lífið.Sjá einnig: Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Átökin drógu töluverðan dilk á eftir sér í bandarískum stjórnmálum. Þannig vakti furðu að Donald Trump forseti forðaðist í lengstu lög að fordæma öfgamennina. Eftir nokkra daga og töluverðan þrýsting las hann yfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi hvíta þjóðernissinna en skömmu síðar helti hann úr skálum reiði sinnar og sagði eins og frægt er orðið að „margt mjög gott fólk“ hafi verið í röðum bæði mótmælenda og hvítra þjóðernissinna. Kenndi hann báðum fylkingum um ofbeldið. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira
Hópur hvítra þjóðernisöfgamanna safnaðist saman við styttu af Suðurríkjaherforingjanum Robert E. Lee í Charlottesville í Virginíu enn á ný í gærkvöldi. Kona var drepin þegar nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hvítir þjóðernissinnar komu saman þar í sumar. Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, fór fyrir hópnum í gærkvöldi að sögn Washington Post. Líkt og fyrr í sumar báru öfgamennirnir kyndla. Spencer sagði að viðburðurinn hafi verið lengi í undirbúningi. Öfgamennirnir hafa ítrekað komið saman í Charlottesville til að mótmæla áformum bæjaryfirvalda um að fjarlægja styttuna af Lee úr almenningsgarði þar. „Sjálfsmynd okkar skiptir máli. Við ætlum ekki að standa til hliðar og leyfa fólki að rífa niður þessi tákn um sögu okkar og þjóð og við ætlum að endurtaka þetta,“ hótaði Spencer.Sjá einnig:Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Mike Signer, bæjarstjóri Charlottesville, fordæmdi öfgamennina á Twitter og vísaði til fyrirlitlegrar heimsóknar nýnasista. „Þið eruð ekki velkomnir hér! Farið heim! Á meðan erum við að skoða lagalega möguleika okkar. Fylgist með,“ tísti Signer.HAPPENING NOW: @RichardBSpencer & white nationalist supporters are back with their torches in front of Lee statue in #Charlottesville. pic.twitter.com/CwVhxpN7r8— Matt Talhelm (@MattTalhelm) October 7, 2017 Mannskæð samkoma í sumarTil óeirða kom í Charlottesville í ágúst þegar ýmsir hópar hvítra þjóðernissinna fylktu liði til bæjarins á samkomu sem þeir höfðu boðað til þar. Slógust þeir við mótmælendur öfgastefnu þeirra á götum úti. Einn öfgamannanna ók á endanum á hóp fólks í göngugötu með þeim afleiðing að einn mótmælendanna, kona á fertugsaldri, lét lífið.Sjá einnig: Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Átökin drógu töluverðan dilk á eftir sér í bandarískum stjórnmálum. Þannig vakti furðu að Donald Trump forseti forðaðist í lengstu lög að fordæma öfgamennina. Eftir nokkra daga og töluverðan þrýsting las hann yfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi hvíta þjóðernissinna en skömmu síðar helti hann úr skálum reiði sinnar og sagði eins og frægt er orðið að „margt mjög gott fólk“ hafi verið í röðum bæði mótmælenda og hvítra þjóðernissinna. Kenndi hann báðum fylkingum um ofbeldið.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira
Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41
Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29
Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00