Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2017 07:58 Frá samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í ágúst. Daginn eftir brutust út slagsmál á milli þeirra og mótmælenda á götum bæjarins. Vísir/AFP Hópur hvítra þjóðernisöfgamanna safnaðist saman við styttu af Suðurríkjaherforingjanum Robert E. Lee í Charlottesville í Virginíu enn á ný í gærkvöldi. Kona var drepin þegar nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hvítir þjóðernissinnar komu saman þar í sumar. Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, fór fyrir hópnum í gærkvöldi að sögn Washington Post. Líkt og fyrr í sumar báru öfgamennirnir kyndla. Spencer sagði að viðburðurinn hafi verið lengi í undirbúningi. Öfgamennirnir hafa ítrekað komið saman í Charlottesville til að mótmæla áformum bæjaryfirvalda um að fjarlægja styttuna af Lee úr almenningsgarði þar. „Sjálfsmynd okkar skiptir máli. Við ætlum ekki að standa til hliðar og leyfa fólki að rífa niður þessi tákn um sögu okkar og þjóð og við ætlum að endurtaka þetta,“ hótaði Spencer.Sjá einnig:Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Mike Signer, bæjarstjóri Charlottesville, fordæmdi öfgamennina á Twitter og vísaði til fyrirlitlegrar heimsóknar nýnasista. „Þið eruð ekki velkomnir hér! Farið heim! Á meðan erum við að skoða lagalega möguleika okkar. Fylgist með,“ tísti Signer.HAPPENING NOW: @RichardBSpencer & white nationalist supporters are back with their torches in front of Lee statue in #Charlottesville. pic.twitter.com/CwVhxpN7r8— Matt Talhelm (@MattTalhelm) October 7, 2017 Mannskæð samkoma í sumarTil óeirða kom í Charlottesville í ágúst þegar ýmsir hópar hvítra þjóðernissinna fylktu liði til bæjarins á samkomu sem þeir höfðu boðað til þar. Slógust þeir við mótmælendur öfgastefnu þeirra á götum úti. Einn öfgamannanna ók á endanum á hóp fólks í göngugötu með þeim afleiðing að einn mótmælendanna, kona á fertugsaldri, lét lífið.Sjá einnig: Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Átökin drógu töluverðan dilk á eftir sér í bandarískum stjórnmálum. Þannig vakti furðu að Donald Trump forseti forðaðist í lengstu lög að fordæma öfgamennina. Eftir nokkra daga og töluverðan þrýsting las hann yfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi hvíta þjóðernissinna en skömmu síðar helti hann úr skálum reiði sinnar og sagði eins og frægt er orðið að „margt mjög gott fólk“ hafi verið í röðum bæði mótmælenda og hvítra þjóðernissinna. Kenndi hann báðum fylkingum um ofbeldið. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Hópur hvítra þjóðernisöfgamanna safnaðist saman við styttu af Suðurríkjaherforingjanum Robert E. Lee í Charlottesville í Virginíu enn á ný í gærkvöldi. Kona var drepin þegar nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hvítir þjóðernissinnar komu saman þar í sumar. Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, fór fyrir hópnum í gærkvöldi að sögn Washington Post. Líkt og fyrr í sumar báru öfgamennirnir kyndla. Spencer sagði að viðburðurinn hafi verið lengi í undirbúningi. Öfgamennirnir hafa ítrekað komið saman í Charlottesville til að mótmæla áformum bæjaryfirvalda um að fjarlægja styttuna af Lee úr almenningsgarði þar. „Sjálfsmynd okkar skiptir máli. Við ætlum ekki að standa til hliðar og leyfa fólki að rífa niður þessi tákn um sögu okkar og þjóð og við ætlum að endurtaka þetta,“ hótaði Spencer.Sjá einnig:Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Mike Signer, bæjarstjóri Charlottesville, fordæmdi öfgamennina á Twitter og vísaði til fyrirlitlegrar heimsóknar nýnasista. „Þið eruð ekki velkomnir hér! Farið heim! Á meðan erum við að skoða lagalega möguleika okkar. Fylgist með,“ tísti Signer.HAPPENING NOW: @RichardBSpencer & white nationalist supporters are back with their torches in front of Lee statue in #Charlottesville. pic.twitter.com/CwVhxpN7r8— Matt Talhelm (@MattTalhelm) October 7, 2017 Mannskæð samkoma í sumarTil óeirða kom í Charlottesville í ágúst þegar ýmsir hópar hvítra þjóðernissinna fylktu liði til bæjarins á samkomu sem þeir höfðu boðað til þar. Slógust þeir við mótmælendur öfgastefnu þeirra á götum úti. Einn öfgamannanna ók á endanum á hóp fólks í göngugötu með þeim afleiðing að einn mótmælendanna, kona á fertugsaldri, lét lífið.Sjá einnig: Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Átökin drógu töluverðan dilk á eftir sér í bandarískum stjórnmálum. Þannig vakti furðu að Donald Trump forseti forðaðist í lengstu lög að fordæma öfgamennina. Eftir nokkra daga og töluverðan þrýsting las hann yfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi hvíta þjóðernissinna en skömmu síðar helti hann úr skálum reiði sinnar og sagði eins og frægt er orðið að „margt mjög gott fólk“ hafi verið í röðum bæði mótmælenda og hvítra þjóðernissinna. Kenndi hann báðum fylkingum um ofbeldið.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41
Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29
Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00