Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld 9. október 2017 21:08 Gylfi Þór Sigurðsson á ferðinni í kvöld. Vísir/Eyþór Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson skoruðu mörk íslenska liðsins í sitthvorum hálfleiknum en íslenska liðið spilaði yfirvegað og af mikilli skynsemi í kvöld. Íslenska liðið átti mjög góðan leik, í heild sinni, en Gylfi Þór Sigurðsson var valinn maður leiksins af Vísi. Gylfi skoraði fyrra markið og lagði síðan upp það síðara fyrir Jóhann Berg sem var líka frábær í kvöld. Einkunnir má lesa hér að neðan sem og umsögn um hvern og einn.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Þurfti lítið að verja annan leikinn í röð enda varnarleikur liðsins búinn að vera frábær. Mjög traustur í teignum og lenti í engum vandræðum á rennblautum vellinum. Sparkaði vel.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Varðist vel en hefði mátt vera beittari fram á við.Kári Árnason, miðvörður 8 Öflugur í loftinu að vanda og gekk frá turninum í framlínu Kósóvó manna eins og honum einum er lagið. Skilaði boltanum vel frá sér.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Samstarf hans og Kára frábært að vanda. Nokkur lykilstopp í teignum þegar gestirnir ógnuðu eitthvað.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Var mjög fastur fyrir og lét gestina finna til tevatnsins. Fyrirgjafirnar ekkert sérstakar en tæklaði vel og varðist vel.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9 Frábær leikur hjá Jóa Berg sem spilaði sinn besta leik frá því í Bern. Var virkilega sókndjarfur, lék á menn hægri vinstri og skoraði gott mark.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Fyrirliðinn afskaplega traustur og yfirvegaður inn á miðjunni að vanda. Átti sérstaklega góðan dag þegar kom að sendingum, sérstaklega lengri sendingum fram völlinn sem komu sóknum af stað.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Besti fótboltamaðurinn á vellinum sýndi gæði sín enn og aftur. Skoraði mikilvæga markið sem braut ísinn og “bossaði” svo miðjuna með stæl. Magnaður leikmaður.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 8 Tók frábærlega við bolta inn á miðjunni og lenti eiginlega aldrei í vandræðum. Góður að finna menn í hlaup á kantinum og vinnur mikið af boltum til baka.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Átti misjafnan leik í kvöld en var duglegur að vanda. Hefði mátt gera meira framr á við.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Mjög vinnusamur en kom ekki alveg jafnmikið út úr því og í Tyrklandi. Var skipt út af snemma í seinni hálfleik.Varamenn:Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 61. mínútu) 7 Hélt bolta vel og tengdi vel við Gylfa frammi þar sem plássi var orðið aðeins meira. Sinnti varnarvinnu vel.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 79. mínútu) - Spilaði ekki nóg HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson skoruðu mörk íslenska liðsins í sitthvorum hálfleiknum en íslenska liðið spilaði yfirvegað og af mikilli skynsemi í kvöld. Íslenska liðið átti mjög góðan leik, í heild sinni, en Gylfi Þór Sigurðsson var valinn maður leiksins af Vísi. Gylfi skoraði fyrra markið og lagði síðan upp það síðara fyrir Jóhann Berg sem var líka frábær í kvöld. Einkunnir má lesa hér að neðan sem og umsögn um hvern og einn.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Þurfti lítið að verja annan leikinn í röð enda varnarleikur liðsins búinn að vera frábær. Mjög traustur í teignum og lenti í engum vandræðum á rennblautum vellinum. Sparkaði vel.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Varðist vel en hefði mátt vera beittari fram á við.Kári Árnason, miðvörður 8 Öflugur í loftinu að vanda og gekk frá turninum í framlínu Kósóvó manna eins og honum einum er lagið. Skilaði boltanum vel frá sér.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Samstarf hans og Kára frábært að vanda. Nokkur lykilstopp í teignum þegar gestirnir ógnuðu eitthvað.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Var mjög fastur fyrir og lét gestina finna til tevatnsins. Fyrirgjafirnar ekkert sérstakar en tæklaði vel og varðist vel.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9 Frábær leikur hjá Jóa Berg sem spilaði sinn besta leik frá því í Bern. Var virkilega sókndjarfur, lék á menn hægri vinstri og skoraði gott mark.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Fyrirliðinn afskaplega traustur og yfirvegaður inn á miðjunni að vanda. Átti sérstaklega góðan dag þegar kom að sendingum, sérstaklega lengri sendingum fram völlinn sem komu sóknum af stað.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Besti fótboltamaðurinn á vellinum sýndi gæði sín enn og aftur. Skoraði mikilvæga markið sem braut ísinn og “bossaði” svo miðjuna með stæl. Magnaður leikmaður.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 8 Tók frábærlega við bolta inn á miðjunni og lenti eiginlega aldrei í vandræðum. Góður að finna menn í hlaup á kantinum og vinnur mikið af boltum til baka.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Átti misjafnan leik í kvöld en var duglegur að vanda. Hefði mátt gera meira framr á við.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Mjög vinnusamur en kom ekki alveg jafnmikið út úr því og í Tyrklandi. Var skipt út af snemma í seinni hálfleik.Varamenn:Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 61. mínútu) 7 Hélt bolta vel og tengdi vel við Gylfa frammi þar sem plássi var orðið aðeins meira. Sinnti varnarvinnu vel.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 79. mínútu) - Spilaði ekki nóg
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Sjá meira