Utankjörfundur fer fram í Smáralindinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2017 06:00 Það er ágætt pláss til þess að taka á móti fólki í vesturenda Smáralindar. Vísir/Vilhelm Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir alþingiskosningarnar 28. október fer fram í Smáralind frá og með laugardeginum 7. október. Þangað til verður hægt að greiða atkvæði á skrifstofu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að Hlíðarsmára 1 í Kópavogi. Þetta er í fyrsta sinn sem hægt verður að greiða atkvæði í verslunarmiðstöðinni frá því að hún var opnuð árið 2001. Atkvæðagreiðslan verður vestan til á 2. hæð verslunarmiðstöðvarinnar, skammt frá versluninni H&M. Síðustu ár hefur utankjörfundaratkvæðagreiðslan farið fram í Perlunni og þar áður í Laugardalshöll, en ekki reyndist unnt að fá afnot af húsnæði þar í þetta skiptið.Magnús Már Guðmundsson„Þetta er bara á besta stað og auðvelt aðgengi, segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Menn geti verslað og kosið í sama húsinu. „Þú getur farið í ræktina og hreinsað hugann og kosið á eftir,“ segir hann. Ekki eru allir jafn hrifnir. „Mér fyndist meiri bragur á því að hafa þetta eins og verið hefur, en þetta er skammur fyrirvari og menn hafa þurft að sníða sér stakk eftir vexti. En ég vona að þetta verði bara í þetta eina skipti og finnst þetta sjoppulegt,“ segir Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi í Reykjavík. En hvers vegna að fara með utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind frekar en aðrar verslunarmiðstöðvar? „Ég held að ástæðan fyrir þessu hljóti að vera sú að þeir í Smáralind hafi nóg af lausu plássi til að láta undir svona atburð. Við hér í Kringlunni höfum ekkert pláss fyrir svona,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, stærsta eiganda Kringlunnar. Hann hafði ekki heyrt af ákvörðun sýslumannsins þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Ég held að við munum ekki óska skýringa á því af hverju þeir fengu þetta enda hlýtur útskýringin að felast í rýminu sem menn hafa undir þetta,“ bætir Guðjón við. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Sjá meira
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir alþingiskosningarnar 28. október fer fram í Smáralind frá og með laugardeginum 7. október. Þangað til verður hægt að greiða atkvæði á skrifstofu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að Hlíðarsmára 1 í Kópavogi. Þetta er í fyrsta sinn sem hægt verður að greiða atkvæði í verslunarmiðstöðinni frá því að hún var opnuð árið 2001. Atkvæðagreiðslan verður vestan til á 2. hæð verslunarmiðstöðvarinnar, skammt frá versluninni H&M. Síðustu ár hefur utankjörfundaratkvæðagreiðslan farið fram í Perlunni og þar áður í Laugardalshöll, en ekki reyndist unnt að fá afnot af húsnæði þar í þetta skiptið.Magnús Már Guðmundsson„Þetta er bara á besta stað og auðvelt aðgengi, segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Menn geti verslað og kosið í sama húsinu. „Þú getur farið í ræktina og hreinsað hugann og kosið á eftir,“ segir hann. Ekki eru allir jafn hrifnir. „Mér fyndist meiri bragur á því að hafa þetta eins og verið hefur, en þetta er skammur fyrirvari og menn hafa þurft að sníða sér stakk eftir vexti. En ég vona að þetta verði bara í þetta eina skipti og finnst þetta sjoppulegt,“ segir Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi í Reykjavík. En hvers vegna að fara með utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind frekar en aðrar verslunarmiðstöðvar? „Ég held að ástæðan fyrir þessu hljóti að vera sú að þeir í Smáralind hafi nóg af lausu plássi til að láta undir svona atburð. Við hér í Kringlunni höfum ekkert pláss fyrir svona,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, stærsta eiganda Kringlunnar. Hann hafði ekki heyrt af ákvörðun sýslumannsins þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Ég held að við munum ekki óska skýringa á því af hverju þeir fengu þetta enda hlýtur útskýringin að felast í rýminu sem menn hafa undir þetta,“ bætir Guðjón við.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Sjá meira