Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2017 09:11 Frá opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar með dómsmálaráðherra fyrr í vikunni þar sem uppreist æru var til umræðu. vísir/anton brink Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. „Við ætlum að fara yfir þessi mál með umboðsmanni og hvaða álitaefni kunna af vera uppi. Við erum enn fyrst og fremst í upplýsingaöflun hvar álitaefnin kunna að vera,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður nefndarinnar. Jón Steindór var kjörinn formaður fyrir fund nefndarinnar á þriðjudag þegar Viðreisn, flokkur hans, myndaði meirihluta með minnihlutanum og setti Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, af sem formann nefndarinnar. Komið hefur fram að Viðreisn vildi rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, flokkssystkina Brynjars, í tengslum við það að Sigríður miðlaði upplýsingum um það til Bjarna að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Brynjar sagði svo í samtali við Vísi um helgina að Viðreisn gæti leitað til umboðsmanns Alþingis teldi flokkurinn þörf á að rannsaka embættisfærslur ráðherranna. Ekki kæmi til greina að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd færi í slíka rannsókn. Nú hefur nefndin kallað umboðsmann til fundar og því liggur beint við að spyrja Jón Steindór að því hvort að rannsókn sé hafin. „Við erum á athugunarstigi og undirbúningsstigi og það er engin formleg rannsókn hafin. Við erum að skoða málið allt í heild, reglurnar, miðlun upplýsinga og annað,“ segir Jón Steindór. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49 Brynjar settur af: Segist kannski hafa móðgað Viðreisn of mikið Minnihluti nefndarinnar og Viðreisn settu Brynjar Níelsson af sem formann. 19. september 2017 14:33 „Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. 19. september 2017 11:24 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. „Við ætlum að fara yfir þessi mál með umboðsmanni og hvaða álitaefni kunna af vera uppi. Við erum enn fyrst og fremst í upplýsingaöflun hvar álitaefnin kunna að vera,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður nefndarinnar. Jón Steindór var kjörinn formaður fyrir fund nefndarinnar á þriðjudag þegar Viðreisn, flokkur hans, myndaði meirihluta með minnihlutanum og setti Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, af sem formann nefndarinnar. Komið hefur fram að Viðreisn vildi rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, flokkssystkina Brynjars, í tengslum við það að Sigríður miðlaði upplýsingum um það til Bjarna að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Brynjar sagði svo í samtali við Vísi um helgina að Viðreisn gæti leitað til umboðsmanns Alþingis teldi flokkurinn þörf á að rannsaka embættisfærslur ráðherranna. Ekki kæmi til greina að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd færi í slíka rannsókn. Nú hefur nefndin kallað umboðsmann til fundar og því liggur beint við að spyrja Jón Steindór að því hvort að rannsókn sé hafin. „Við erum á athugunarstigi og undirbúningsstigi og það er engin formleg rannsókn hafin. Við erum að skoða málið allt í heild, reglurnar, miðlun upplýsinga og annað,“ segir Jón Steindór.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49 Brynjar settur af: Segist kannski hafa móðgað Viðreisn of mikið Minnihluti nefndarinnar og Viðreisn settu Brynjar Níelsson af sem formann. 19. september 2017 14:33 „Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. 19. september 2017 11:24 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49
Brynjar settur af: Segist kannski hafa móðgað Viðreisn of mikið Minnihluti nefndarinnar og Viðreisn settu Brynjar Níelsson af sem formann. 19. september 2017 14:33
„Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. 19. september 2017 11:24