Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2017 13:45 Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. Umboðsmaður Alþingis kom á fund nefndarinnar í morgun. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og mætti Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis fyrir nefndina. Svandís Svavarsdóttir varaformaður nefndarinnar segir meirihlutann vilja fá mat umboðsmanns á stöðunni varðandi uppreist æru. „Við erum náttúrlega að tala um flókin viðfangsefni. Þetta eru lagaleg álitamál. Þetta eru álitamál sem lúta að framkvæmdinni og svo eru náttúrlega viðfangsefni sem eru kannski meira á hinu pólitíska sviði. Við þurfum að kanna og fara yfir mál sem snúast jafnvel um skjalafals, frumkvæðisskyldu ráðuneytisinsí að taka upp mál og endurskoða mál,“ segir Svandís. Nefndin þurfi að vinna hratt enda ekki nema rétt rúmar fimm vikur til kosninga. Hún þurfi að afgreiða málið frá sér með einhverjum hætti, enda hafi það verið á borði nefndarinnar frá því Svandís bað fyrst um fund um málið í júlí. „Síðan hefur málið vaxið stig af stigi. Það var og reyndist vera mjög mikilvægt að Alþingi tæki málið til skoðunar og við yrðum við því ákalli sem var úti í samfélaginu. Bæði frá brotaþolum kynferðisbrota og fjölmiðlum. Þannig að þetta er orðið dálítið langt ferli og í millitíðinni hefur ríkisstjórn sprungið. Þannig að það væri undarlegt annað en við kvittuðum fyrir okkur með einhverjum texta,“ segir Svandís. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur verið með frumvarp í undirbúningi sem myndi afnema uppreist æru úr lögum og setja nýjar reglur um hvernig fólk geti öðlast borgaraleg réttindi á ný eftir að hafa afplánað dóma. Svandís segir að ef slíkt frumvarp kæmi fram færi það til allsherjar- og menntamálanefndar sem myndi þá flytja slíkt mál sameinuð.Finnst þér áríðandi að slíkt frumvarp til að skýra þessi mál til framtíðar nái fram fyrir kosningar? „Mér finnst nauðsynlegt að Alþingi svari kalli tímans og við afgreiðum eins og við þetum það sem fyrir liggur. Það er alveg ljóst að við ráðum ekki að fara yfir alla þá lagabálka sem óflekkað mannorð kemur fyrir. Ekki á þessum tíma sem er til stefnu. En við verðum að búa um það þannig að það sé algerlega á hreinu að það sem út af stendur verði tekið til skoðunar og afgreiðslu strax að afloknum kosningum. Það er ekki annað hægt. En eitthvaf af þessu þessu verðum við að afgreiða fyrir kosningar. Það er alveg á hreinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. Umboðsmaður Alþingis kom á fund nefndarinnar í morgun. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og mætti Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis fyrir nefndina. Svandís Svavarsdóttir varaformaður nefndarinnar segir meirihlutann vilja fá mat umboðsmanns á stöðunni varðandi uppreist æru. „Við erum náttúrlega að tala um flókin viðfangsefni. Þetta eru lagaleg álitamál. Þetta eru álitamál sem lúta að framkvæmdinni og svo eru náttúrlega viðfangsefni sem eru kannski meira á hinu pólitíska sviði. Við þurfum að kanna og fara yfir mál sem snúast jafnvel um skjalafals, frumkvæðisskyldu ráðuneytisinsí að taka upp mál og endurskoða mál,“ segir Svandís. Nefndin þurfi að vinna hratt enda ekki nema rétt rúmar fimm vikur til kosninga. Hún þurfi að afgreiða málið frá sér með einhverjum hætti, enda hafi það verið á borði nefndarinnar frá því Svandís bað fyrst um fund um málið í júlí. „Síðan hefur málið vaxið stig af stigi. Það var og reyndist vera mjög mikilvægt að Alþingi tæki málið til skoðunar og við yrðum við því ákalli sem var úti í samfélaginu. Bæði frá brotaþolum kynferðisbrota og fjölmiðlum. Þannig að þetta er orðið dálítið langt ferli og í millitíðinni hefur ríkisstjórn sprungið. Þannig að það væri undarlegt annað en við kvittuðum fyrir okkur með einhverjum texta,“ segir Svandís. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur verið með frumvarp í undirbúningi sem myndi afnema uppreist æru úr lögum og setja nýjar reglur um hvernig fólk geti öðlast borgaraleg réttindi á ný eftir að hafa afplánað dóma. Svandís segir að ef slíkt frumvarp kæmi fram færi það til allsherjar- og menntamálanefndar sem myndi þá flytja slíkt mál sameinuð.Finnst þér áríðandi að slíkt frumvarp til að skýra þessi mál til framtíðar nái fram fyrir kosningar? „Mér finnst nauðsynlegt að Alþingi svari kalli tímans og við afgreiðum eins og við þetum það sem fyrir liggur. Það er alveg ljóst að við ráðum ekki að fara yfir alla þá lagabálka sem óflekkað mannorð kemur fyrir. Ekki á þessum tíma sem er til stefnu. En við verðum að búa um það þannig að það sé algerlega á hreinu að það sem út af stendur verði tekið til skoðunar og afgreiðslu strax að afloknum kosningum. Það er ekki annað hægt. En eitthvaf af þessu þessu verðum við að afgreiða fyrir kosningar. Það er alveg á hreinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11