„Þöggunin er stærsta vopn gerandans“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2017 08:58 Frétt DV frá 21. nóvember 2003 þar sem greint er frá dómsniðurstöðu yfir lögreglumanninum fyrrverandi. Timarit.is „Ég er ekki ein, ég er búin að sjá það núna, það eru fleiri þarna úti,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir en hún varð fyrir kynferðisofbeldi af hendi mágs síns sem er fyrrverandi lögreglumaður. Anna Signý var aðeins 12 ára gömul þegar ofbeldið hófst en hún var í einlægu viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær. „Ég bókstaflega brotnaði niður þegar ég komst að því að þetta væri hann. Ég trúði þessu ekki,“ segir Anna Signý um viðbrögð sín þegar hún komst að því að maðurinn sem braut gegn henni hafði fengið uppreist æru árið 2010. Hún segir að með því að veita barnaníðingi uppreist æru er verið að segja að hann sé með hreinan skjöld, það sé verið að segja að hann hafi ekki gert neitt rangt. Eins og það sé búið að þurrka dóminn hans útMaðurinn var sakfelldur í Hæstarétti þann 20. nóvember árið 2003 fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum sem voru allar tengdar honum fjölskylduböndum. Hann var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi. „Ég trúi þessu varla enn. Ég trúi því ekki að hann hafi fengið uppreist æru árið 2010 og það eru sjö ár og ég hafði ekki hugmynd. Mér líður eins og það sé búið að þurrka dóminn hans út.“ Með umsögn sinni um uppreist æru sendi maðurinn sjö meðmælabréf. Anna Signý segir að maðurinn hafi aldrei iðrast gjörða sinna og hefur haldið fram sakleysi sínu, einnig sagt að stúlkurnar þrjár væru að ljúga upp á hann. Hún segir að það særi sig og valdi henni vanlíðan að vita að hann sé nú kominn með hreinan skjöld. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í vikunni segir í dómnum að framburður stúlknanna hafi verið talinn trúverðugur. Maðurinn var dæmdur fyrir að brjóta gegn þremur stúlkum, þar af tveimur margsinnis þegar þær voru á aldrinum 11 til 16 ára. Þriðja stúlkan var 12 ára en hann neitaði allltaf sök.Sjá einnig: Fyrrverandi lögreglumaður hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot Loksins er verið að halda með fórnarlömbunumAnna Signý segist vilja leggja sitt af mörkum til þess að lögunum verði breytt. Hún fagnmar því að umræðan um kynferðisbrot og uppreist æru séu svona áberandi í umræðunni í dag. „Loksins er verið að halda með okkur stelpunum, fórnarlömbunum. Ég í rauninni sagt varla trúði þessu og ég var bara svo glöð, að það sé verið að taka mark á þessu,“ Sjálf þorði hún ekki að stíga fram og segja frá fyrr en frænka hennar sagði frá kynferðisáreitni og Anna Signý var spurð að því hvort hún hefði lent í slíku. „Það er tími til kominn að það sé talað um svona mál og það sé allt upp á borðum. Þöggunin er stærsta vopn gerandans og ég ætla að taka þetta vald til baka sem hann hafði yfir mér öll þessi ár,“ Uppreist æru Tengdar fréttir Fyrrverandi lögreglumaður hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot Þetta kemur fram í gögnum sem dómsmálaráðuneytið hefur veitt fjölmiðlum sem óskuðu eftir aðgangi að í málum allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995. 18. september 2017 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
„Ég er ekki ein, ég er búin að sjá það núna, það eru fleiri þarna úti,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir en hún varð fyrir kynferðisofbeldi af hendi mágs síns sem er fyrrverandi lögreglumaður. Anna Signý var aðeins 12 ára gömul þegar ofbeldið hófst en hún var í einlægu viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær. „Ég bókstaflega brotnaði niður þegar ég komst að því að þetta væri hann. Ég trúði þessu ekki,“ segir Anna Signý um viðbrögð sín þegar hún komst að því að maðurinn sem braut gegn henni hafði fengið uppreist æru árið 2010. Hún segir að með því að veita barnaníðingi uppreist æru er verið að segja að hann sé með hreinan skjöld, það sé verið að segja að hann hafi ekki gert neitt rangt. Eins og það sé búið að þurrka dóminn hans útMaðurinn var sakfelldur í Hæstarétti þann 20. nóvember árið 2003 fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum sem voru allar tengdar honum fjölskylduböndum. Hann var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi. „Ég trúi þessu varla enn. Ég trúi því ekki að hann hafi fengið uppreist æru árið 2010 og það eru sjö ár og ég hafði ekki hugmynd. Mér líður eins og það sé búið að þurrka dóminn hans út.“ Með umsögn sinni um uppreist æru sendi maðurinn sjö meðmælabréf. Anna Signý segir að maðurinn hafi aldrei iðrast gjörða sinna og hefur haldið fram sakleysi sínu, einnig sagt að stúlkurnar þrjár væru að ljúga upp á hann. Hún segir að það særi sig og valdi henni vanlíðan að vita að hann sé nú kominn með hreinan skjöld. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í vikunni segir í dómnum að framburður stúlknanna hafi verið talinn trúverðugur. Maðurinn var dæmdur fyrir að brjóta gegn þremur stúlkum, þar af tveimur margsinnis þegar þær voru á aldrinum 11 til 16 ára. Þriðja stúlkan var 12 ára en hann neitaði allltaf sök.Sjá einnig: Fyrrverandi lögreglumaður hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot Loksins er verið að halda með fórnarlömbunumAnna Signý segist vilja leggja sitt af mörkum til þess að lögunum verði breytt. Hún fagnmar því að umræðan um kynferðisbrot og uppreist æru séu svona áberandi í umræðunni í dag. „Loksins er verið að halda með okkur stelpunum, fórnarlömbunum. Ég í rauninni sagt varla trúði þessu og ég var bara svo glöð, að það sé verið að taka mark á þessu,“ Sjálf þorði hún ekki að stíga fram og segja frá fyrr en frænka hennar sagði frá kynferðisáreitni og Anna Signý var spurð að því hvort hún hefði lent í slíku. „Það er tími til kominn að það sé talað um svona mál og það sé allt upp á borðum. Þöggunin er stærsta vopn gerandans og ég ætla að taka þetta vald til baka sem hann hafði yfir mér öll þessi ár,“
Uppreist æru Tengdar fréttir Fyrrverandi lögreglumaður hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot Þetta kemur fram í gögnum sem dómsmálaráðuneytið hefur veitt fjölmiðlum sem óskuðu eftir aðgangi að í málum allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995. 18. september 2017 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Fyrrverandi lögreglumaður hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot Þetta kemur fram í gögnum sem dómsmálaráðuneytið hefur veitt fjölmiðlum sem óskuðu eftir aðgangi að í málum allra þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá árinu 1995. 18. september 2017 06:00