Glæpnum stolið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 23. september 2017 06:00 Kosningabaráttan þarf að snúast um ósiði í stjórnsýslu sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli skipti eftir skipti á undangengnum árum. Ef ekki tekst að kryfja glappaskotin, læra af þeim og um leið finna leiðir til að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig - eða útskýra þau þannig að efasemdum sé eytt, munum við aftur sjá ríkisstjórnir neyðast til að hlaupa frá hálfkláruðum verkum. Draumar um festu í stjórnmálum og langlífar, samstíga ríkisstjórnir rætast varla meðan helstu leikendur sjá enga sök hjá sjálfum sér. Ráðast þarf til atlögu við ósiðina. Veruleikinn hefur breyst. Betur upplýst þjóð krefst skýrra svara. Undanbrögð, pukur, hálfsannleikur eða hreinn tilbúningur verða ráðamönnum frekar að fótakefli, en sjálfur verknaðurinn sem hrindir skriðunni af stað. Glappaskot í ráðuneytum á ábyrgð ráðherra verða ekki umflúin. Slíkt gerist á stórum vinnustöðum. Stjórnmálamenn munu hlaupa á sig hér eftir sem hingað til. Ættingjar þeirra munu tengjast gerningum, sem setja þá í óþægilega stöðu. Svarið er oftast að bregðast við tímanlega og gera hreint fyrir sínum dyrum. Pólitík er ekki lögfræði eins og margar áberandi persónur í atburðum líðandi stundar virðast telja. Pólitík er enn síður lögmennska. Lögmenn þurfa stundum að verja erfiðan málstað í réttarsal með öllum tiltækum ráðum. Slík vinnubrögð geta hreinlega verið bjánaleg í pólitísku ati. Pólitík snýst um hvernig auðlindirnar verða nýttar í allra þágu, hvernig við náum því besta útúr fólki og fyrirtækjum, hvernig við viljum gæta þeirra sem minna mega sín og hvernig við tryggjum heilsufar, læknisþjónustu, heilbrigt réttarfar og góða og fjölbreytta menntun sem mætir kröfum tímans. Hún snýst um leikreglur og hvar við viljum staðsetja okkur í þessari veröld. Pukur og makk eitra andrúmsloftið, valda kollsteypum, trufla leikreglurnar og framgang góðra mála. Í nálægum löndum segja ráðherrar af sér ef þurfa þykir, oft fyrir litlar sakir, án þess að öllu sé hleypt í bál og brand með þingrofi, kosningum og stjórnarskiptum. Stjórnmálamenn sýna auðmýkt en tefla ekki hag heildarinnar í tvísýnu af ótta við að missa sjálfir andlitið um stund. Margir setjast aftur á ráherrastól, tvíefldir. Okkur sárvantar slikar hefðir. Að því leyti erum við frumstæð þjóð. Hér þráast fólk við eins og í því felist ævarandi niðurlæging og skömm, að horfast í augu við yfirsjónir sínar. Leynimakk í stjórnsýslu er fréttaefni. Fjölmiðlum ber að segja frá því þegar ráðamenn hrekjast úr einu víginu í annað og reyna að afvegaleiða umræðuna með ónákvæmni, hálfsannleik eða ósannindum í málum sem fara úr böndunum. Fólk vill slíkar fréttir og á rétt á þeim. Einu sinni voru utanferðir ráðamanna eilíft fréttaefni. Með réttu eða röngu var hneykslast á meintu bruðli og flottræfilshætti. Vörnin gat verið snúin. Einn ráðherrann brá á það ráð að senda út fréttatilkynningar um allar vinnuferðir sínar. Hann stal glæpnum með því að aflétta leyndarhjúpnum. Fréttum af ráðherraferðum fækkaði. Sumum vandræðamálum sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli síðustu misserin hefði sennilega mátt afstýra með því að greina frá málsatvikum á frumstigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Kosningabaráttan þarf að snúast um ósiði í stjórnsýslu sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli skipti eftir skipti á undangengnum árum. Ef ekki tekst að kryfja glappaskotin, læra af þeim og um leið finna leiðir til að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig - eða útskýra þau þannig að efasemdum sé eytt, munum við aftur sjá ríkisstjórnir neyðast til að hlaupa frá hálfkláruðum verkum. Draumar um festu í stjórnmálum og langlífar, samstíga ríkisstjórnir rætast varla meðan helstu leikendur sjá enga sök hjá sjálfum sér. Ráðast þarf til atlögu við ósiðina. Veruleikinn hefur breyst. Betur upplýst þjóð krefst skýrra svara. Undanbrögð, pukur, hálfsannleikur eða hreinn tilbúningur verða ráðamönnum frekar að fótakefli, en sjálfur verknaðurinn sem hrindir skriðunni af stað. Glappaskot í ráðuneytum á ábyrgð ráðherra verða ekki umflúin. Slíkt gerist á stórum vinnustöðum. Stjórnmálamenn munu hlaupa á sig hér eftir sem hingað til. Ættingjar þeirra munu tengjast gerningum, sem setja þá í óþægilega stöðu. Svarið er oftast að bregðast við tímanlega og gera hreint fyrir sínum dyrum. Pólitík er ekki lögfræði eins og margar áberandi persónur í atburðum líðandi stundar virðast telja. Pólitík er enn síður lögmennska. Lögmenn þurfa stundum að verja erfiðan málstað í réttarsal með öllum tiltækum ráðum. Slík vinnubrögð geta hreinlega verið bjánaleg í pólitísku ati. Pólitík snýst um hvernig auðlindirnar verða nýttar í allra þágu, hvernig við náum því besta útúr fólki og fyrirtækjum, hvernig við viljum gæta þeirra sem minna mega sín og hvernig við tryggjum heilsufar, læknisþjónustu, heilbrigt réttarfar og góða og fjölbreytta menntun sem mætir kröfum tímans. Hún snýst um leikreglur og hvar við viljum staðsetja okkur í þessari veröld. Pukur og makk eitra andrúmsloftið, valda kollsteypum, trufla leikreglurnar og framgang góðra mála. Í nálægum löndum segja ráðherrar af sér ef þurfa þykir, oft fyrir litlar sakir, án þess að öllu sé hleypt í bál og brand með þingrofi, kosningum og stjórnarskiptum. Stjórnmálamenn sýna auðmýkt en tefla ekki hag heildarinnar í tvísýnu af ótta við að missa sjálfir andlitið um stund. Margir setjast aftur á ráherrastól, tvíefldir. Okkur sárvantar slikar hefðir. Að því leyti erum við frumstæð þjóð. Hér þráast fólk við eins og í því felist ævarandi niðurlæging og skömm, að horfast í augu við yfirsjónir sínar. Leynimakk í stjórnsýslu er fréttaefni. Fjölmiðlum ber að segja frá því þegar ráðamenn hrekjast úr einu víginu í annað og reyna að afvegaleiða umræðuna með ónákvæmni, hálfsannleik eða ósannindum í málum sem fara úr böndunum. Fólk vill slíkar fréttir og á rétt á þeim. Einu sinni voru utanferðir ráðamanna eilíft fréttaefni. Með réttu eða röngu var hneykslast á meintu bruðli og flottræfilshætti. Vörnin gat verið snúin. Einn ráðherrann brá á það ráð að senda út fréttatilkynningar um allar vinnuferðir sínar. Hann stal glæpnum með því að aflétta leyndarhjúpnum. Fréttum af ráðherraferðum fækkaði. Sumum vandræðamálum sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli síðustu misserin hefði sennilega mátt afstýra með því að greina frá málsatvikum á frumstigi.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun