„Fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika“ Anton Egilsson skrifar 23. september 2017 16:31 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur það fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika í íslenskum stjórnmálum. Svandís var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt þeim Birgi Ármannssyni, Birgittu Jónsdóttur og Oddný Mjöll Harðardóttur. Meðal annars var rætt um framkvæmd mála um uppreist æru en hún hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Svandís segir framkvæmdina á veitingu uppreist æru eins og hún hefur verið hingað til ekki vera boðlega. „Við sjáum að stjórnsýslan í kringum uppreist æru er algjörlega óboðleg, hefur verið það áratugum saman og er algjörlega til skammar. Það hefur þróast með þeim hætti að þetta hefur orðið vélræn framkvæmd og það getur hver sem er verið með einhverja umsögn sem hefur ekkert innihald annað heldur en það að viðkomandi sé góður gaur.“Verið að skoða samskipti dómsmálaráðherra og forsætisráðherraBenedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar var á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru og liggur fyrir að Sigríður Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, hafi greint Bjarna frá þeim upplýsingum í júlí. Hjá nefndinni sé verið að skoða hvort samskipti dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi verið með eðlilegum hætti út frá lögfræðilegu sjónarhorni. „Það sem er verið að varpa ljósi á akkúrat núna eru nákvæmlega þessi samskipti milli dómsmálaráðherra og forsætisráðherra og þar hefur fókusinn beinst að lögformlegum hætti þess máls, hvort að þau samskipti hafi verið með eðlilegum hætti út frá lögfræðilegu sjónarhorni og því sem að lýtur að hlutverki ráðherranna sem embættismanna. En þessir ráðherrar eru nefnilega líka stjórnmálamenn, þeir eru líka í trúnaðarsambandi við Alþingi og við almenning í landinu og það er þar sem að þeir brugðust.“ Svandís skaut svo föstum skotum að Sjálfstæðisflokknum. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og alla pólítíska umræðu í landinu að við breikkum sjóndeildarhringinn og tölum um fleiri mál . Svo vil ég bara mótmæla því hér einu sinni að það er fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika í íslenskum stjórnmálum en hann hefur verið hrygglengjan í þremur síðustu ríkisstjórnum sem hafa sprungið á Íslandi.“Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Víglínan Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur það fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika í íslenskum stjórnmálum. Svandís var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt þeim Birgi Ármannssyni, Birgittu Jónsdóttur og Oddný Mjöll Harðardóttur. Meðal annars var rætt um framkvæmd mála um uppreist æru en hún hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Svandís segir framkvæmdina á veitingu uppreist æru eins og hún hefur verið hingað til ekki vera boðlega. „Við sjáum að stjórnsýslan í kringum uppreist æru er algjörlega óboðleg, hefur verið það áratugum saman og er algjörlega til skammar. Það hefur þróast með þeim hætti að þetta hefur orðið vélræn framkvæmd og það getur hver sem er verið með einhverja umsögn sem hefur ekkert innihald annað heldur en það að viðkomandi sé góður gaur.“Verið að skoða samskipti dómsmálaráðherra og forsætisráðherraBenedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar var á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru og liggur fyrir að Sigríður Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, hafi greint Bjarna frá þeim upplýsingum í júlí. Hjá nefndinni sé verið að skoða hvort samskipti dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi verið með eðlilegum hætti út frá lögfræðilegu sjónarhorni. „Það sem er verið að varpa ljósi á akkúrat núna eru nákvæmlega þessi samskipti milli dómsmálaráðherra og forsætisráðherra og þar hefur fókusinn beinst að lögformlegum hætti þess máls, hvort að þau samskipti hafi verið með eðlilegum hætti út frá lögfræðilegu sjónarhorni og því sem að lýtur að hlutverki ráðherranna sem embættismanna. En þessir ráðherrar eru nefnilega líka stjórnmálamenn, þeir eru líka í trúnaðarsambandi við Alþingi og við almenning í landinu og það er þar sem að þeir brugðust.“ Svandís skaut svo föstum skotum að Sjálfstæðisflokknum. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og alla pólítíska umræðu í landinu að við breikkum sjóndeildarhringinn og tölum um fleiri mál . Svo vil ég bara mótmæla því hér einu sinni að það er fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika í íslenskum stjórnmálum en hann hefur verið hrygglengjan í þremur síðustu ríkisstjórnum sem hafa sprungið á Íslandi.“Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Víglínan Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira