Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. september 2017 14:33 Ákvörðun Sigmundar kom Sigurði Inga ekki á óvart. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að segja skilið við flokkinn sé dapurleg en að hún komi honum ekki á óvart. Hann segir margt hafa bent til þess undanfarin misseri að Sigmundur Davíð væri óánægður með stöðu sína innan flokksins. „Það er auðvitað dapurlegt þegar fyrrverandi forystumaður úr Framsóknarflokknum gengur úr honum. Það eru svona mín fyrstu viðbrögð,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu.Kemur þetta þér á óvart? „Kannski ekki fullkomlega á óvart, óvænt að það gerist við þessar aðstæður en auðvitað hef ég tekið eftir, bæði yfirlýsingum hans og þeirri staðreynd að það var stofnað sérstakt félag í vor fyrir þá sem töldu sig ekki hafa vettvang innan Framsóknarflokksins sem ég hef reyndar aldrei skilið en það var kannski vísbending um það sem koma skyldi síðar.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Þar vísar Sigurður í Framfarafélagið svokallaða sem Sigmundur Davíð stofnaði til í vor. Í opnu bréfi sem Sigmundur skrifaði til flokksmanna Framsóknar í dag segir hann að félaginu hafi verið ætlað að „halda utan um þann hóp Framsóknarmanna sem vildi sjá framhald á því hvernig við unnum hlutina á árunum 2009-2016 en einnig fyrir fólk sem stendur utan flokksins en vill sjá framfarir á sömu forsendum.“ Í bréfinu rifjar Sigmundur upp Panamaskjölin og segir að eftir að hart hafi verið sótt að honum síðastliðið vor hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Hann segist hafa samið við Sigurð Inga Jóhannsson, sem þá var varaformaður flokksins, um að taka við forsætisráðuneytinu og segist hafa tekið af honum loforð um að hann færi ekki gegn sér í formannskosningu flokksins síðasta haust. Hann segir að alls hafi sex sinnum verið gerð tilraun til að fella hann sem formann og það hafi loks tekist síðasta haust. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sigmundur Davíð sagður ætla að ganga til liðs við Samvinnuflokkinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar. 24. september 2017 12:52 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að segja skilið við flokkinn sé dapurleg en að hún komi honum ekki á óvart. Hann segir margt hafa bent til þess undanfarin misseri að Sigmundur Davíð væri óánægður með stöðu sína innan flokksins. „Það er auðvitað dapurlegt þegar fyrrverandi forystumaður úr Framsóknarflokknum gengur úr honum. Það eru svona mín fyrstu viðbrögð,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu.Kemur þetta þér á óvart? „Kannski ekki fullkomlega á óvart, óvænt að það gerist við þessar aðstæður en auðvitað hef ég tekið eftir, bæði yfirlýsingum hans og þeirri staðreynd að það var stofnað sérstakt félag í vor fyrir þá sem töldu sig ekki hafa vettvang innan Framsóknarflokksins sem ég hef reyndar aldrei skilið en það var kannski vísbending um það sem koma skyldi síðar.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Þar vísar Sigurður í Framfarafélagið svokallaða sem Sigmundur Davíð stofnaði til í vor. Í opnu bréfi sem Sigmundur skrifaði til flokksmanna Framsóknar í dag segir hann að félaginu hafi verið ætlað að „halda utan um þann hóp Framsóknarmanna sem vildi sjá framhald á því hvernig við unnum hlutina á árunum 2009-2016 en einnig fyrir fólk sem stendur utan flokksins en vill sjá framfarir á sömu forsendum.“ Í bréfinu rifjar Sigmundur upp Panamaskjölin og segir að eftir að hart hafi verið sótt að honum síðastliðið vor hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Hann segist hafa samið við Sigurð Inga Jóhannsson, sem þá var varaformaður flokksins, um að taka við forsætisráðuneytinu og segist hafa tekið af honum loforð um að hann færi ekki gegn sér í formannskosningu flokksins síðasta haust. Hann segir að alls hafi sex sinnum verið gerð tilraun til að fella hann sem formann og það hafi loks tekist síðasta haust.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sigmundur Davíð sagður ætla að ganga til liðs við Samvinnuflokkinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar. 24. september 2017 12:52 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56
Sigmundur Davíð sagður ætla að ganga til liðs við Samvinnuflokkinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar. 24. september 2017 12:52