Með Sigmundi Davíð færist fókusinn á botnbaráttuna Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2017 15:46 Pólitíska sprengja helgarinnar er sú að Sigmundur Davíð hefur bókað sig í hlaupið og var þar margt um manninn fyrir. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er stjórnmálamaður þeirrar gerðar sem gefur látið alla umræðu í landinu hverfast um sig,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor en Vísir náði í hann þar sem hann var staddur á flugvelli í Zurich, á leið heim. Vísir fór yfir stöðuna fyrir þessar kosningar með fulltingi Eiríks fyrir helgi. En, lengi er von á einum. Nýtt framboð Sigmundar Davíðs breytir myndinni, þó það skekki hana kannski ekki. Því eins og ný rannsókn leiðir í ljós þá færa kjósendur sig ekki svo mjög á milli blokka, frekar að þeir færi sig á milli íbúða í þeirri blokk sem það hefur þegar staðsett sig í.Kraðak á hægri vængnum Eiríkur segir þetta stórmerkilegt. Nú sé kraðakið enn meira hægra megin, meðal þeirra sem skilgreina má sem þjóðernislegt íhald. „Sigmundur Davíð er öflugur stjórnmálamaður sem getur hæglega velgt Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins verulega undir uggum,“ segir Eiríkur. Hann segir að mengið sé orðið flókið. „Þetta færir allan fókus hjá okkur á botnbaráttuna.“Eiríkur telur hæpið að níu flokkar muni eiga fulltrúa á þingi eftir komandi kosningar, sem þýðir einfaldlega það að kosningabaráttan verður enn harðari en þó mátti vænta.visir/eyþórEiríkur segir það afar ólíklegt að 9 flokkar nái mönnum inná þing. „Það vantar uppbótarsæti til þess að það megi heita raunhæft. Þetta er eiginlega farin að verða einskonar útsláttarkeppni.“Örvænting ávísun á hörku og popúlisma Botnbarátta og útsláttarkeppni. Það þýðir einfaldlega örvænting. Eiríkur segir líklegt að um ávísun á harðari kosningabaráttu sé að ræða. Og er þá nokkuð sagt, því áður en Sigmundur Davíð kom fram á sjónarsviðið í gær með sitt framboð þá stefndi í óvæginn slag. „Þetta er náttúrlega uppskrift að slíku. Baráttan um athyglina verður ægihörð.“ Og hugsanlega verður þetta einnig til þess að menn beiti óprúttnari meðölum sem hafa gefist vel til skemmri tíma litið, svo sem með að höfða með skýrari hætti en verið hefur til útlendingaandúðar. En, Eiríkur hefur greint að þar liggi hugsanlega 12 prósent, sem er sneið sem vart er til skiptanna. Eiríkur metur það svo að Sigmundur Davíð eigi alveg möguleika á að komast manni eða mönnum að á þing, en það verður erfitt og lífhættulegt fyrir aðra. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Flokkarnir mæta ráðvilltir, rifnir og tættir til leiks Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif á komandi kosningar. 21. september 2017 09:00 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Kjósendur halda sig frekar innan hægri og vinstri blokkanna en flakka síður á milli Frumniðurstöður úr Íslensku kosningarannsókninni sem gerð var í fyrra benda til þess að þegar íslenskir kjósendur gera upp hug sinn fyrir kosningar þá virðast þeir fyrst og fremst velja á milli flokka innan hægri blokkarinnar eða vinstri blokkarinnar í íslenskum stjórnmálum frekar en að flakka á milli blokka. 25. september 2017 15:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Sjá meira
„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er stjórnmálamaður þeirrar gerðar sem gefur látið alla umræðu í landinu hverfast um sig,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor en Vísir náði í hann þar sem hann var staddur á flugvelli í Zurich, á leið heim. Vísir fór yfir stöðuna fyrir þessar kosningar með fulltingi Eiríks fyrir helgi. En, lengi er von á einum. Nýtt framboð Sigmundar Davíðs breytir myndinni, þó það skekki hana kannski ekki. Því eins og ný rannsókn leiðir í ljós þá færa kjósendur sig ekki svo mjög á milli blokka, frekar að þeir færi sig á milli íbúða í þeirri blokk sem það hefur þegar staðsett sig í.Kraðak á hægri vængnum Eiríkur segir þetta stórmerkilegt. Nú sé kraðakið enn meira hægra megin, meðal þeirra sem skilgreina má sem þjóðernislegt íhald. „Sigmundur Davíð er öflugur stjórnmálamaður sem getur hæglega velgt Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins verulega undir uggum,“ segir Eiríkur. Hann segir að mengið sé orðið flókið. „Þetta færir allan fókus hjá okkur á botnbaráttuna.“Eiríkur telur hæpið að níu flokkar muni eiga fulltrúa á þingi eftir komandi kosningar, sem þýðir einfaldlega það að kosningabaráttan verður enn harðari en þó mátti vænta.visir/eyþórEiríkur segir það afar ólíklegt að 9 flokkar nái mönnum inná þing. „Það vantar uppbótarsæti til þess að það megi heita raunhæft. Þetta er eiginlega farin að verða einskonar útsláttarkeppni.“Örvænting ávísun á hörku og popúlisma Botnbarátta og útsláttarkeppni. Það þýðir einfaldlega örvænting. Eiríkur segir líklegt að um ávísun á harðari kosningabaráttu sé að ræða. Og er þá nokkuð sagt, því áður en Sigmundur Davíð kom fram á sjónarsviðið í gær með sitt framboð þá stefndi í óvæginn slag. „Þetta er náttúrlega uppskrift að slíku. Baráttan um athyglina verður ægihörð.“ Og hugsanlega verður þetta einnig til þess að menn beiti óprúttnari meðölum sem hafa gefist vel til skemmri tíma litið, svo sem með að höfða með skýrari hætti en verið hefur til útlendingaandúðar. En, Eiríkur hefur greint að þar liggi hugsanlega 12 prósent, sem er sneið sem vart er til skiptanna. Eiríkur metur það svo að Sigmundur Davíð eigi alveg möguleika á að komast manni eða mönnum að á þing, en það verður erfitt og lífhættulegt fyrir aðra.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Flokkarnir mæta ráðvilltir, rifnir og tættir til leiks Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif á komandi kosningar. 21. september 2017 09:00 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Kjósendur halda sig frekar innan hægri og vinstri blokkanna en flakka síður á milli Frumniðurstöður úr Íslensku kosningarannsókninni sem gerð var í fyrra benda til þess að þegar íslenskir kjósendur gera upp hug sinn fyrir kosningar þá virðast þeir fyrst og fremst velja á milli flokka innan hægri blokkarinnar eða vinstri blokkarinnar í íslenskum stjórnmálum frekar en að flakka á milli blokka. 25. september 2017 15:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Sjá meira
Flokkarnir mæta ráðvilltir, rifnir og tættir til leiks Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif á komandi kosningar. 21. september 2017 09:00
Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00
Kjósendur halda sig frekar innan hægri og vinstri blokkanna en flakka síður á milli Frumniðurstöður úr Íslensku kosningarannsókninni sem gerð var í fyrra benda til þess að þegar íslenskir kjósendur gera upp hug sinn fyrir kosningar þá virðast þeir fyrst og fremst velja á milli flokka innan hægri blokkarinnar eða vinstri blokkarinnar í íslenskum stjórnmálum frekar en að flakka á milli blokka. 25. september 2017 15:00