Clinton segir Trump-liða vera hræsnara Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2017 16:23 Trump kallaði gífurlega oft eftir því að Clinton yrði fangelsuð fyrir pósthólfsnotkunina og sagði það til marks um að henni væri ekki treystandi til að taka að sér embætti forseta. Vísir/Getty Hillary Clinton, sem bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna gegn Donald Trump, segir það að minnst sex starfsmenn Trump í Hvíta húsinu hafi notað einkapósthólf til opinberra starfa vera „hámark hræsninnar“. Trump og starfsmenn hans veittust ítrekað að henni í kosningabaráttunni fyrir að hafa notast við einkapósthólf þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Trump kallaði gífurlega oft eftir því að Clinton yrði fangelsuð fyrir pósthólfsnotkunina og sagði það til marks um að henni væri ekki treystandi til að taka að sér embætti forseta.Úlfaldi úr mýflugu Þar að auki rannsökuðu nefndir beggja deilda þingsins, sem var og er stjórnað af repúblikönum, málið ítrekað og lengi. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakaði einnig málið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að ákæra Clinton. Clinton sagði að Trump og starfsmenn hans hefðu vel vitað að það væri ekki tilefni til að gera svo stórt mál úr tölvupóstamáli hennar. Ef þeim hefði verið alvara ættu þingmenn repúblikanaflokksins nú að vera að kalla eftir rannsókn á notkun starfsmanna Trump á eigin pósthólfum.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonNew York Times hefur nafngreint sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Trump sem notuðust við eigið pósthólf. Það eru þeir Jared Kushner, Stephen Bannon, Reince Priebus, Gary D. Cohn, Stephen Miller og Ivanka Trump.Munur á málunum Opinberum starfsmönnum ber að notast við opinber pósthólf í störfum sínum svo almenningur og eftirlitsaðilar hafi aðgang að þeim. Þrátt fyrir áköll um hræsni er þó munur á málunum tveimur. Clinton var með ríkisleyndarmál á eigin vefþjóni og notaðist hún eingöngu við þann vefþjón fyrir tölvupóstssamskipti sín sem ráðherra. Umfang notkunar starfsmanna Trump á eigin pósthólfum liggur ekki fyrir en starfsmenn Hvíta hússins segja það hafa verið af og til. Póstarnir hafa ekki verið gerðið opinberir. Donald Trump Tengdar fréttir Mike Pence notaði einkavefþjón fyrir tölvupósta sína sem ríkisstjóri Sérfræðingar segja fyrirkomulag Pence vekja upp spurningar um hvort að viðkvæm gögn hafi varin nægjanlega gegn tölvuþrjótum. 3. mars 2017 10:16 Fimm starfsmenn Hvíta hússins til viðbótar notuðu eigin tölvupósta Bandaríkjaforseti og nánasta fjölskylda hans og ráðgjafar eru sakaðir um hræsni eftir að hafa krafist þess að Hillary Clinton yrði fangelsuð fyrir að nota eigin tölvupóst í starfi. 26. september 2017 10:18 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Sjá meira
Hillary Clinton, sem bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna gegn Donald Trump, segir það að minnst sex starfsmenn Trump í Hvíta húsinu hafi notað einkapósthólf til opinberra starfa vera „hámark hræsninnar“. Trump og starfsmenn hans veittust ítrekað að henni í kosningabaráttunni fyrir að hafa notast við einkapósthólf þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Trump kallaði gífurlega oft eftir því að Clinton yrði fangelsuð fyrir pósthólfsnotkunina og sagði það til marks um að henni væri ekki treystandi til að taka að sér embætti forseta.Úlfaldi úr mýflugu Þar að auki rannsökuðu nefndir beggja deilda þingsins, sem var og er stjórnað af repúblikönum, málið ítrekað og lengi. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakaði einnig málið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að ákæra Clinton. Clinton sagði að Trump og starfsmenn hans hefðu vel vitað að það væri ekki tilefni til að gera svo stórt mál úr tölvupóstamáli hennar. Ef þeim hefði verið alvara ættu þingmenn repúblikanaflokksins nú að vera að kalla eftir rannsókn á notkun starfsmanna Trump á eigin pósthólfum.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonNew York Times hefur nafngreint sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Trump sem notuðust við eigið pósthólf. Það eru þeir Jared Kushner, Stephen Bannon, Reince Priebus, Gary D. Cohn, Stephen Miller og Ivanka Trump.Munur á málunum Opinberum starfsmönnum ber að notast við opinber pósthólf í störfum sínum svo almenningur og eftirlitsaðilar hafi aðgang að þeim. Þrátt fyrir áköll um hræsni er þó munur á málunum tveimur. Clinton var með ríkisleyndarmál á eigin vefþjóni og notaðist hún eingöngu við þann vefþjón fyrir tölvupóstssamskipti sín sem ráðherra. Umfang notkunar starfsmanna Trump á eigin pósthólfum liggur ekki fyrir en starfsmenn Hvíta hússins segja það hafa verið af og til. Póstarnir hafa ekki verið gerðið opinberir.
Donald Trump Tengdar fréttir Mike Pence notaði einkavefþjón fyrir tölvupósta sína sem ríkisstjóri Sérfræðingar segja fyrirkomulag Pence vekja upp spurningar um hvort að viðkvæm gögn hafi varin nægjanlega gegn tölvuþrjótum. 3. mars 2017 10:16 Fimm starfsmenn Hvíta hússins til viðbótar notuðu eigin tölvupósta Bandaríkjaforseti og nánasta fjölskylda hans og ráðgjafar eru sakaðir um hræsni eftir að hafa krafist þess að Hillary Clinton yrði fangelsuð fyrir að nota eigin tölvupóst í starfi. 26. september 2017 10:18 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Sjá meira
Mike Pence notaði einkavefþjón fyrir tölvupósta sína sem ríkisstjóri Sérfræðingar segja fyrirkomulag Pence vekja upp spurningar um hvort að viðkvæm gögn hafi varin nægjanlega gegn tölvuþrjótum. 3. mars 2017 10:16
Fimm starfsmenn Hvíta hússins til viðbótar notuðu eigin tölvupósta Bandaríkjaforseti og nánasta fjölskylda hans og ráðgjafar eru sakaðir um hræsni eftir að hafa krafist þess að Hillary Clinton yrði fangelsuð fyrir að nota eigin tölvupóst í starfi. 26. september 2017 10:18