Ætla að byggja geimstöð á braut um tunglið Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2017 15:30 Bygging geimstöðvarinnar eru þó eingöngu fyrsta skrefið. Næsta skref er að þróa endurnýtanlegt og mannað geimfar sem hægt er að nota til að ferðast lengra út í sólkerfið. NASA Bandaríkin og Rússland ætla að vinna að því í sameiningu að byggja geimstöð á braut um tunglið. Geimferðastofnun Bandaríkjanna mun leiða verkefnið sem er liður í langtímaáætlun stofnunarinnar að senda mönnuð geimför til Mars. Verkefnið gengur undir nafninu „Deep Space Gateway“.Geimfarar myndu halda til í geimstöðinni og hún yrði viðkomustaður geimfara sem væru á leið langra út í sólkerfið. Þar að auki yrðu framkvæmdar rannsóknir þar og ný tækni prófuð. Í tilkynningu frá Roscosmos, rússnesku geimferðastofnuninni, mun samstarfs þeirra við NASA upprunalega ganga út á að þróa tækni til byggingar geimstöðvarinnar. Einnig stendur til að senda geimför á sporbraut í kringum tunglið og á yfirborð þess. Hér má sjá kynningarmyndband Boeing, sem vinnur með NASA að verkefninu.Áætlað er að bygging geimstöðvarinnar hefjist um miðjan næsta áratug. Byggingin mun gera vísindamönnum og verkfræðingum kleift að byggja á þeirri kunnáttu sem hefur myndast vegna Alþjóðlegu geimstöðvarinnar sem hefur verið á sporbraut um jörðu frá árinu 1998.Samstarf Rússa og Bandaríkjanna snýr einnig að því að þróa sameiginlega stuðla varðandi smíði geimfara. Nú eru minnst fimm ríki að byggja eigin geimför og er nauðsynlegt að samræma geimför svo þau geti tengst við geimstöðina.Þrátt fyrir miklar deilur á milli Rússlands og Bandaríkjanna, meðal annars vegna aðgerða Rússa í Úkraínu og átakanna í Sýrlandi, hefur samstarf ríkjanna á sviðum geimvísinda að mestu haldið áfram eins og ekkert hafi komið upp á.Fyrsta skrefið Bygging geimstöðvarinnar eru þó eingöngu fyrsta skrefið. Næsta skref er að þróa endurnýtanlegt og mannað geimfar sem hægt er að nota til að ferðast lengra út í sólkerfið. Til dæmis væri hægt að senda geimfara með geimfarinu til Mars og aftur til geimstöðvarinnar. Þar yrði geimfarið yfirfarið og sent út aftur. Áætlað er að senda geimfara að tunglinu í slíku geimfari og að þeir myndu vera í ár út í geimnum undir lok næsta áratugar. Það yrði gert til þess að sannreyna að geimfarið myndi reynast vel í jafnvel lengri geimferðir en það. Vísindi Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Bandaríkin og Rússland ætla að vinna að því í sameiningu að byggja geimstöð á braut um tunglið. Geimferðastofnun Bandaríkjanna mun leiða verkefnið sem er liður í langtímaáætlun stofnunarinnar að senda mönnuð geimför til Mars. Verkefnið gengur undir nafninu „Deep Space Gateway“.Geimfarar myndu halda til í geimstöðinni og hún yrði viðkomustaður geimfara sem væru á leið langra út í sólkerfið. Þar að auki yrðu framkvæmdar rannsóknir þar og ný tækni prófuð. Í tilkynningu frá Roscosmos, rússnesku geimferðastofnuninni, mun samstarfs þeirra við NASA upprunalega ganga út á að þróa tækni til byggingar geimstöðvarinnar. Einnig stendur til að senda geimför á sporbraut í kringum tunglið og á yfirborð þess. Hér má sjá kynningarmyndband Boeing, sem vinnur með NASA að verkefninu.Áætlað er að bygging geimstöðvarinnar hefjist um miðjan næsta áratug. Byggingin mun gera vísindamönnum og verkfræðingum kleift að byggja á þeirri kunnáttu sem hefur myndast vegna Alþjóðlegu geimstöðvarinnar sem hefur verið á sporbraut um jörðu frá árinu 1998.Samstarf Rússa og Bandaríkjanna snýr einnig að því að þróa sameiginlega stuðla varðandi smíði geimfara. Nú eru minnst fimm ríki að byggja eigin geimför og er nauðsynlegt að samræma geimför svo þau geti tengst við geimstöðina.Þrátt fyrir miklar deilur á milli Rússlands og Bandaríkjanna, meðal annars vegna aðgerða Rússa í Úkraínu og átakanna í Sýrlandi, hefur samstarf ríkjanna á sviðum geimvísinda að mestu haldið áfram eins og ekkert hafi komið upp á.Fyrsta skrefið Bygging geimstöðvarinnar eru þó eingöngu fyrsta skrefið. Næsta skref er að þróa endurnýtanlegt og mannað geimfar sem hægt er að nota til að ferðast lengra út í sólkerfið. Til dæmis væri hægt að senda geimfara með geimfarinu til Mars og aftur til geimstöðvarinnar. Þar yrði geimfarið yfirfarið og sent út aftur. Áætlað er að senda geimfara að tunglinu í slíku geimfari og að þeir myndu vera í ár út í geimnum undir lok næsta áratugar. Það yrði gert til þess að sannreyna að geimfarið myndi reynast vel í jafnvel lengri geimferðir en það.
Vísindi Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent