Sigmundur viss um að aðrir vilji samstarf Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. september 2017 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er viss um að formenn annarra flokka verði tilbúnir í stjórnarmyndunarviðræður við sig. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forvígismaður hins nýja Miðflokks, segist engar áhyggjur hafa af því að formenn annarra flokka muni ekki vilja mynda ríkisstjórn með flokknum eftir kosningar. „Ég er vanur að fara inn í stjórnarmyndunarviðræður sem umdeildur maður. Ég var umdeildur 2009 og menn farnir að reyna að setja mig út á kant en þeim mun umdeildari var ég 2013 þegar allt var á öðrum endanum í pólitíkinni og menn töluðu um að ég væri alveg sér á parti og erfitt væri að mynda ríkisstjórn með mér,“ svarar Sigmundur. „En raunin varð auðvitað sú eftir kosningar að þá komu menn í röðum til þess að útskýra hvers vegna þeir vildu vera með mér í ríkisstjórn. Þannig gengur þetta nú yfirleitt fyrir sig. En menn verða yfirleitt mjög praktískir strax eftir kosningar.“ Sigmundur hyggst beita sér sérstaklega fyrir lýðræðisumbótum og umbótum á fjármálakerfinu. Aðspurður hvort hann telji sig njóta nægilegs trausts til að bæta fjármálakerfið segist hann fyrir löngu búinn að gera hreint fyrir sínum dyrum og betur en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður. „Ég er búinn að sanna það og þetta Wintrismál hefur sannað að ég hef alltaf haft heildarhagsmuni almennings að leiðarljósi og jafnvel verið tilbúinn að fórna hagsmunum eigin fjölskyldu og annarra til þess að tryggja almannahagsmuni á Íslandi í þessum stóru málum. Svoleiðis að ég held það sé engin ástæða til annars en ætla að stór hluti fólks muni vilja sjá mig vinna áfram að þessum helstu málum,“ segir hann. „Ég hafði nú ekki gert ráð fyrir að fara úr Norðausturkjördæmi þar sem fólk hefur reynst mér einstaklega vel,“ segir Sigmundur um eigið framboð. „Hins vegar eru margir að hvetja mig til að koma hingað suður á höfuðborgarsvæðið.“ Framsóknarmenn í Reykjavík funduðu í gærkvöld. Í Samfylkingunni er margir nýir frambjóðendur sem gefa sig fram. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 „Ég verð alltaf umdeildur“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðtogi Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir róttækar aðgerðir á ýmsum sviðum samfélagsins og muni hafa aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hafi haft eftir að hann lét af formennsku. 28. september 2017 20:11 Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forvígismaður hins nýja Miðflokks, segist engar áhyggjur hafa af því að formenn annarra flokka muni ekki vilja mynda ríkisstjórn með flokknum eftir kosningar. „Ég er vanur að fara inn í stjórnarmyndunarviðræður sem umdeildur maður. Ég var umdeildur 2009 og menn farnir að reyna að setja mig út á kant en þeim mun umdeildari var ég 2013 þegar allt var á öðrum endanum í pólitíkinni og menn töluðu um að ég væri alveg sér á parti og erfitt væri að mynda ríkisstjórn með mér,“ svarar Sigmundur. „En raunin varð auðvitað sú eftir kosningar að þá komu menn í röðum til þess að útskýra hvers vegna þeir vildu vera með mér í ríkisstjórn. Þannig gengur þetta nú yfirleitt fyrir sig. En menn verða yfirleitt mjög praktískir strax eftir kosningar.“ Sigmundur hyggst beita sér sérstaklega fyrir lýðræðisumbótum og umbótum á fjármálakerfinu. Aðspurður hvort hann telji sig njóta nægilegs trausts til að bæta fjármálakerfið segist hann fyrir löngu búinn að gera hreint fyrir sínum dyrum og betur en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður. „Ég er búinn að sanna það og þetta Wintrismál hefur sannað að ég hef alltaf haft heildarhagsmuni almennings að leiðarljósi og jafnvel verið tilbúinn að fórna hagsmunum eigin fjölskyldu og annarra til þess að tryggja almannahagsmuni á Íslandi í þessum stóru málum. Svoleiðis að ég held það sé engin ástæða til annars en ætla að stór hluti fólks muni vilja sjá mig vinna áfram að þessum helstu málum,“ segir hann. „Ég hafði nú ekki gert ráð fyrir að fara úr Norðausturkjördæmi þar sem fólk hefur reynst mér einstaklega vel,“ segir Sigmundur um eigið framboð. „Hins vegar eru margir að hvetja mig til að koma hingað suður á höfuðborgarsvæðið.“ Framsóknarmenn í Reykjavík funduðu í gærkvöld. Í Samfylkingunni er margir nýir frambjóðendur sem gefa sig fram.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 „Ég verð alltaf umdeildur“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðtogi Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir róttækar aðgerðir á ýmsum sviðum samfélagsins og muni hafa aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hafi haft eftir að hann lét af formennsku. 28. september 2017 20:11 Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
„Ég verð alltaf umdeildur“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðtogi Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir róttækar aðgerðir á ýmsum sviðum samfélagsins og muni hafa aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hafi haft eftir að hann lét af formennsku. 28. september 2017 20:11
Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15