Ensku stórliðin mæta aftur til leiks Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2017 07:00 Stórvinirnir Paul Pogba og Romelu Lukaku hafa fagnað mörgum mörkum í upphafi tímabils. vísir/getty Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. Stórleikur kvöldsins fer fram í Barcelona þar sem heimamenn mæta Juventus í D-riðli. Þessi lið mættust í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum þar sem Börsungar höfðu betur, 3-1. Juventus, sem hefur orðið ítalskur meistari sex ár í röð, fór einnig í úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili en tapaði 4-1 fyrir Real Madrid. Í hinum leik D-riðilsins mætast Olympiacos og Sporting. Hvorugt þessara liða ætti að ógna Barcelona og Juventus. Manchester United er komið aftur í Meistaradeildina eftir árs fjarveru. Evrópudeildarmeistararnir fá Basel í heimsókn í A-riðli í kvöld. Basel hefur oft gert enskum liðum grikk í Meistaradeildinni og henti United meðal annars úr keppni 2012. Benfica og CSKA Moskva mætast svo í Lissabon í sama riðli. Neymar og Kylian Mbappé þreyta frumraun sína með Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni þegar liðið sækir Celtic heim á Celtic Park. Í hinum leik B-riðilsins fær Bayern München Anderlecht í heimsókn á Allianz Arena. Líkt og United er Chelsea aftur komið í Meistaradeildina eftir árs fjarveru. Englandsmeistararnir hefja leik gegn Qarabag frá Aserbaísjan. Hinn leikurinn í C-riðli er einkar áhugaverður en þar tekur Roma á móti Atlético Madrid sem hefur komist að minnsta kosti í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar undanfarin fjögur ár. Fjórir leikir verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld og þá verður hægt að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í Meistaradeildarmessunni með Gumma Ben. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. Stórleikur kvöldsins fer fram í Barcelona þar sem heimamenn mæta Juventus í D-riðli. Þessi lið mættust í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum þar sem Börsungar höfðu betur, 3-1. Juventus, sem hefur orðið ítalskur meistari sex ár í röð, fór einnig í úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili en tapaði 4-1 fyrir Real Madrid. Í hinum leik D-riðilsins mætast Olympiacos og Sporting. Hvorugt þessara liða ætti að ógna Barcelona og Juventus. Manchester United er komið aftur í Meistaradeildina eftir árs fjarveru. Evrópudeildarmeistararnir fá Basel í heimsókn í A-riðli í kvöld. Basel hefur oft gert enskum liðum grikk í Meistaradeildinni og henti United meðal annars úr keppni 2012. Benfica og CSKA Moskva mætast svo í Lissabon í sama riðli. Neymar og Kylian Mbappé þreyta frumraun sína með Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni þegar liðið sækir Celtic heim á Celtic Park. Í hinum leik B-riðilsins fær Bayern München Anderlecht í heimsókn á Allianz Arena. Líkt og United er Chelsea aftur komið í Meistaradeildina eftir árs fjarveru. Englandsmeistararnir hefja leik gegn Qarabag frá Aserbaísjan. Hinn leikurinn í C-riðli er einkar áhugaverður en þar tekur Roma á móti Atlético Madrid sem hefur komist að minnsta kosti í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar undanfarin fjögur ár. Fjórir leikir verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld og þá verður hægt að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í Meistaradeildarmessunni með Gumma Ben.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira